Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Afþreying
Hvaða bíla hefur þú átt? << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Sævar
Mon Aug 02 2010, 01:18p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Jæja sendið inn MYND og BÍLNÚMER af öllum þeim bílum sem þú manst eftir að hafa átt, og jafnvel einhverjar sögur með
Back to top
Sævar
Mon Aug 02 2010, 01:22p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
EI 425 - Þessi bíll var sá sem ég átti fyrst eftir að bílprófið var fengið, það var oft stokkið og spólað og tvíhjólað gegnum hringtorg á þessum vagni, og einusinni þungt fellihýsi og 6 manns í bílnum, það var skemmtileg reynsla eða hitt og heldur. Æðislegur bíll í alla staði, keypti hann ódýrt og fúskaði sílsana og seldi dýrt. Langar samt alltaf í hann aftur eða annan alveg eins. Óbreyttan þ.e.



OH 808 á þennan ennþá og ætla ekki að selja í bráð




IA 014, ásamt 3 varahlutabílum. Keypti þennan bíl af refaskyttu í borgarfirði, björgunarsveitin í reykholti málaði hann svona skrautlega.

Ég keyrði bílinn úr reykholti og til reykjavíkur númerslausann eina sumarnóttina síðasta ár og mætti ekki einum bíl á leiðinni en tók fram úr tveimur í hvalfirðinum. Mjög skemmtileg og skrautleg reynsla, klárlega eitthvað sem allir þurfa að prufa að eiga Lödusport en ég ætla aldrei aftur að fá mér lödusport



MZ 585, keyptur með ónýta heddpakkningu, endaði á því að skipta um vél því þessi var úrbrædd... skipti svo upp í hollenska drauminn



YZ 325 Hollenski draumurinn



Númerslaus keyptur á 20þ með brotinn knastás og bogna ventla... Skipti um mótor fyrir síðustu helgi og þá brann vélartölvan þannig hann verður bara rifinn þessi, og varahlutabíllinn líka



HS 133 flaug norður fyrir 6300 kr flugmiða án þess að hafa skoðað bílinn, stgr. hann og fyllti tankinn fyrir 9000 kall og keyrði suður HEHE



Annar númerslaus, varahlutabíll fyrir þann með brotna knastásinn, vélarskiptin gengu vel allt þar til svissað var á þá kom bara þykkur reykur og vond lykt.
Back to top
birgir björn
Mon Aug 02 2010, 02:06p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
úff sævar þú biður ekki um lítið maður!!!
Back to top
Sævar
Mon Aug 02 2010, 02:41p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
drívos birgir
Back to top
jeepson
Mon Aug 02 2010, 04:04p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Já sæll. ég mun aldrei finna allar myndir af bílunum mínum sem að ég hef átt. Enda búinn að eiga yfir 30 stykki ef ekki meir. En ég skal telja upp svona eitthvað að þeim sem ég man mest eftir.

