Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Tæknilega hornið :: Viðgerðir, breytingar og eilífðarverkefni
35" Sidekick - Rásar soldið (mikið?) << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Vésteinn
Tue Dec 08 2009, 08:59p.m.
Registered Member #127

Posts: 28
Sælir Piltar

Ég er grænn í gegn þannig að endilega segið öll smáatriðin sem jafnvel 6 ára eiga að vita.

Ég var að kaupa 35" breyttan Sidekick - lengri gerðina. 96 árgerð með flækjum, 2,5 " pústi og eitthvað

en allavega þá rásar hann helvíti mikið. Hef reyndar veirð á svakalega stabilílum bíl hingað til þannig að kannski er þetta ekki svo mikið.

En eru til einhver ráð við þessu?

kv
Vésteinn
Back to top
birgir björn
Tue Dec 08 2009, 09:01p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
er stýrisdempari? hvernig er ástandið á stýrisendum og öðrum stýrisbúnaði? og dekk og loftþristingur?
Back to top
EinarR
Tue Dec 08 2009, 09:01p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
þetta getur verið bílinn. prófa að hafa 18 pund í dekkjum, þetta eru svo léttir bílar og ervitt að stjórna almennilega. þeir standa svo frá jorðu miðavið þyngd að þetta endar oft í rugli
Back to top
hobo
Tue Dec 08 2009, 09:02p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Minn rásar einmitt líka fjári mikið og gerði það jafn mikið á 29 tommunni og núna á 32 tommum. Ég er búinn að taka í allt og skoða en sé ekkert slit. Gott væri líka fyrir mig að fá hugmyndir um mögulega ástæðu.
Back to top
EinarR
Tue Dec 08 2009, 09:04p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
það er líka möst að láta balancera dekkinn
Back to top
Sævar
Tue Dec 08 2009, 09:10p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Loftþrýstingur (jafn í öllum hjólum, 18-25 psi í góðum aðstæðum)

Stýrisendar(innri, ytri, upphengjur, stýrisvélin)

Hjóllegur(smyrja, herða upp á nýtt eða skipta)

DEMPARAR!!!!(þeir slitna oft þannig hjólhallinn verður rangur, og slag í þeim)

Spindilkúlur, prufa bæði að tjakka bílinn upp undir spyrnuna og athuga slag, og tjakka undir grindina á bílnum og athuga slag)

Spyrnufóðringar (athuga hlaup með spennijárni)

BREMSUR (stimplar mega ekki vera styrðir og liggja út í)


Ef allt að ofan er eða virðist í þokkalegu lagi, þá þarf að hjólastilla bilið á milli hjólanna, á sumum vitörum og sidekick er hjámiðja í neðri boltanum í hjólnafinu og þar með hægt að stilla hjólhallann(camber) að framan, þetta er þó ekki í öllum bílunum.
Back to top
rockybaby
Tue Dec 08 2009, 10:36p.m.
rockybaby
Registered Member #148

Posts: 64
Sjóða styrkingu á milli klafaturnana að framan og láta svo hjólastilla. Þessir turnar eru úr frekar þunnu járni og eru svolítið á hreyfingu , þá sérstaklega þegar búið er að setja breiðari og hærri dekk undir.
Ps. Þið getið séð þessa styrkingu í Vitörunni hjá Sævari held að hún hafi verið til friðs , man þegar ég sauð þessa styrkingu í þá stórskánaði hann í rásfestu svo ég held að þetta sé mikið atriði að styrkja þessa turna.
Back to top
Sævar
Tue Dec 08 2009, 10:47p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þessi styrking gerir ekkert nema að bæta sem er rétt Árni og hún hefur greinilega elst vel á bílnum. En ég hef svolítið þurft að stilla fram og til baka til að halda honum góðum undanfarið. Er farinn að gruna stýrisupphengju.


Ég hef einnig heyrt um að demparaturnarnir bogni inn og við það svigni grindin saman, og þá verði camber bil framhjólanna rangt.

Í Sidekick sport og vitara v6 og disel er svokallað "strutbrace" eða styrking milli demparaturna staðalbúnaður en er því miður yfirleitt fjarlægt þegar bílarnir eru boddíhækkaðir. Það væri gaman að fá að heyra hvort einhverjir hafi smíðað svona styrkingu fyrir boddíhækkaða súkku.

Hér er mynd sem sýnir þessa styrkingu sem Árni minntist á.



