Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Gunnar Lár Gunnarsson << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
gunnar
Tue Feb 02 2010, 11:29p.m.
Registered Member #268

Posts: 15
Sælir Súkku eigendur,

Gunnar heiti ég og hef átt forláta 35" breytta Suzuki Jimny bifreið síðan árið 2005 held ég.
Bíllinn var keyptur alveg óbreyttur og keyrt beint inn í skúr að gera og græja.

Bíllinn er orðinn töluvert breyttur í dag enda margar vinnustundir búnar að fara í hann. Mikið búið að spekúlera og pæla og hætta við etc.

Helstu breytingar sem hafa verið gerðar:

Millikassi úr SJ410 með breyti kitti frá DGTuning. 4,16 gírasettið í kassanum. Þetta lækkar hlutföllin í háa drifinu um 20% og í lága um heil 94%. Hentar 35" mjög vel , sérstaklega í lága drifinu. Með þessu kitti fylgdi nýjar festingar, hraðamælibreytir sem kom þar sem handbremsan var á SJ kassanum. Lenti reyndar í leiðinlegum millikassa í byrjun og endaði á því að fá annan kassa á endanum.

Upphækkunargormar voru einnig keyptir frá DGTuning, 10 cm hærri en orginal og demparar í stíl við.

Núna nýlega keypti ég svo Poly millikassapúða frá Spidertraxx til að þola átökin á kassanum. Orginal púðarnir voru handónýtir og ég sleit venjulega mótorpúða í einnig góðri ferð.

Stífur voru síkkaðar og ýmislegt annað gert í smávegis breytingu sem ég fékk hann Árna Pál til að framkvæma fyrir mig í byrjun breytingar. Hann síkkaði stífurnar og klippti úr að hluta til fyrir mig. Kom svo í ljós einmitt seinna að við reiknuðum ekki með nógu mikilli fjöðrunarlengd og bíllinn rakst töluvert í, núna í sumar fór ég svo í að skera meira úr og sauð nýtt í gólfið á bílnum til að skapa meira pláss.

Einnig lét ég sjóða undir bílinn prófílbeisli að framan og aftan. Ekkert til að draga neitt á heldur einvörðu til að geta látið kippa í bílinn.

Svo er ég með 4 vinnuljós á toppgrindinni, VHF stöð, skjá í loftinu, loftdælu, 100L bensín tank í skotti, fjóra kastara framan á bílnum ásamt stjórnborði inn í bíl fyrir ljósin. Engin aftursæti eru í bílnum heldur skorin út og teppaklædd MDF plata sem myndar nýtt gólf. Enda ekkert pláss fyrir fjóra í þessum bílum

Myndir af ferlinu og bílnum.


Þarna er bíllinn óbreyttur og kominn upp í aðstöðu




Síkkaðar stífur



Fyrsti SJ410 kassinn



Búið að græja allt dótið saman



Jimny kassinn



Hraðamælirinn festist svo í þennan spacer.



Stendur orðið á 35"





Kantar frá Alltplast... Bara vesen að fá þetta í gegn.





Vacuum kerfið var ekki lengi að fara úr...



Bíllinn eins og hann stóð þegar breytingin var búin. Þ.e.a.s 35" breytingin.



Fyrsta ferðin.

Svo eru það nýlegar myndir úr ferðalögum:















Ekki nota límda mótorpúða sem millikassapúða....

Jæja nóg af myndum held ég. En bíllinn er sem sagt búinn að reynast mér bara helvíti vel í ferðalögum og ekkert bilað að neinu viti..
Back to top
einarkind
Tue Feb 02 2010, 11:37p.m.
einarkind
Registered Member #56

Posts: 244
bara flott græja og gamann að sjá eithver fara svonal langt með jimny og vertu velkominn í hópinn þá er það bara að mæta á næsta fund og sína okkur gripinn
Back to top
stebbi1
Tue Feb 02 2010, 11:37p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
Líst MJÖG vel á þetta en áttu ekki mynd af þessum púðum sem þú ætlar að nota við millikassann? og kannski verð og hvar þeir fást
Back to top
gunnar
Tue Feb 02 2010, 11:50p.m.
Registered Member #268

Posts: 15


Keypti mína hjá DGTuning, einnig hægt að fá þetta kit í ameríku líka, framleidd af spidertraxx

http://polyperformance.com/shop/Spidertrax-Suzuki-Samurai-Polymount-Kit-p-20540.html
Back to top
gunnar
Tue Feb 02 2010, 11:51p.m.
Registered Member #268

Posts: 15
En jú maður kíkir kannski á ykkur þegar ég klára skólann hér fyrir norðan. Er staddur á Akureyri út veturinn.
Back to top
BergurMár
Wed Feb 03 2010, 12:01a.m.
Bergur Már Óskarsson
Registered Member #181

Posts: 123
skemmtilegur þessi !
Back to top
jeepson
Wed Feb 03 2010, 12:26a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Þessi er flottur hjá þér og vertu velkominn á þetta frábæra spjall
Back to top
EinarR
Wed Feb 03 2010, 12:27a.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Þetta er flottur bíll. Velkominn í hópinn. Mæta á þessari græju á fund takk
Back to top
gisli
Wed Feb 03 2010, 10:27a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Mjög fallegur Jimny og flottar myndir.
Back to top
olikol
Wed Feb 03 2010, 11:39a.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Sá þennan einu sinni hérna í bænum og þetta er mjög fallegur jimny.

bara mæta á fund og kynnast félagsskapnum og koma svo með einhverntíman með í ferð
Back to top
gunnar
Fri Feb 12 2010, 11:21p.m.
Registered Member #268

Posts: 15
Ef menn eru staddir á Akureyri þá má sjá þennan bíl á Vetrarhátíðar sýningunni í Boganum sem verður nú um helgina. Búinn að þrífa dósina alveg hátt og lágt, endilega mætið þið sem eruð norðan heiða
Back to top
gisli
Sat Feb 13 2010, 12:07a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Skrambans, ég kem norður fyrir á fimmtudaginn. Er sýningin bara yfir helgina?
Back to top
gunnar
Sat Feb 13 2010, 02:01p.m.
Registered Member #268

Posts: 15
Já sýningin er bara þessa helgi.

Ég kem væntanlega með einhverjar myndir þegar sýningin klárast. Vill ekki birta þær á meðan henni stendur. Endilega drífið ykkur sem eruð hér fyrir norðan. Bara flott tæki þarna.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design