1. var renault sendi bíll sem að ég eignaðist 14ára og seldi svo pabba fyrir heilar 2000krónur.
2. var opel rekord 83 mod. 2.0 ssk á 15" álfelgum og með spoiler. Svaka töffari þá
3. VW caddy 83 1600 diesel. átti mjög stutt 4 daga minnir mig.
4. volvo 244DL 80 2.0 4 gíra bsk ekinn þá tæp 113þús
5. volvo 244DL 81 2.1 4 gíra bsk keyrði hann um 60þús og átti hann í fjögur ár. Endaði á að sprauta hann í geggjuðum lit. filmaði hann, setti á hann 15" felgur og var með um 3000watta keppnis græjur sem að við kláruðum aldrei að smíða almennilega
6. ford sierra 87 2.0 sem að ég átti með seinni vollanum. klesti hann eftir 3 vikur. Sá endaði hjá félaga mínum og átti að vara 370hö cosworth mótor í hann
7. camaro berlinetta 84, sem að ég eignaðist eftir að ég flutti heim aftur. Algjört hræ en leit rosalega vel út.
8. jeep willys tuxidopark 67 árg
9. volvo 245 STW sem átti að gera pikkup úr en endaði æfi sýna á haugunum þar sem að ég átti ekki nema 7 bíla í einu
10. vw golf 88 1800 ssk algjör draumur. sé mikið eftir honum.
11. vw golf mk2 varahluta bíll
12. vw golf mk2 vrahluta bíll
13. vw golf mk2 varahlutabíll. einn af þessum varahluta bílum átti nú að fara á götuna en það varð aldrei neitt úr því
14. cherokee 86 2,8 32"
15. honda shitvic 1400 88 dual carb. með ónýta ssk. virkuðu bara 3 gírar.
16. volvo 240 gl 88 2.3 ssk algjör gull moli en seldi hann því miður. alveg stráheill.
17. vw vento 93 1800. Lenti í miklu brasi með hann.
18. cherokee 4.0 38" svakalega skemtilegur bíll.
19. pontiac firebird. 85 305 og biluð skipting.
20. ford ranger 4.0 5 gíra bsk á 38" sé altaf eftir því að hafa selt hann. það sem að hann komst ekki í öllum færðum þegar ég eignaðist hann neyddi mamma mig til að selja 81 volvoinn sem að ég tók með mér til klakans.
21. nissan primera 96 2.0 ssk átti hann í 3 mán þá gafst ég upp á eyðsluni í henni
22. mercedes benz 89 300D ekinn 572þús þegar ég keypti hann í fyrsta sinn og rúm 600þús þegar ég keypti hann í annað sinn
23. vw golf 96 1400. Keypti hann með ónýtri kúplingu og keyrði hann þannig í 4mán og seldi hann svo tjónaðan með ónýta kúplingu á sama verði og ég borgaði fyrir hann
24. dodge ram hemi 2003 5,7 ssk 350 hross og algjör draumur að keyra
25. jeep wrangler 94 2.5 5 gíra bsk alveg grútmáttlaus en algjör eðalvagn að mínu mati
26. skoda octavia RS turbo 2004. Selst vonandi sem fyrst svo að ég geti fengið mér cherokee aftur
27. SUZUKI SIDEKICK 95 1600 bigblock 5 gíra bssk á risa 33" dekkjum hahaha á meðan að ég er búinn að eiga alla þessa bíla hefur konan mín bara átt einn bíl hehe Ég held að ég sé ekki að gleyma neinu, svo er ég búinn að eiga helling af hjólum. þar af 2 mótorhjól. hitt eru nú nöðrur

[ Edited Mon Aug 02 2010, 04:06p.m. ]
Back to top
jeepson
Mon Aug 02 2010, 04:09p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
jeepson wrote ...

Já sæll. ég mun aldrei finna allar myndir af bílunum mínum sem að ég hef átt. Enda búinn að eiga yfir 30 stykki ef ekki meir. En ég skal telja upp svona eitthvað að þeim sem ég man mest eftir.

