Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Smáauglýsingar :: Bílar
Suzuki Fox SJ410 - seldur << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
webbster
Sun Jun 22 2014, 11:00p.m.
Registered Member #411

Posts: 7
Bíllinn er seldur.


Sælir kæru félagar og kveðja héðan frá Ísafirði
Svo liggur mál með vexti að það fór hjá mér heddpakning eftir mótorskipti í yndislega foxinum mínum og ég tel að mínar hendur séu ekki nógu góðar fyrir þennan flotta grip og fjármálin mín leyfa mér ekki að leika mér eins og ég ætlaði mér, þannig ég hef ákveðið að athuga áhugann á bílnum.

Þetta er sumsé Suzuki Fox SJ410 sem var með 413 krami en ég er búinn að setja aftur í hann litla mótorinn, fjögurra gíra kassann en millikassinn er enþá af 413 kraminu.

árg. 1985 - fornbíll, ég er að borga 13 þús á ári í tryggingar

Akstur. 92.xxx skv mæli, ég er með það staðfest skv skoðunarvottorðum langt aftur í tímann en ég er ekki alveg viss með mótorinn, en mig grunar eitthvað svipað

Ástand. Nokkuð heill fyrir utan að ryð er farið að hrjá boddýið á klassísku stöðunum, en grindin var ryðvarin tvisvar gegnum tíðina þannig að hún er merkilega heil og lítið ryðguð - kram er í ágætu ástandi, demparar ekki uppá sitt besta, en gírkassi, millikassi og kúpling eru solid, en eins og ég sagði hér fyrir ofan þá er farin heddpakning, þannig hann keyrir ekki mikið í augnablikinu.

Hann er á þokkalegum 30 tommu nagladekkjum, en það eru ekki margir naglar eftir, en nóg af mynstri eftir, það eru brettakantar og stigbretti á honum og það var allt rosalega vel gert og hann er ekki farinn að ryðga þar.

Hér er linkur á þráð sem ég póstaði um þennan bíl og þar eru þónokkrar myndir af honum frá því ég fékk hann og þangað til núna.

Ég læt með bílnum auka afturhlera, auka hliðarrúður að aftan, auka farþegahurð ef ég man rétt, mótor, kúplingu og gírkassa úr SJ413.



Ég er búinn að leggja þokkalega vinnu í þennan bíl og hann stendur í augnablikinu óökuhæfur hér á Ísafirði en á númerum með 16 miða. fór meiraðsegja á honum snjóferð (reyndar fyrir mótorskipti) og fór allt sem 35" breyttur sidekick fór.

Endilega hendið á mig tilboðum ef þið hafið áhuga, en bara til að setja einhverja tölu hingað inn þá segi ég bara 150k fyrir allann pakkann

Einar Valur
s: 691-8-691

[ Edited Thu Jul 17 2014, 12:08p.m. ]
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design