Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Ragnar Karl
Wed May 11 2011, 11:38p.m.
Registered Member #153

Posts: 8
Sælir félagar.

ég er að klóra mér í hausnum yfir rafmagnsveseni í bíl hjá frænda mínum.

Þetta er V6 2.0 Vitara árg.97

Bíllin var búinn að standa í sirka 2vikur. Hann startaði ekki nema með köplum. Þegar ég mældi bílinn áðan heldur geymirinn 12,7V en dettur í 11,8V við álag. En í mælaborðinu þegar ég svissaði á hann var einsog engin væri geymirinn, engin ljós og ekkért.
Við gáfum honum start og hann ríkur í gang, öll ljós kvikknuðu þegar kaplarnir voru komnir á, eftir eina mínútu var dinamoinn farinn að gefa 14.4V svo hann er í lagi. Ég ættlaði að prufa að setja á hann álag og hennti miðstöðinn í botn en þá steindrapst á bílnum.
Ekkért gerðist þegar ég svissaði á hann eða reyndi að starta, enginn ljós og ekki neitt, nema stöðug og góð spenna er á geyminum 12,6V

Hvað segið þið, Startpungur, svissinn, startararely eða staða himinntunglana?

Kv. Ragnar Karl
Back to top
Hafsteinn
Thu May 12 2011, 10:48a.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Ég myndi giska á ónýtan geymi sem gefur engan straum, en sýnir fulla spennu, og þess vegna virkar hann á köplum en þegar kaplarnir eru aftengdir og álag sett á kerfið, þá deyr hann strax. Hugsa að það væri allavega ódýrasta og einfaldasta lausnin fyrir þig að prófa að henda einhverjum öðrum geymi í bílinn og sjá hvað gerist..

Svo getur staða himintunglanna haft þessi áhrif..
Back to top
Sævar
Thu May 12 2011, 12:15p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ég myndi líka skoða jarðkapalinn vel og í raun báða kaplana að þeir séu þéttir við geymapólana og jörðin vel tengd í boddí og vél(efri startarabolti)

Það virðist hafa orðið spennurof hjá þér þegar þú settir álag á rásina og því drepist á bílnum, nema geymirinn sé svona hand ónýtur að hann leiði beint á milli.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design