1. var renault sendi bíll sem að ég eignaðist 14ára og seldi svo pabba fyrir heilar 2000krónur.
2. var opel rekord 83 mod. 2.0 ssk á 15" álfelgum og með spoiler. Svaka töffari þá
3. VW caddy 83 1600 diesel. átti mjög stutt 4 daga minnir mig.
4. volvo 244DL 80 2.0 4 gíra bsk ekinn þá tæp 113þús
5. volvo 244DL 81 2.1 4 gíra bsk keyrði hann um 60þús og átti hann í fjögur ár. Endaði á að sprauta hann í geggjuðum lit. filmaði hann, setti á hann 15" felgur og var með um 3000watta keppnis græjur sem að við kláruðum aldrei að smíða almennilega
6. ford sierra 87 2.0 sem að ég átti með seinni vollanum. klesti hann eftir 3 vikur. Sá endaði hjá félaga mínum og átti að vara 370hö cosworth mótor í hann
7. camaro berlinetta 84, sem að ég eignaðist eftir að ég flutti heim aftur. Algjört hræ en leit rosalega vel út.
8. jeep willys tuxidopark 67 árg
9. volvo 245 STW sem átti að gera pikkup úr en endaði æfi sýna á haugunum þar sem að ég átti ekki nema 7 bíla í einu
10. vw golf 88 1800 ssk algjör draumur. sé mikið eftir honum.
11. vw golf mk2 varahluta bíll
12. vw golf mk2 vrahluta bíll
13. vw golf mk2 varahlutabíll. einn af þessum varahluta bílum átti nú að fara á götuna en það varð aldrei neitt úr því
14. cherokee 86 2,8 32"
15. honda shitvic 1400 88 dual carb. með ónýta ssk. virkuðu bara 3 gírar.
16. volvo 240 gl 88 2.3 ssk algjör gull moli en seldi hann því miður. alveg stráheill.
17. vw vento 93 1800. Lenti í miklu brasi með hann.
18. cherokee 4.0 38" svakalega skemtilegur bíll.
19. pontiac firebird. 85 305 og biluð skipting.
20. ford ranger 4.0 5 gíra bsk á 38" sé altaf eftir því að hafa selt hann. það sem að hann komst ekki í öllum færðum þegar ég eignaðist hann neyddi mamma mig til að selja 81 volvoinn sem að ég tók með mér til klakans.
21. nissan primera 96 2.0 ssk átti hann í 3 mán þá gafst ég upp á eyðsluni í henni
22. mercedes benz 89 300D ekinn 572þús þegar ég keypti hann í fyrsta sinn og rúm 600þús þegar ég keypti hann í annað sinn
23. vw golf 96 1400. Keypti hann með ónýtri kúplingu og keyrði hann þannig í 4mán og seldi hann svo tjónaðan með ónýta kúplingu á sama verði og ég borgaði fyrir hann
24. dodge ram hemi 2003 5,7 ssk 350 hross og algjör draumur að keyra
25. jeep wrangler 94 2.5 5 gíra bsk alveg grútmáttlaus en algjör eðalvagn að mínu mati
26. skoda octavia RS turbo 2004. Selst vonandi sem fyrst svo að ég geti fengið mér cherokee aftur
27. SUZUKI SIDEKICK 95 1600 bigblock 5 gíra bssk á risa 33" dekkjum hahaha á meðan að ég er búinn að eiga alla þessa bíla hefur konan mín bara átt einn bíl hehe Ég held að ég sé ekki að gleyma neinu, svo er ég búinn að eiga helling af hjólum. þar af 2 mótorhjól. hitt eru nú nöðrur


Ég held að ég sé nú barasta búinn að telja alt upp.. þá eru þeir nú ekki nema 27. Ég er nú samt viss um að ég sé að gleyma einhverju.
Back to top
hobo
Tue Aug 03 2010, 07:37a.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Ég skil vel ef flestir nenna ekki að telja upp bílaeignir sínar en ég ætla samt að reyna.

1. MMC Pajero ´82 2,3 ltr dísel(non turbo)
2. Mercedes Benz 280 SE ´83
3. Subaru 1800GL coupé ´88
4. Subaru 1800GL coupé turbo ´91
5. Subaru 1800 station turbo varahlutabíll
6. Nissan Sunny sedan ?´89? 4x4
7. BMW 520 sedan ´89
8. Jeep Wagoneer ?´87-´89?
9. Daihatsu Charade 4x4 ?´90?
10. Mercedes Benz 190E 2,6 ?´89?
11. Ford Focus ?´03?
12. MMC L200 ´93
13. Subaru Legacy Outback 2,5 ´99
14. Toyota Tundra 4,7 ´05
15. Suzuki Vitara ´96
16. Suzuki Sidekick 95 varahlutabíll

Þetta er nú bara lítið miðað við suma en mér finnst þetta alveg nóg..
Back to top
birgir björn
Tue Aug 03 2010, 08:59a.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
ekk svo mikið að eg nenni þvi ekki eg bara get það ekki nema þá með þvi að hringja í umferðarstofu
Back to top
hobo
Tue Aug 03 2010, 10:26a.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Þetta var sko ekki skot á neinn hjá mér, meinti bara svona yfir höfuð
Back to top
Sævar
Tue Aug 03 2010, 11:18a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Attu þessa Tundru ennþá og er eða var hún eitthvað breytt
Back to top
hobo
Tue Aug 03 2010, 11:58a.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Nei hún var alveg óbreytt.
Hún hvarf eins og margt annað í bankahruninu.
Back to top
olikol
Tue Aug 03 2010, 05:45p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
ég hef nú ekki átt marga bíla, enda bara 19 ára vitleysingur.

