Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Hafsteinn Ingi Gunnarsson << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Hafsteinn
Tue Oct 13 2009, 06:04p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Sælir súkkufélagar.

Ég hef verið að draga þessa kynningu þar sem ég er ekki enn kominn með súkku en ég bara get ekki dregið þetta lengur þar sem ég er orðinn húkt á þessa síðu =P

En ég er að leita og er bjartsýnn á að ná einhverjum "góðum" bíl fyrir veturinn

En allavega, Hafsteinn heiti ég og er fæddur á því merka ári 1992. Ég bý í Reykjavík en á í horn að sækja í Borgarfjörðinn. Ég hef verið með súkkuveikina í amk 2-3 ár, og loksins ætla ég að láta af því verða að fá mér grip. Ég hef aldrei átt suzuki jeppa, en félagi minn á Suzuki Fox sem er í mjög döpru ástandi og þarfnast stöðugs viðhalds (hangir saman á ryði í orðsins fyllstu merkingu). Hann er ekkert svakalegt "fan" af þessum bílum og nennir voða lítið að gera í honum, en súkkan er alltaf sett í gang á veturna og skrölt af stað þegar snjóar (og gert við nokkrum sinnum)

Ætli maður verði ekki að láta þetta duga í bili þangað til maður dettur niður á eitt stykki Foxara/samurai. Þá kem ég pottþétt með þrusu kynningu á bæði mér og ökutækinu.. =)
Back to top
Sævar
Tue Oct 13 2009, 06:13p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Flott að sjá svona áhuga. Velkomin við hljótum að geta fundið einhvern fullorðinn jeppa fyrir þig.
Back to top
Valdi 27
Tue Oct 13 2009, 06:41p.m.
Registered Member #48

Posts: 215
Velkominn vinur. Hérna, þig langar ekki í 96árg, af vitöru
Back to top
Hafsteinn
Tue Oct 13 2009, 06:53p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Tjah, ég er meira fyrir gamla góða foxinn/sammann..
Vil helst eitthvað sem ég get gert við og gert upp sjálfur. Gert við með grjóti og breytt að vild..

Takk samt
Back to top
olikol
Tue Oct 13 2009, 07:18p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Ein 413 Háþekja á Hólmavík sem fæst örugglega keypt á 30Þ með innifaldna sendingu í bæinn. Svo er líka einn Samurai á Hvammstanga
Back to top
Hafsteinn
Tue Oct 13 2009, 07:25p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Veistu eitthvað meira um þessa bíla? Breyttir? Gangfærir? Heilir? Myndir? =)
Back to top
Valdi 27
Tue Oct 13 2009, 07:38p.m.
Registered Member #48

Posts: 215
Heyrðu, ekkert mál vinur, langaði bara að spyrja a þessu
Back to top
gisli
Tue Oct 13 2009, 08:53p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
olikol wrote ...

Ein 413 Háþekja á Hólmavík sem fæst örugglega keypt á 30Þ með innifaldna sendingu í bæinn. Svo er líka einn Samurai á Hvammstanga


Maður getur treyst á Ólaf, hann er með innbyggðan súkkuradar og súkkulandakort.
Back to top
Aggi
Tue Oct 13 2009, 11:26p.m.
Rauðhaus
Registered Member #13

Posts: 270
allt saman stolið úr hausnum á yfirkolinu
Back to top
Hafsteinn
Mon Oct 19 2009, 06:33p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Valdi 27 wrote ...

Velkominn vinur. Hérna, þig langar ekki í 96árg, af vitöru

Heyrðu, ég skipti um skoðun =P
Hvað ertu með handa mér?
Back to top
Valdi 27
Mon Oct 19 2009, 10:48p.m.
Registered Member #48

Posts: 215
ég veit um V6 vitöru sem er til sölu, ég ætlaði að taka myndir um síðustu helgi og auglýsa hana fyrir frænda minn en gleymdi myndavélinni. reyni bara að redda myndum sem fyrst
Back to top
Hafsteinn
Mon Oct 19 2009, 10:54p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Endilega.. láttu mig vita.. ég er opinn fyrir öllu. Er hún eitthvað breytt?
Back to top
Valdi 27
Wed Oct 21 2009, 09:18p.m.
Registered Member #48

Posts: 215
Heyrðu nei, hún er ekkert breytt en hún átti að fara í breytingu og var búið að kaupa dekkjagang undir hana, en svo náðist að snúa drengnum þannig að hann keypti eina 37" breytta í staðinn
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design