Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Sverrir Snær / Snæuglann << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
snæuglann
Tue Apr 10 2012, 02:26p.m.
Registered Member #976

Posts: 27
Sælir Súkkudrengir
Sverrir Snær heiti ég og er 83 árgerð af Húnvetning á yndislega konu og 2 flotta ferksa gutta

Jæja nú er maður loksins kominn aftur á alvöru bíl í jeppasportið sem kemst allt og setur mann ekki á hausinn ( tek framm að ég var að skipta út lc 90 sem ég er að taka í gegn fyrir súkku ) Eftir langa og erfiða bið náði ég loksins að braska mér til súkku á ný , hef á átt nokkra frá unga aldri ( fox, samurai, vitara stutt, sidekick stuttur allir breyttir fyrir 35" ) og get ég sagt að þetta eru einu sterkustu bílar sem ég hef kynnst og hef átt nokkuð marga bíla í gegnum tíðina .

súkkan er af gerðinni Sidekick 92 árgerð 4 dyra ekin 160.þúsund og sýnist mér hún vera með stóru 33 breytinguna og er á 15" breikkuðum og styrktum felgum sem að mínu mati eru of mikið fyrir hana og er ég að leita mér að örðum felgum


Mun reyna að skella inn myndum af djásninu svo menn geti séð og einnig fylgst með því ég ætla mér að dunda eitthvað í henni og gera hana sæta og fína

vantar t.d kastargrind og kassa aftaná bílin ef einhver er með á lausu og vinstra frambretti, einnig langar mig að setja eins ný og þægileg sæti og ég get í hann án þess að þurfa breyta helst neinu, ef einhver er fróður um hvaða sæti passa þá má hann endilega deila þeirri visku.

Einnig sá ég að taka þyrfti framm ef maður vildi inngöngu í klúbbinn og óska ég eftir því hér með + einn sem er alltaf með og er súkkusnillingur ( getur gert við þær í gegnum símann )


óska einnig eftir súkka.is límmiðum í afturrúðu og á hliðar bílsins fyrir neðan lista


sverrir83©gmail.com
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design