1: Suzuki SJ413 ´87 blæja(skáþekjan)
2: Nissan March K10 '88
3: Nissan Micra K10 ´92
4:MMC Lancer Wagon 4x4 1.8L ´87 með LSD
Back to top
Svenni250
Tue Aug 03 2010, 08:07p.m.
Registered Member #383

Posts: 72
Ekki hef ég heldur átt marga

1.Bmw 318 '93
2.volvo s80 '99 sem ég á
3.Suzuki sidekick '95 sem ég á líka
Back to top
Aggi
Tue Aug 03 2010, 10:48p.m.
Rauðhaus
Registered Member #13

Posts: 270
subaru 1800 89 Kt-199
subaru 1800 87 varahlutabill
subaru 1800 88 Jr-007
subaru 1800 88 Jv-703
subaru Xt 88 partabill
suzuki SJ413 8? geitungabuid
suzuki samurai 90/91 NJ-749

Svo var eg lika hluthafi i skathekjunni einhverntimann
Back to top
EinarR
Wed Aug 04 2010, 11:08a.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
  • -Honda Prelude, 2nd gen, 1987 árg, 1.8L vél (á hann enþá) IH089
    -Hyondai Accent, 1999 árg. 1.6L vél (seldur)
    -Fiat Brava, 1999 árg. 1.6L vél (seldur sem betur fer!)
    -Nissan Almera 1998 árg. 1.6L vél ( rifin í spað )
    -Ford Escort 1993 árg. Blæjubíll 1.6L vél (seldur)
    -Suzuki Vitara 1991 árg held ég. keyptur með óla og agga af Goða hér af spjallinu, (partaður)
    -Honda Prelude, 1987 varahlutabíll
    -Subaru Justy J10 1986 árg (partaður)
    -Subaru Justy J10 1987 árg (partaður)
    -Subaru Justy J12 1991 árg (á hann enþá) SR280
    -Subaru Justy J12 1991 árg (Partaður)
    -Subaru Justy J12 1993 árg (stendur úti í sveit)
    -Suzuki Samurai/SJ410 1982 árg ( stendur inni í skúr.) Skari
    -Suzuki LJ10 1971 árg (stendur niðrí umboði)
    -Suzuki SJ413 1985 árg, (stendur úti á plani)

-Honda Civic (lukkuláki) seldur helvítið af honum!


Síðan er það svo mikið af bílum sem hafa farið á mitt nafn sem maður hefur fengið að tæta og þessháttar.. ég man kannski meira á morgum.

[ Edited Wed Aug 04 2010, 11:10a.m. ]
Back to top
einarkind
Wed Aug 04 2010, 01:05p.m.
einarkind
Registered Member #56

Posts: 244
brigir hvenar kemur biblían frá þér hérna inn
Back to top
gisli
Wed Aug 04 2010, 02:53p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Ef Guðni Sveins sendir inn listann er ég hræddur um að serverinn deyji
Back to top
birgir björn
Wed Aug 04 2010, 03:55p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
einarkind wrote ...

brigir hvenar kemur biblían frá þér hérna inn

eg get örugglega ekki fundið nægan tíma í heiminum í þetta, enn það er alldrey að vita nema maður byrji eitthvern dægin

[ Edited Wed Aug 04 2010, 03:56p.m. ]
Back to top
jeepson
Wed Aug 04 2010, 04:46p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Segið mér nú að einhver hérna geti toppað listan minn. Ég lýt út eins og einhver bílabóndi með alla þessa runu hehe. Ég hugsa nú samt að Guðni Sveins nái að toppa mig Ég bjalla í hann á eftir og bið hann um að pósta inn góðum lista af því sem að hann hefur átt
Back to top
bjarnifrimann
Thu Aug 05 2010, 07:09p.m.
bjarnifrimann
Registered Member #32