[ Edited Tue Dec 08 2009, 10:48p.m. ]
Back to top
gisli
Tue Dec 08 2009, 10:51p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Flestar súkkur sem ég hef átt rása einfaldlega vegna þess að þær passa ekki ofaní nagladekkjaskurðina á Miklubrautinni, þetta lagast yfirleitt þegar komið er út fyrir bæinn þar sem minna er slitið.
Hins vegar þegar bíllinn skelfur í stýri og er með jeppaveiki, þá er eitthvað að, yfirleitt einfalt að laga. Jimnyinn hristist eins og Michael J. Fox þangað til ég setti stýrisdempara í hann, dugði ekkert að skipta um spindillegur og leiðrétta spindilhallann, allar fóðringar voru í lagi, sem og demparar og hjólabil.
Back to top
rockybaby
Tue Dec 08 2009, 11:10p.m.
rockybaby
Registered Member #148

Posts: 64
Demparaturnanir bogna innávið í flestum tilfellum útaf því að menn eru að prufa flugtak sem ekki það æskilegasta á þessum jeppum , en það ætti ekki að vera neittt rosalegt mál að smíða turnstyrkingar . Eina vandamálið er að í 1600cc. Vitöru er húddið frekar lágt þannig að plássið er ekki mikið en í sidekick,v-6 og dísel Vitöru er smá upphækkun á húddinu. 'Eg var á sínum tíma alvarlega að spá í að setja húdd , frambretti og grill að v-6 bílnum ( 7-8 cm lengra en á 1600cc. vitöru ) vítöruna sem ég átti ( Sævars Vítara ) og setja hilux hásingar m/ 5.71:1 +35" dekk undir hann en sú hugmynd dagaði uppi.
Back to top
Sævar
Tue Dec 08 2009, 11:12p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Hefðir átt að gera það, þá væri ég helv.. mikið meira ánægður með hann núna HEHE
Back to top
rockybaby
Tue Dec 08 2009, 11:28p.m.
rockybaby
Registered Member #148

Posts: 64
Já sjálfsagt er það rétt hjá en þá sjálfsagt ætti ég hann ennþá hahahaha. En þetta er hugmynd fyrir þig í það að gera þennan jeppa mjög skemmtilegan, þetta er ekkert svo rosalega dýr pakki ef þú getur gert mest af þessu sjálfur og tekur ekki nema ca tvær helgar ef búið er að undirbúa vel.
Félagi minn bað mig að aðstoða sig við að skipta um hásingar í 70 cruiser sem var á gormum og héldum að þetta væri hægt á einni helgi en enduðum á því að endur smíða allar festingar fyrir styfur , gorma og dempara uppá nýtt + við henntum fourlinki úr honum að aftan sem var ekki að virka og sérsmíðuðum afturstýfurnar sjálfir . Það tók okkur tvo félagana tvær helgar að klára jeppann svo hann væri aksturshæfur.
Back to top
Sævar
Wed Dec 09 2009, 07:10p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ég var aðeins að fletta í gegnum kanasíðu og sé að þar eru flestir þeir sem eru enn með klafafjöðrun að framan með flatjárn á milli fremri festinga fyrir klafana

þ.e.a.s. ekki soðið heldur flatjárn framan á kjaftinn og lengri bolta í gegnum bæði flatjárnið og spyrnuna, þetta ætti ekki að taka nema kortér að smíða og virkar eflaust prýðilega.

Svona fyrir ykkur sem langar að prufa þetta
Back to top
Vésteinn
Thu Dec 10 2009, 09:31a.m.
Registered Member #127

Posts: 28
Myndi ekki duga mér helvíti vel að vera bara á 32" innanbæjar -

Þetta ætti að minnka svakalega við það er það ekki?

kv
Back to top
EinarR
Thu Dec 10 2009, 10:01a.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
sævar fer á orginal dekk á milli. er það ekki sævar?
Back to top
SiggiHall
Thu Dec 10 2009, 11:35a.m.
Registered Member #61

Posts: 185
Vésteinn wrote ...

Myndi ekki duga mér helvíti vel að vera bara á 32" innanbæjar -

Þetta ætti að minnka svakalega við það er það ekki?

kv


Það ætti nú ekki að breyta miklu, nema dekkin sem þú ert á séu vírslitin eða illa ballaniseruð
Back to top
EinarR
Thu Dec 10 2009, 11:55a.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
gæti nú verið auðveldara að stíra með léttari dekk en stærri. festast síður í sporum
Back to top
Sævar
Thu Dec 10 2009, 12:33p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ég fer nú aðallega á litlu dekkin til að fá betri hröðun og slepp við að skipta niður í brekkum og þh. því ég keyri bílinn svo mikið innanbæjar.

