Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
EiríkurIngi
Thu Mar 06 2014, 05:27p.m.
Registered Member #1255

Posts: 13
var að keyra um núna áðan og fann fyrir því örstutt þegar ég var að setja í annan gír að það kom hökt, bara einu sinni samt, svo keyrði ég alveg í um hálftíma án þess að þó skipta úr fimmta gír, svo þegar ég var kominn í bæinn og farinn að skipta nokkuð um gír þá fór hann að gera þetta oftar og með enn lengra hökti í einu, svo að lokum kom check engine ljós svo ég hélt beint heim á leið, en á leiðinni þangað varð þetta það alvarlegt að bensíngjöfin hætti að virka í svona 2-5 sekúndur í einu, stuttu seinna virkaði hún bara alls ekki, en ég kom honum loks í gang og komst heim. Þannig að þetta lýsir sér bara þannig að það er einsog bensíngjöfin bara hætti að virka.

Það sem mér dettur í hug er hvort þetta sé bensínsýjan, en hann er ekkert að freta neitt þegar bensíngjöfin virkar, eða ekkert kraftminni á neinn hátt... þetta er bara on eða off.

Einhver ráð?
Back to top
Brynjar
Thu Mar 06 2014, 10:19p.m.
Registered Member #26

Posts: 445
bensíndælan gæti verið að syngja sitt síðasta.
Back to top
Aríel
Thu Mar 06 2014, 10:39p.m.
Registered Member #408

Posts: 81
gæti verið eitthvað drull líka á flakki í síunni, gætir prófað að blása hana og sjúga í allar áttir og jóðla henni aftur undir...
Back to top
EiríkurIngi
Fri Mar 07 2014, 09:09a.m.
Registered Member #1255

Posts: 13
Já, ég ætla að athuga með síuna á eftir, vona að dælan sé ekki að fara, nenni ekki að rífa allt til að komast að henni. Þetta er Vitara 1998 1600 beinskiptur.
Back to top
Sævar
Fri Mar 07 2014, 05:34p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
þetta gæti líka ekkert síður verið kveikjuvandamál, þá tengt rakastigi t.d

getur prufað með bílinn í gangi að sprauta volgu vatni yfir kveikjuþræði og lok
Back to top
EiríkurIngi
Fri Mar 07 2014, 11:00p.m.
Registered Member #1255

Posts: 13
ég er búinn að finna út hvað þetta er, þetta reyndist vera loftflæðiskynjarinn. Einhver olía frá vélinni hefur verið að villast og hefur lekið niður að loftflæðiskynjaranum. Sennilega hallaði bíllinn of mikið framm hjá mér um daginn þegar ég fór ofaní einn lækinn. Ég tók þetta allt í sundur og þreif vel og bílinn gengur einsog klukka Takk fyrir ábendingarnar.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design