Posts: 95
birgir
Back to top
björn ingi
Sat Aug 07 2010, 08:47p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Sælir drengir, ég er nú frekar slakur í þessu miðað við marga aðra hér hef alltaf átt mína bíla lengi og
þess vegna ekki komist í að eiga mjög marga bíla í gegnum tíðina.
Fyrsti bíllinn sem ég eignaðist var af gerðinni Skoda Pardus, svaka græja man ekkert lengur hvaða númer var á honum.

Þetta er reyndar ekki mynd af honum heldur samskonar bíl.
Bíll númer tvö var 1970 Plymouth Barracuda Gran Coupe með 318 HP mótor sem var einhver 230 hross, bara gaman og ef ég hef einhverntíman séð eftir að hafa selt bíl þá var það þessi. Hann er en í fullu fjöri og var fyrir ekki mjög löngu notaður af núverandi eiganda í kvartmílunni.

Þarna er stoltur eigandi við hlið á H2390.
Þriðji bíllinn var 1973 árgerð af Range Rover á 33" þennan bíl tók ég allan í gegn og gerði meðal annars upp í honum vélina og var sagður bjartsýnismaður að ætla að gera þetta sjálfur því það væri svo mikið vandaverk af því þetta væri álvél, það er skemmst frá því að segja að vélin lifði bílinn.
Þetta var líka fyrsti bíllinn sem ég sprautaði. Númerið á honum var H2786

Nú svo komu þarna nokkur ár þar sem ég átti ekki bíl á mínu nafni heldur voru þeir á nafni konunnar.
En svo kemur fyrsta Súkkan og það var þessi hér SJ413 JX árg. 1988 með númerið JP-422

Svo kom þessi til sögunar, Suzuki Vitara 1993 árgerð. Númer KK-301

Nú og svo á ég auðvitað þessa hérna í dag. Númer IK-338

Og reyndar þessa líka en það telst nú varla með. Númerslaus.
Back to top
Tryggvi
Mon Nov 08 2010, 10:04p.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Sælir

Ég á því miður ekki myndir af mörgum bílunum mínum, en læt duga að seta smá upplýsingar inn um þá.

Skoda 120 1988 módel 4 dyra
Þennan bíl átti ég svona með pabba og var fyrsti bíll sem ég var mikið á. Það endaði auðvitað með því að ég fór að tjúna hann og skipti um blöndung, portaði headdið, setti öflugara háspennukefli í hann, fullt af auka mælum, 8.8mm kertaþræði, "side gap-aði" kertin, græjur sem heyrðist marga kílómetra í og 120 AMP alternator (gaf 60 AMP í hægagangi), álfelgur og lo-prófil dekk. Hann lifði góðu lífi þar til systir mín fékk hann og stútaði 2 stk headd og bræddi úr honum á legum einusinni (hún ók á honum úr breiðholti þar sem olíu síjan sprakk og alveg niður á sæbraut, úfff). Þetta fallega rauða ljós var víst ekkert fyrir henni þarna í mælaborðinu

