Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
hobo
Mon Jul 12 2010, 08:28a.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Ég fór í langt ferðalag um helgina. Lenti í því að vírkápan á kúplingsbarkanum rifnaði þar sem stýrisdæluhjólið náði að narta í barkann með tímanum. Þetta gerðist á versta stað og voru góð ráð dýr.
Reyndar voru ráðin ekki svo dýr þar sem ég fann blikkvinkil og reif því barkann úr og hnoðaði vinkilinn utan um barkann.
Þetta virkaði svona svakalega vel og er barkinn betri en nýr.


Það borgar sig að vera með helstu verkfæri til staðar þegar svona kemur uppá.
Back to top
Sævar
Mon Jul 12 2010, 11:25a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þegar ég braut kúplingspetala í stuttu súkkuni á föstudagskvöldi keyrði ég hana án kúplingar í 3 daga ekkert mál, helvíti vont að þurfa að starta af stað en að öðru leiti í fullkomnu lagi
Back to top
Sævar
Mon Jul 12 2010, 11:26a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
en þetta er kúl redding
Back to top
hobo
Mon Jul 12 2010, 01:00p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Já maður gat reddað sér aftur í tjaldbúðir þar sem ég gerði við barkann. Ég stoppaði fyrst í smá niðurbrekku til að kanna bilun, svo þurfti ég að drepa á og starta í 1. gír til að komast af stað. Ég ætlaði sko ekki að vera strandaður þar sem ég var og bíða eftir nýjum barka, né nennti ég að keyra kúplingslaus í bæinn.
Back to top
Sævar
Mon Jul 12 2010, 05:33p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þegar ég var á öðrum degi fannst mér kúplingin eigilega óþörf nema til að taka af stað, var farinn að geta skipt alveg fullkomlega eðlilega og án þess að fara illa með syncrohjól
Back to top
jeepson
Mon Jul 12 2010, 06:21p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Flott redding hjá þér Hörður
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design