Góðan daginn, ég er að velta fyrir mér hvort einhver viti af Suzuki Aerio (Liana, heitir hún oft hér á landi) sem er með þennan 2.3L mótor J23. Ef svo er þá hef ég áhuga á þeim mótor eða bíl svo lengi sem vélin er gangfær (Og ekki ónýt), má vera slitin og þarnast minniháttars viðhalds.
Takk fyrir svarið... Ég hafði fyrir því að panta eina svona vél frá VESTUR strönd Canada (sem kostaði því miður EKKI lítið) og var mun flóknara en ég taldi. Það þurfti einhver leyfi fyrst að koma vélina yfir landamærin til USA, síðan til N.Y. til að koma vélina heim. En hún er komin í Súkkuna og virkar þokkalega. Enda yfir 40+ fet-pund af togi til viðbótar og á 500 RPM lægri snúning miðað við 1.8 orginal vélina.
Núna er bíllinn í alsherjar endursmíðun. Bókstaflega! Það er búið að endursmíða báðar aftur hjólskálarnar, fram gólfið, part af hvalbak, partar af gólfinu hér og þar, hornin að ofan báðumegin að aftan við þakið og svo mætti lengi telja. Allar 4 hliðar hurðarnar nýjar úr umboðinu og góðan aftur hlera af öðrum bíl og sömuleiðis grill. Það eru komnir fleirri hundruð vinnu stundir í Súkkuna sem verður sprautuð í nýjum litum og verður vonandi tilbúinn fyrir sumarið.