Skoda Rapid 130 1989 2 dyra Hvítur
Ég varð að komast á öflugari Skóda eftir að vera búinn að hræra í hinn svona lengi. Ég komst að því að það var víst bara 1.0L vél í honum sem var alveg að hrynja, enda ekinn ca 300.000. Þann bíl gerði ég nokkuð vel upp. Fann 1.3L vél í hann og portaði ca 4mm úr inn og útblásturs göngum, portaði soggrein eins og port match-aði, portaði líka pústgreinina, planaði headdið eins og það þoldi (þjapp hlufall ca 10.2:1, vafði pústgreinina með hitaþolnu vafi. Breytti pústinu. Setti 60.000 Volta háspennukefli sem var olíu kælt í hann, 8.8mm Taylor kertaþræði, Eletróníska kveikju úr "79 Hondu Civic. Bjó til nokkurskonar tunnel ram á sogreinina undir blöndunginn, breytti nálum í blöndungnum og komst þá að því að vélin svelti HEVÍ og kláraði allt bensín þegar ég var að verða hálfnaður með 2 gír í botni. Setti í hann 5 psi rafmagns bensín dælu til að fæða hann nóg. Side gapaði kertin, eitt hitastig kaldari kerti, öll bæti efni sem þekt eru í heiminum voru prófuð á þennan bíl bæði á gírkassa og vél. Meðal annars PTFE títaníum oxið í olíuna. 185/45 Lo-Prófíl dekk allan hringinn, álfelgur, lækkaður að framan og hækkaður að aftan. 3 magnarar við græjurnar 9 hátalarar og fáránlega öflug JBL 15" 1000 RMS W keila allt sérsmíðað í hann, með fölsku gólfi í húddinu sem faldi allt nema 1200 CCA kalcium geymirinn, gull tengi á öllu, straum kaplar úr væng á Fokker flugvél, setti tvöfaldar leiðslur "just in case" hehh (kaplarnir voru hreynir kopar með silvur húðun og bruna helda kápu). Setti 120 AMP alternatorinn í þennan sem var í hinn Skódann. Setti líka fullt af mælum í hann. Ég átti eitthvað meira við fjöðrunar kerfið í honum einnig og gerði við sílsana og riðbætti. Þessi svínvirkaði og spólaði út 1 og 2 gír eins og ekkert væri, djöfull var gaman á rúntinn að spyrna við bíla og rasskella þá.

VB-097 1990 Ford Mustang með Vortech Blower, Hvítur (átti hann í 8 ár)
Þetta var BABY-ið mitt, sé mest eftir þessum bíl. Ég var kominn með yfir 1.3 miljónir í vélarbreytingum og ca 1 millu í fjöðrunar breytingar, plús enn meiri græjur í hann en Skóda bílana. Var að bústa ca 12psi á vélina og fór á háum 12 sec 1/4 míluna bara á þeim dekkjum sem hann var á, ekkert preppaður fyrir kvartmíluna. Kepti á honum í kvartmílu 2 skipti og í græju kepnum og sótti minnir mig 3 sæti í hljóm gæðum og db flokk í fyrstu græju keppni á landinu. Bílinn var Dínóaður úti eftir hluta af breytingunum í 389 HÖ út í hjól (svo flutti ég hann heim og eftir það breytti ég honum talsvert. Þessi bíl var SCARY kraftmikill. Það eru ALLT of miklar breytingar til að telja upp hér, eða ca 2 A4 Bls af breytingum. Ég á margar svakalegar sögur með þennan bíl... Var samt bara einusinni stoppaður og sviftur ökuréttindum á honum, ansi magnað... Það er reyndar því einhverj 3 önnur skipti náði loggan mig ekki... Ekki frigginn séns.

R-97 1974 Ford Bronco sem ég og pabbi eigum, 35"
Þetta er bíll sem er enn í eigu okkar pabba. hann er búinn að vera í fjölskilduna síðan afi keypti hann nýjan 1974. Ég lét breyta honum á 35" (á 2 ganga: Mickey Thompson HP og Uniroyal mícróskorin og nelgd) og seta í hann 6 puntka veltibúr. RAncho RS 9000 Stillanlegir demparar eru í honum, nýjir Moog fram gormar, fjaðrir að aftan með auka augablaði, hásing að framan úr 78 Bronco með diskhemla, einnig vacuum aðstoð á bremsum úr "78 Bronco. Við pabbi innréttuðum bílinn upp á nýtt með nýjum stólum og áklæði á hliðum og gólfi. Ég tók upp vélina sjálfur og að sjálfsögðu svín tjúnaði hann. setti fullt af flottu stöffi í hann, tók eitt sinn ferð á honum út 1/4 míluna og orginal dekkjunum í "D" á sjálfskiptinguna og fór 14.01 sec... Það telst bara fjandi gott held ég á 2 tonna flikki sem er eins ferkantað og kassi. En ég gerði vélina þannig að hún þolir vel ca 7.000 RPM með dóti úr BOSS 302 meðal annars. ég áttaði mig fljótlega á því að ég þurfti ekki drifhlutfalla breytingu á 35" eftir að ég tjúnaði vélina. Það stendur til að fara í einhverjar úrbætur á riði eftir að pabbi er kominn á eftirlaun. En ég á nánast allt úr plasti til að seta utan á hann. Svo er að sjálfsögðu einvherjar græjur í honum með 8" keilu og 6 CD spilara og eitthvað smotterí. Svo á ég einhverstaðar sérsmíðaða vatnshelda kveiju í hann úr Marín vél með innbygðu háspennukefli með flýtingu fyrir nákvæmlega minn mótór. Sendi út allar uppl. um bílinn og vél og fékk þessa kveikju.

