Klippistofan Rebel

Klippistofan Rebel á Nýbýlavegi er þess heiðurs aðnjótandi að vera fyrsti auglýsandinn á sukka.is. Eigandinn Hrólfur lætur ekki þar við sitja, heldur vill hann bjóða súkkujeppaeigendum tilboð í klippingu, eða 3200kr.
Sjálfur lét ég rýja minn koll þar um daginn og hef allar götur síðan vakið athygli fyrir einstaka hausfegurð (þ.e. meiri en venjulega). Viðmótið er vinalegt og ekki þarf að lesa Séð & Heyrt eða dönsk prjónablöð meðan beðið er eftir klippingu, heldur er lesefnið bílablöð og poolborð útí horni ef maður vill ekki lesa.
Ég get því hiklaust mælt með Rebel fyrir stráka, kalla og börn.
gisli on Sunday 01 November 2009 - 22:00:39 | Read/Post Comment: 8
Comments
hilmar
01 Nov : 22:16
Reply to this
já sæll spurning um að skella sér, en það vantar opnunartímann á auglýsinguna. Og vill ég óska Hrólfi til hamingju með þessa auglýsingu og auðvitað okkur súkkufélögum. Kv Hilmar
Sævar
01 Nov : 22:38
Reply to this
Bætti opnunartímanum við, ps kannski kominn tími á klippingu hjá mér
gisli
01 Nov : 22:43
Reply to this
Þú skellir þér á klippingu og litun
gisli
01 Nov : 22:44
Reply to this
Hlýtur að fá sérstakan magnafslátt ef þú tekur Hilmar með, hann er að breytast í lukkutröll.
helgakol
02 Nov : 01:49
Reply to this
en megum við konur ekki fara í klippingu þangað?!? bara strákar, kallar og börn
gisli
02 Nov : 14:11
Reply to this
Ekki myndi ég halda að þér yrði vísað á dyr, en það er spurning hvort þú myndir enda með drengjakoll eftirá?
juuiekqw
11 Jun : 18:54
Reply to this
Ñóïåð 8 ñìîòðåòü îíëàéí Çåëåíûé Ôîíàðü ñìîòðåòü
juuiekqw
14 Jul : 19:13
Reply to this
Ïðîäâèæåíèå íåèçáåæíî ñìîòðåòü îíëàéí Ãàððè Ïîòòåð è Äàðû ñìåðòè 2

Comments are locked
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design