Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
UnnarF
Mon Nov 02 2009, 12:52a.m.
Registered Member #117

Posts: 2
Sjæler spjallverjar. Leita eftir einhverjum gúru sem gæti skotið á smá vesen hjá mér. Þannig er mál með vexti að það kviknar ekki á dagljósunum hjá mér, þ.e.a.s. háu ljósin virka en ekki lágu. Er ekki allveg viss hvað gerðist en fyrri eigandi sagðist hafa verið að fikta í spilaranum (set nú smá spurningarmerki við það). Er búinn að tékka á öllum öryggjum inní bílnum, og er ekki allveg viss hvað næsta skref er.

Kv. Unnar
Back to top
Sævar
Mon Nov 02 2009, 07:22a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405

Það er mjög algengt að dagljósabúnaðurinn, tengið inn á aðalljósarelay rás 87a eða 86 minnir mig gefi sig, sérstaklega ef bíllinn er með tengil fyrir kerru sem er eitthvað varhugaverður.


Kviknar annars á ljósunum ef þú snýrð ljósarofanum í stýrinu?


Sidekick er ekki orginal með þennan búnað þannig hann þarf hann ekki fyrir skoðun, þ.e.a.s. ef ljósin kvikna með því að snúa rofanum.
Back to top
hilmar
Mon Nov 02 2009, 07:55p.m.
Registered Member #24

Posts: 155
Ath líka perurnar þær voru gjarnar á að springa í þessum gamla búnaði sérstaklega ef þær urðu fyrir spennufalli í starti. Annars hlítur D+ merkið að vanta ef relay-ið er í lagi.
Back to top
kolbeinsson
Mon Nov 02 2009, 08:20p.m.
Registered Member #46

Posts: 52
Hvernig möndlar maður dagljósabúnað í svona græju? Er það nokkuð mál?
Back to top
hilmar
Mon Nov 02 2009, 10:06p.m.
Registered Member #24

Posts: 155
Nei það er ekki svo mikið mál 3 til 4 relay og eitthvað möndl, láta D+ stýra þeim og svo er bara hvort lági geyslin sé á 1 eða 2 öryggjum og eins með parkið. þá þarf að setja 1 relay fyrir H/lága og eitt fyrir H/park og svo fram. og auðvitað öryggi á milli.
Back to top
thorri
Mon Nov 02 2009, 10:43p.m.
thorri
Registered Member #10

Posts: 49
Ég fiktaði mikið í spilara rafmagninu hjá mér áður en hann virkaði með ljósunum á þetta andsk drasl
Back to top
UnnarF
Tue Nov 03 2009, 03:58p.m.
Registered Member #117

Posts: 2
Jæja, það er enginn spilari í bílnum eins og er, þannig það kemur málinu ekkert við. Mér finnst eins og sumir ykkar haldi að ég sé að tala um að það kvikni ekki á ljósunum sjálfkrafa, það bara hreinlega kviknar ekkert á lága geislanum, ekki heldur mælaborðsljósinu, né stöðuljósunum. Allar uppástungur þegnar með þökkum.
Back to top
Sævar
Tue Nov 03 2009, 03:59p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Smellur ekkert í relayinum þegar þú snýrð ljosarofanum?

Það er skrúfað í boddý neðan við vélartölvuna hliðiná kúplingspedalanum. Eða var það í mínum sidekick.


Þar á að smella þegar þú snýrð frá stöðuljósum að aðalljósum með rofanum.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design