PO-913 1998 GMC Suburban
Átti þennan bíl í ca 1 eða 2 ár, fékk hann upp í Mustanginn. Það var ljúft að aka honum en þetta er enginn smá prammi að ferðast á í bænum til og frá vinnu, það var ekki alveg að ganga. Minnir að hann var á ca 31" eða 32" og mjög vel búinn.

MT-645 GMC Siera 33" man ekki árgerðina
Flottur pickup sem ég fékk svo upp í Suburbaninn, sem ég lánaði pabba að mestu. Fékk á móti 1993 Grand Cherokee í láni frá pabba.

ZS-222 1993 Grand Cherokee / 4.0L
Var á þessum í dágóðan tíma og gerði ýmislegt við hann, 31" breytti og filmaði rúður, setti í hann fjarstart, græjur, heilsprautaði, þetta var mjög duglegur bíll en eyddi alltaf aðeins meira en maður hefði viljað enda alltaf í 4x4. Hann er enn í eigu pabba eins og er.

SN-906 2005 Mazda 2 / 1.6L
Átti þennan bíl í ca 1 og hálft ár, rosalega sprækur og gott að keyra hann, mjög gott notagildi og rúmgóður smábíll. Eyddi frekar litlu. Væri alveg til í að eiga aftur svona bíl sem bíl nr. 2 á heimilinu.

GX-857 1997 Súzuki Sidekick Sport 33"
Þið þekkjið þennan á kynninguna mína hér.

Læt þetta duga að sinni.
Kveðja,
Tryggvi

[ Edited Mon Nov 08 2010, 10:12p.m. ]
Back to top
jeepson
Tue Nov 09 2010, 04:34p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Bíll nr 28 hjá mér er skoda felicia pickup 97 ekin tæp 86þús bíll nr 29 er nissan patrol 94 (96 kram) 38" ekinn rúm 207þús Og vonandi verðu bíll nr 30 suzuki fox. Er en að bíða erftir með þann ákveðna bíl

[ Edited Tue Nov 09 2010, 04:34p.m. ]
Back to top
Svenni250
Tue Nov 09 2010, 05:16p.m.
Registered Member #383

Posts: 72
sælir spjallvejar ekki hef ég átt marga bíla en herna koma þer

1.bílinn minn Bmw 318 1993 árg farinn


2.Volvo s80 t6 1999 árg á en


3.Suzuki Sidekick 33" 1995 árg á en


4.Svo á ég þenan traktór Deutz 1955 ákvað að henda honum inn lika



Back to top
einarkind
Mon Nov 22 2010, 01:21p.m.
einarkind
Registered Member #56

Posts: 244
nau naujj er þetta ekki 11 hestafla 1 cly loftkældur deutz á líka einn svona inn í skúr
Back to top
Guðni
Tue Nov 23 2010, 03:20a.m.
Registered Member #20

Posts: 28
1. bíllinn var Rover Mini '95 og ég á hann ennþá í dag, þess má geta að akkurat í dag eru 3 ár síðan ég keypti hann.


