Svona smá spurnig hvað gera flægur í bílum. Og er hægt að setja þær í allar sukkur. Og er að þá erfit. Veit nefnilega ekki mikið um þetta og langar að fræðast.
flækjur auka útblástur og minka viðnám held eg bara og já þú getur feingið flækjur í flestar súkkur. færð líka flott hljóð ef pústið sjálft er rétt smíðað, eg er með flækjur í samurai hjá mér og yfir 2" púst
Flækjur gera ekki baun i bala fyrir n/a g16b mótor ef þú ert með sidekick/vitara.
Auk þess eru þeir orginal með fínustu flækjur nema þú sért með 8 ventla vél með klósettinnspítingu eða blöndung.
Aftermarket flækjur gætu verið góðar á vitöru vél ef búið er að setja í hana heitan ás eða porta heddin. Að öðru leiti ekki.
Orginal koma þeir með cast-iron 4-2-1 flækjur sem virka feykivel, mana þig að prufa að skella baleno pústgrein(hún passar) án flækja og keyra, það er finnanlegur munur. Já virkilega...
nei auðvitað trúirðu því ekki, en prufaðu það
en þetta er óþarfa peningasóun nema auðvitað greinin sé sprungin eða lekandi...
ATH það ofantalda á bara við um 1600 vitoru/sidekick, hitt kann ég ekkert á
Hmm, já, flækjur... Fínustu svör hér á undan svo sem, en ef þú ert að óska eftir smá fræðslu um flækjur þá skal ég reyna mitt besta.
Flækjur eru í raun annað heiti yfir pústgrein. Flestir framleiðendur hanna og búa til/láta búa til pústgrein/flækjur sem henta vinnslusvið vélarinnar sem best og endast sem best og eru sem hávaða minnstar.
Á óbreyttri vél er kannski ekki beint rétt að segja að ný pústgrein/flækjur myndu búa til afl, en réttara væri að segja að þær breyti vinnslu svið vélar (til dæmis auka tog á vissum snúning eða auka hestöfl á vissum snúning, en á móti getur minkað á öðrum vinnslusviðum) og/eða varna þvingun sem gæti verið til staðar. Með þvingun þá á ég við að ef orginal pústgreining er þröng eða með óheppilegum beygjum, þá getur hún þvingað útblásturinn og valdið minniháttar afl missir eða tafið losun á útblástur. Einnig kemur fyrir að það er viljandi þvingað eða búið til á ódýran hátt til að minka hávaða eða gera bílinn ódýrari. Í þannig tilfellum þá getur það virkað vel að fá flækjur sem eru vel hannaðar.
Vel hannaðar flækjur eru venjulega ekki ódýrar, enda búnar til úr mun dýrari efnum en orginal og búið að eiða fullt af tíma í að prófa mismunandi lengdir, sverleika og annað til að finna bestu hönnun á tiltekna vél.
Ég hef persónulega reynslu af því að seta flæjur á nokkrar mismunandi gerðir af bílum, bæði ódýrar og dýrar og í öllum tilfellum komu dýrari flækjurnar aðfinnanlega betur út. Aftur á móti hef ég einungis fundið flækjur á 1.6L súkku vélar (ekki aðrar vélar) þannig að það er ekki til mikið úrval af þeim. Engu að síður eru til bæði "long tube" (langar flækjur) sem auka oftast tog á heppilegum snúning og einnig hef ég séð "Try-Y" flækjur fyrir 1.6L sem eru nokkuð sniðug hönnun sem gerir það að verkum að tvö útblásturs op tengjast saman og önnur tvö tengjast saman, síðan tengjast þau tvo púst greinar rör saman í eitt neðar. Semsagt það myndast "Y" úr tveim "portum" sem eru þá tvö "Y" og svo tengjast aftur í annað "Y" sem gerir það þriðja. Þessi hönnun er talin af fræðimönnum vera ákjósanleg til að eitt útblásturs op aðstoði í raun hitt opið að tæma sig sem veldur hraðari losun útblásturs (ekki meiri útblástur) sem eykur nýtingu vélar, sem veldur því að það geti fræðilega minkað eyðsla og aukist afl. Raunin er samt oftast að með aukið afl stígur maður meira á pinnan og þá eyðir bíllinn meira
Miðað við það að horfa á orginal pústgrein á mína 1.8L vél þá virðist hún ekki vera mjög þvinguð og ég tel litlar líkur á því að það myndi muna miklu að seta á þá vél flækjur, bara mín skoðun.
Ef þú ert aftur á móti búinn að breyta vél mikið, til dæmis með annan knastás, stærri ventla eða nítró eða eitthvað annað, þá gæti endað með því að flækjur væru nánast skylda. því þá hagar vélin sig allt öðruvísi en upphaflega var ætlað og þá geta flækjur nánast búið til afl.
Að lokum þá er venjulega ekkert allt of erfitt að seta flækjur í bíl, nema það sé ROSALEGA þröngt að komast að pústgrein eða ef OFBOÐSLEGA langar flækjur eru settar í. Annars er þetta mjög svipað og að skipta bara um pústgreinina.
ég veit ekki mikið um flækjur en eftir að ég prufaði tvær vitörur með sömu vél, önnur með flækjur hin bara orginal þá fann ég mun á enda afli og togi í lágum snúningum með flækjurnar. Það voru 4-1 flækjur
Svo á ég 4wd rollu með 20ventla 4age mótor, áður en ég setti hann í var ég með gamlan 16ventla 4age mótor og ég var með orginal pústgrein á mótornum sem var langt frá því að kallast flækjur og eftir að ég setti 4-2-1 flækjur þá fann maður gott spark í efstu snúningunum eins og vélin sé að halda inni andanum og verði svo að blása frá sér en nánast eingan mun í lágum snúningum.
Best væri fyrir þið að fá að prufa bil eins og þinn með flækjur þá finnurðu muninn
Virkni í góðri pústgrein =flækjum, felst í því að það myndast nokkurskonar sog í hverju röri þegar útblástursventlar eru opnir. Þetta sog (jector) gerir það að verkum að vélin blæs út afgasinu við minna viðnám en væri til staðar á pústgreinarlausri vél þar sem heddið puðraði beint út í loftið. Vandamálið við flækjusmíð felst í því að þessi hámarks jectorvirkni fæst ekki nema á þröngu snúningsviði, sem ræðst af lengd og sverleika flækjunnar. Til að mæta þessu er gjarnan notaðar Y flækjur sem hafa nk tvö idal jector mörk. Það má í raun segja að pústpúlsi sem "skotið" er út eftir rörinu, myndar á eftir sér sog sem "dregur" næsta útblásturspúls út á eftir sér osfrv. Einfalsdasta aðferðin til að meta flækjur er að mæla hvort öll rörin séu jafn löng, -ef ekki er ekki mikið vandað til verksins. 1300 cc vélin í fox var hætta ð gera nokkuð af viti við ca 4.000 snúninga, en með góðum flækjum var bullandi vinnsla langt yfir 5.000 snúninga. Sú vél virkaði ekki rassgat flækjulaus. Þekki ekki 1,6 L Vitara en 2,7 L V6 Vitara er með verulega ljótar pústgreinar + 2 hvarfakúta + 3 hljóðkúta og eyðir eins og enginn sé morgundagurinn.... Held að sú vél sé álitleg þegar búið er að henda pústinu frá heddi og afturúr....