Nýtt hæðarmet á bíl Þetta er auðvitað alltof fyndið til að skrifa ekki um það. Í marsmánuði 2007 kostaði Chrysler 20 manna hóp á sjö Jepp Wrangler Unlimited 2007 bílum og var kostnaðurinn upp á hálfa miljón evra. Átti hópurinn að setja nýtt hæðarmet á bíl á fjallinu Nevado Ojos del Salado í Chile (fjallið er 6891metri á hæð) Þessi þýski hópur á óbreyttum Jeep Wrangler (þeir koma orginal með driflæsingum ofl. og voru á sérútbúnum dekkjum) komst í 6646 metra hæð og setti þar upp skilti sem á stóð “ Aðeins stæði fyrir Jeep, það kvort eð er kemst enginn annar hingað”. Tæpum mánuði seinna fóru tveir galvaskir menn þetta á breyttum Suzuki SJ 413 árgerð 1987 og slógu metið og náðu 6688 metra hæð . Það besta er að þeir fundu skiltið sem Jeep liðið skildi eftir og tóku það með sér heim sem minjagrip. Það er alveg öruggt að þeir hjá Chrysler hafa ekki verið ánægðir með að láta eyðileggja fyrir sér metið og alla athyglina sem því fylgdi og það aðeins mánuði seinna af tveimur mönnum með 5000 dollara í útlagðan kostnað. Þetta er græjan sem fór upp.
Þetta er auðvitað þvílíkur húmor að annað eins þekkist held ég ekki. Og flott skot á JEEP. Mig minnir að ætlunin hafi verið að þýða þessa grein yfir á Ístungumálið og setja inn í Greinasafn síðunnar sem einnig er í vinnslu, þetta er nú ekki langur texti, verst hvað maður er tæpur i enskunni bara.