Suzuki Vitara '95 stutt á 33" - Seldur


Subaru 1800 station '91 - Seldur, ónýtur í dag


Suzuki Vitara '90 36" - þessi gerði oft lítið úr 44" bílum - Seldur með söknuði, er fyrir austan fjall í dag skilst mér


Subaru Brat '91 - Seldur


Subaru 1800 Coupe '86 - rallycross bíll, á hann ennþá í dag og er til sölu á 100 þúsund kall


Subaru 1800 Turbo '85 - Partabíll - búið að henda


Subaru 1800 '87 - Alnæmi 59 - á hann ennþá í dag, í hann er komin vél úr Subaru Imprezu '99



Svo vantar inn í þetta eitthvað sem ég á ekki mynd af.
t.d.
Subaru Legacy '97 partabíll
Subaru Legacy '95
Subaru 1800 partabíll
Suzuki Vitara 35" [XX-891] er númerið á þeim bíl minnir mig
Suzuki Sidekick partabíll
Back to top
Svenni250
Tue Nov 23 2010, 12:20p.m.
Registered Member #383

Posts: 72
einarkind wrote ...

nau naujj er þetta ekki 11 hestafla 1 cly loftkældur deutz á líka einn svona inn í skúr


juju flottar græjur
Back to top
Carlit0
Tue Nov 23 2010, 12:58p.m.
Registered Member #324

Posts: 21
ég hef nú ekki átt marga en hér koma þeir..
Peugeot 309 '87 hann var svona smá flipp það má segja það tók hann og gerði hann svoldið mikið upp og eins og vinir minir kölluðu hann hórukassann:D allur í einhverjum neon ljósum og kladdi hann allan að innan með loðnu sebra áklæði en þetta var skemmtilegur flipp tími hehe...

Peugeot 205 '94 eða '95
Peugeot 205 GTI '92 varahlutabíll
Golf GT '93 á að eiga mynd einhverstaðar veit ekki hvar...
Suzuki Vitara '94 sem ég er á í dag...
Back to top
Gunnigunnigunn
Mon May 30 2011, 11:32p.m.
Registered Member #721

Posts: 28
Skemmtileg lesning. Á mynd af alls ekki svo mörgum bílum sem ég hef átt, finnst það miður en eitthvað er til þó.
Fyrsti bíllinn var samt Volvo 460(túlípani) 1993 árgerð
1800 beinskiptur. Með pleðuráklæði og leopard munstri. Fannst reglulega vænt um þann bíl, hehe.
Svo tók við tími þar sem VW heillaði og átti ég svona 3-4 í einu(allir gætu flokkast sem partabílar en var þó G6058 sem allt það snerist um. Rauður GTI 16v MK2 Golf. Allir hinur voru bara til að fóðra hann á pörtum, aðrir GTI, GT og GL bílar sem voru kláraðir og sameinaðir í allskyns pælingum.

Sé enn eftir þeim bíl, var bæði mjööög fljótur frá a-b(krókaleiðirnar) og fullur af karakter. (ef þú átt MK2 skel vil ég hana)
Keypti mér svo skemmtilega breyttan Cherokee sem mér fannst gaman af enda bensín ódýrt á þeim tíma(38tommur, 351W/c4)
Svo átti ég allt frá Lapplanderum(C202) til Ford F150, RAV4 til Volvo 245, Bmw E30(x3), E32, E34 , Volvo 240turbo, 740 turbo, 745 turbo og 850 T5R, Skoda ýmsa og Hyundai einnig. Hef aldrei verið merkistryggur, meira svona keypt mér bíl af einhverju tilefni og af fylgni við forvitnina.
Og ameríska frá flestum framleiðendum. Hef aldrei átt franskan bíl samt, finnst það merkilegt. :S

Á myndir af einhverjum þeirra ef einhverjir hafa áhuga.

[ Edited Mon May 30 2011, 11:39p.m. ]
Back to top
jeepson
Tue May 31 2011, 09:51p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Jæja. Bíll númer 30 hjá mér varð því miður ekki fox/samurai. en hinsvegar varð það lancer station 4x4 96 módellið. En maður vonar þá að bíll númer 31 verði foxari
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design