Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Jon007
Sun Jan 05 2014, 01:02p.m.
Registered Member #1146

Posts: 75
Góðan dag félagar.

Ég er búinn að redda mér (bara eftir að sækja) 1600 vél sem ég ætla að setja í samurajinn hjá mér.
Vélin er að mig minnir í sidkick bíl... EN það er ekki orginal vélin í þeim bíl og eigandinn mundi ekki úr hvernig sukku vélin kom... það pössuðu ekki öll plöginn þanig að ekki er allt teingt en hægt að láta hana ganga þó ekki sé hægigangurinn fallegur.

Og þá kemur stóra spurninginn hvernig er þægilegast fyrir mig að komast að því úr hvernig bíl þessi vél kom? er hægt að finna númer á vélinni og fletta upp öllu út frá því??

kv.
Júlíus


[ Edited Sun Jan 05 2014, 01:03p.m. ]
Back to top
Sævar
Sun Jan 05 2014, 08:56p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ef þú ætlar að redda þér rafkerfi úr svipuðum bíl þá væri þér næst að fá soggrein með rafkerfinu, þá eru öll þín vandamál leyst, svo lengi að tengi á kveikju séu eins
Back to top
Jon007
Sun Jan 05 2014, 11:17p.m.
Registered Member #1146

Posts: 75
Ég fæ allan bílinn og rafkerfið... þarf bara að finna út hvaða það er sem er ekki tengt og hvert það á að fara
Back to top
Sævar
Mon Jan 06 2014, 07:11a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ef soggreinin og kveikjan fylgir bílnum sem þú færð þá lendirðu pottþétt ekki í neinum vandræðum

Ég er ekki viss um að þu getir fundið uppruna vélarinnar með því að fletta henni upp, en svo er það nú bara málið að það eru til uþb. 7 rafkerfi mismunandi í þessum árgerðum af súkkum og þau virka ekki saman, hinsvegar passa soggreinar yfirleitt á billi heddanna með örfáum undantekningum og þá eru blokkirnar alltaf þær sömu
Back to top
Jon007
Mon Jan 06 2014, 11:30p.m.
Registered Member #1146

Posts: 75
Bílinn sem ég fékk var set ný vél í og átti að gera hann upp en var aldrey klárað.

Vélin sem er í bílnum passar ekki alveg við rafkerfið. Hún var set í og það passaði ekki alveg, sá að 2 nemar voru ekki teingdir og fann 2 plögg ekki í sambandi. en vélin fer í gang en gegnur reindar ekki alveg rétt og vélarljósið logar.

Ætti þá ekki að vera hægt að mixa rafkerfið og vélina saman??

Back to top
Sævar
Mon Jan 06 2014, 11:56p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
ábyggilega, það gæti reynst erfitt fyrir okkur að svara því, sú lausn sem ég stakk upp á er eflaust ákjósanlegri nema þú getir svarað þinni spurningu sjálfur, og kannski greint hvaða skynjarar það eru sem ekki passa við tengingarnar og hversu mikilvægir þeir kunna að vera
Back to top
Jon007
Tue Jan 07 2014, 12:45a.m.
Registered Member #1146

Posts: 75
Skinjararnir sem ég sá eru:
framan á soggreininni efst eru 2 eins vakumnemar með 2 pinna tengi og 2 eða 3 vakumleiðslur frá þeim... annar þeirra var ekki tengdur.
Svo var annar fyrir 2 pinna tengi réttfyrir neðan við vaslásinn... örlítið neðar og til vinstri við hitaneman... held reindar að ég hafi seð plögg sem gæti farið hann ef leiðslan er lögð öðruvísi að honum

Þarf að legjast yfir teikningar þegar ég verð búinn að ná í bílinn svo maður hafi allt viðhendina og vonast til sð maður skilji þær... hehe

Borgar sig líklega að taka vélina ekki úr bílnum fyrr en maður hefur fengið hana til að ganga eins og maður vill

Hvernig ætli sé að fá tölvu til að lesa svona bíla og hvað ætli þær kosti?
borgar sig líklega að hafa eina við hendina þegar maður fer í rafmagnið
Back to top
Sævar
Tue Jan 07 2014, 06:44a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þessir tveir rofar eru ekki alls kosta mikilvægir, annar er "púlsari" fyrir afgas á bensíntank og hann skammtar vacúm inn á bensíntankinn þegar vélin gengur yfir 1400 sn á mín

Hinn stillir vacúm inn á bensínþrýstingsrofa og opnar þennan rofa svolítið þegar bíllinn gengur hægagang
Back to top
Jon007
Sun Jan 12 2014, 09:21p.m.
Registered Member #1146

Posts: 75
Fer og skoða þetta núna efgtir helgi.