En jújú ég finn mikinn mun á að keyra bílinn í stýri enda hin dekkin mun betur ballanseranleg og hljóðlátari, auk þess sem þau eru nánar helmingi mjórri og innvíðari og grípa þar með minna í stýrið, þau eru held ég 29"
Back to top
björn ingi
Thu Dec 10 2009, 12:49p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Mín reynsla eftir að hafa átt Vitöru er sú að þessir bílar eru rosalega hvikir í stýri og maður er dálítinn tíma að venjast þessu. Ekki bæta nú úr skák skurðirnir í malbikið þarna hjá ykkur í bænum og breiðari dekk eru verri í svoleiðis aðstæðum. Svo er spurning hvað menn kalla að rása, ertu að elta bílinn út um allan veg, þá meina ég þarftu að vera stanslaust að leiðrétta stýrið eða er hann að taka í sýrið, ef hann er bara að taka í stýrið þá gætu það bara verið rásirnar í malbikinu og kannski dekkin. En ef þú þarft að vera að eltast við sýrið þá er einhverstaða slit í einhverju eða hólastilling í rugli. Það besta sem þú gerir er að ganga úr skugga um að stýrisdótið sé allt í lagi og látir athuga með hjólastillingu því eins og strákarnir hafa verið að segja í póstunum hér á undan þá eru klafabílar frekir á hjólastillingu. Svo er það bara spurningin er búið að djöflast mikið á þessum bíl, stökkva og svoleiðis (hver gerir það ekki á Súkku) ef svo er þá getur klafadótið og það allt saman verið komið í rugl. Gangi þér svo vel

[ Edited Thu Dec 10 2009, 12:50p.m. ]
Back to top
thorri
Thu Dec 10 2009, 01:41p.m.
thorri
Registered Member #10

Posts: 49
Sævar hvar er þessi grein frá kananum?
Back to top
Sævar
Thu Dec 10 2009, 01:55p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
ahh ég man það ekki, zukiworld minnir mig, viltu að ég teikni af þessu mynd, þetta var bara texti sem ég las.
Back to top
Vésteinn
Thu Dec 10 2009, 02:35p.m.
Registered Member #127

Posts: 28
Tja ég var nú bara að kaupa kvikindið og vona að hann hafi ekki verið fugl í fyrralífi....

En hann er verstur upp Ártúnsbrekkuna ( þar eru djúpir skurði).

Ég hef allavega einusinni nánast skipt um akgrein - reyndar var ég í símanum og að skipta um gír en þið vitið hvernig þetta er......

Á einhver 15" felgur sem passa á Súkku fyrir lítinn pening?

Smelli 32" dekkjunum á það og segi ykkur svo frá því hvort þetta gerði eitthvað fyrir mig.

Svo smelli ég svona járni framána hann eins og myndin sýnir hér að ofan einhverstaðar og læt vita hvort það hafi gert kraftaverk.....

kv
Back to top
stebbi1
Thu Dec 10 2009, 10:13p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
Það ætti nú ekki að vera mikið mál að smíða strutbrace þó þeir séu boddýhækkaðir verður bara aðeins öðruvísi í laginu. verður samt kannski aldrei eins sterk
Back to top
jeepson
Fri Dec 11 2009, 05:59p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Sæll vinur. ég er sjálfur ný búinn að kaupa sidekick á 33" og hann er eins og skoppara kringla í bænum en þegar ég kom vestur aftur þá lagaðist hann eitthvað ég sé að eitt dekkið virðist halla inn að ofan og hitt út. þannig að ég ætla að laga þetta eitthvað. en mér var sagt að að þegar þessir bílar eru hækkaðir á fjöðrunarkerfina þá ruglast einmit þessi halli og þá þarf að stilla þetta eða breyta þessu. spurningin er hvort að það sé einhver hjámiðju bolti sem hægt væri að hirngla eitthvað í. ég á eftir að skoða þetta betur hjá mér. en stýris endarnir virðast vera í lagi hjá mér.
Back to top
Sævar
Fri Dec 11 2009, 06:06p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
jeepson wrote ...
spurningin er hvort að það sé einhver hjámiðju bolti sem hægt væri að hirngla eitthvað í. ég á eftir að skoða þetta betur hjá mér. en stýris endarnir virðast vera í lagi hjá mér.


Athugaðu ástand spindlanna, hvort það sé nokkuð slag í demparanum sjálfum, og hjólalegum.



Ef allt er í lagi þá er á sumum vitörum(ekki öllum), veit ekki með sidekick hjámiðja í neðri boltanum í hjólnafinu. Þessi hjámiðja gefur svigrúm upp á töluvert mikla leiðréttingu þannig það er þess vert að skoða þetta, bíllinn verður mun léttari í stýri ef hjólin halla ekki út. Og dekkin slitna jafnar.

Ef svo er að bíllinn er með þessari hjámiðju, þá er enginn hjámiðjubolti til að stilla hallann, sumir láta sér nægja að rétta bilið af og herða svo aftur en það er bara ekki nóg, þetta losnar alveg pottþétt aftur með tímanum og verður vitlaust.

Þá er hægt að fá sér hjámiðjubolta smíðaða, eða EZ Camber kit á Ebay sem passar í Vitörur amk. Og þá ætti þetta að haldast betur.