Hvernig er það borgar sig að skifta um kúplingsdisk þegar skift er um vél? eða láta þann gamla duga?

Veit einhver hvað nýir kosta?
Back to top
Sævar
Sun Jan 12 2014, 09:53p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
skiptir bara ef hann er slappur, annars ekki.
Back to top
Jon007
Mon Jan 13 2014, 12:53a.m.
Registered Member #1146

Posts: 75
Þá er ég ekkert að spá í þetta... hann allavega virkaði ágætlega svo eithvað er eftir af honum
Back to top
Jon007
Fri Jan 24 2014, 05:30p.m.
Registered Member #1146

Posts: 75
Jæja þá er vélin komin úr gjafabílnum og stemt á að koma heni á samurajinn í kvöld eða annað kvöld...

Eftir það verður einhver höfuðverkur að tengja allt rafmagnið
Back to top
Fannar
Fri Jan 24 2014, 07:28p.m.
Fannar
Registered Member #519

Posts: 285
Hvað ætlaru að gera í gírkassamálum?, með milliplötu og þessháttar
Back to top
Jon007
Sat Jan 25 2014, 09:17a.m.
Registered Member #1146

Posts: 75
Er með millliplötu sem ég skelli á milli og nota þann gamla áfram
Back to top
Fannar
Sat Jan 25 2014, 12:23p.m.
Fannar
Registered Member #519

Posts: 285
hvar fékkstu hana og hvað kostaði hún?
Back to top
Jon007
Sun Jan 26 2014, 05:25p.m.
Registered Member #1146

Posts: 75
Ég fék hana frá US ásamt vélafestingum og boltum... Er ekki með verðið á hreinu en get reint að grafa það upp... kostaði slatta... EN það líka tók enga stund að skella vélinni í og allt smellpassaði.

[ Edited Sun Jan 26 2014, 05:25p.m. ]
Back to top
Jon007
Sun Feb 09 2014, 10:48p.m.
Registered Member #1146

Posts: 75
Þegar men hfa verð að setja 1600 vélar með inspítingu í samurajinn hvaða bensíndælur hafa men verið að nota??
það er bensíndæla í tanknum fyrir þessar vélar orginal... eru menn að nota þær eða??
Back to top
birgir björn
Sun Feb 09 2014, 11:30p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
settum 1600 vitara dæluna í samurai tánkan
Back to top
Jon007
Mon Feb 10 2014, 12:24a.m.
Registered Member #1146

Posts: 75
Er ekki mikkill þristingur á heni?? þarf þá ekki að vera með mjög góða bensínlögn alla leið að vél?
Back to top
Jon007
Mon Feb 10 2014, 08:38a.m.
Registered Member #1146

Posts: 75
Á einhver eða getur bent mer á upplýsingar um tölvuna í vitöru 1997?
það er mig vantar að fá upplýsingar umþað hvað hver pinni í plögginu gerir... listi væri góður en teikning enþá betri
Back to top
Sævar
Mon Feb 10 2014, 06:09p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það eru til nokkrar gerðir af tölvum í þessa bíla og því þarft þú bara að leggjast í rafmagnsteikningarnar og bera saman við pinnafjöldann í tölvunni hjá þér......

http://www.suzukiinfo.com/
Back to top
Sævar
Mon Feb 10 2014, 06:10p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
þrýstingurinn á bensínlögninni er yfir 30 pund, yfirleitt um 37-41 psi

upprunalegu lagnirnar eru nógu góðar ef þú notar góðar klemmur þar sem slöngur koma upp á....
Back to top
Jon007
Tue Feb 11 2014, 12:01a.m.
Registered Member #1146

Posts: 75
Þanig að ég nota lagnirnar sem eru í samurajinum, færi tek dæluna úr tanknum á vitörunni og fæ extragóðar klemmur í samurajinn og allt verður eins og best verður á kosið... flott...
Back to top
olikol
Sun Feb 16 2014, 01:12p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Þetta er líka mjög flott síða, með allskonar manualum og rafmagnsteikningum
http://acksfaq.com/sitemap.htm

Einnig er hérna Biblían fyrir 1600 swappi, sýnir hvernig á að splæsa og græja allt rafmagnið, en þetta er reyndar fyrir OBD1

http://www.acksfaq.com/pdfs/92-95_16v_Wire_Manual_rev1.pdf
Back to top
Jon007
Wed Feb 19 2014, 09:58p.m.
Registered Member #1146

Posts: 75
Vélin er komin í gang. Á samt eftir að ganga frá ýmsu...
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design