Ég er einn af þeim sem stillir frekar oftar og herði þetta bara almennilega og það dugar mér, en á sirka hálfu ári er bilið aftur orðið vitlaust. En þetta er tiltölulega þægilegt að gera þannig það sakar ekki að eyða 20 mínútum í þetta, þarf ekki einusinni að losa hjólið undan bílnum.



[ Edited Fri Dec 11 2009, 06:07p.m. ]
Back to top
Aggi
Fri Dec 11 2009, 06:47p.m.
Rauðhaus
Registered Member #13

Posts: 270
hálft ár?? Sagðirðu ekki einnvern tíman að þú hefðir hjólastillt á nokkra vikna fresti í umar
Back to top
Vésteinn
Mon Dec 14 2009, 07:18p.m.
Registered Member #127

Posts: 28
sem betur fer fara neikvæðir hlutir fljótt úr heilanum á okkur...........

Back to top
Sævar
Mon Dec 14 2009, 07:25p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Aggi ég stillti bílinn 4 sinnum áður en ég varð 100% sáttur við hann, hann hefur haldist góður síðan, en hallinn er alltaf að verða vitlaus. Millibilið breytist ekki neitt.
Back to top
elliheimili
Thu Jan 14 2010, 10:42p.m.
Registered Member #227

Posts: 27
Þegar þetta gerðist hjá mér var ég búinn að hjólastilla tvisvar áður en ég fattaði að stýrisdælan var byrjuð að losna, það vill gerast, sérstaklega á stærri dekkjum. Ef þú ert ekki búinn að tjékka á þessu myndi ég gera það og LÍMA helv... boltana
Back to top
jeepson
Thu Jan 14 2010, 10:49p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
áttu ekki við stýrismaskínuna?
Back to top
Sævar
Fri Jan 15 2010, 12:01a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
hef einusinni hert á stýrismaskinunni hja mér þyrfti að fara að tékka á því aftur, en þetta er einmitt eitt af því sem þarf reglulega að skoða sérstaklega ef það er komið óeðlilegt slag uppí stýrisrattið
Back to top
elliheimili
Fri Jan 15 2010, 09:13a.m.
Registered Member #227

Posts: 27
jú ég meinti náttúrulega stýrismaskínuna... en þetta skildist:)
Back to top
gisli
Fri Jan 15 2010, 09:30a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Ég losa alltaf stýrismaskínuna áður en ég fer í ferðir, þá verður hann svo léttur í stýri
Back to top
jeepson
Fri Jan 15 2010, 12:13p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
gisli wrote ...

Ég losa alltaf stýrismaskínuna áður en ég fer í ferðir, þá verður hann svo léttur í stýri


Er þetta einn af þínum aulabröndurum? hehe
Back to top
gisli
Fri Jan 15 2010, 04:38p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Ég kannast ekkert við svoleiðis
Back to top
jeepson
Fri Jan 15 2010, 06:11p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
gisli wrote ...

Ég kannast ekkert við svoleiðis


Hahaha ekki ég heldur
Back to top
EinarR
Fri Jan 15 2010, 09:17p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
sleppa bara stýrisdælu og vörka BISSURNAR á meðan akstur er framkvæmdur!
Back to top
jeepson
Fri Jan 15 2010, 09:42p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Hehe gamla góða vöðvastýrið sko.
Back to top
Sævar
Fri Jan 15 2010, 10:09p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Mér finnst stýrið í mínum bíl ekki þungt, auðvitað er það þungt þegar bíllinn er stopp en strax og hann hreyfist örlítið þá er ekkert mál að stýra.

en ég myndi nú laga þrýstikerfið ef það bilaði, það er hellings munur á því að hafa það og hafa það ekki. Bæði utan og innanbæjar.


Annars græðirðu ekkert á því að taka burtu stýrisdæluna, þ.e.a.s. bæði kerfin virka eins, stýrismaskínan, reimdrifna vökvadælan er bara hjálparafl. En það kemur því ekki við að maskínan víbri sig lausa af einhverri ástæðu.
Back to top
Snæi GTI
Thu Mar 04 2010, 04:42p.m.
Snæi GTI
Registered Member #216

Posts: 217
Sævar wrote ...

Þessi styrking gerir ekkert nema að bæta sem er rétt Árni og hún hefur greinilega elst vel á bílnum. En ég hef svolítið þurft að stilla fram og til baka til að halda honum góðum undanfarið. Er farinn að gruna stýrisupphengju. <br /><br /><br />Ég hef einnig heyrt um að demparaturnarnir bogni inn og við það svigni grindin saman, og þá verði camber bil framhjólanna rangt. <br /><br />Í Sidekick sport og vitara v6 og disel er svokallað "strutbrace" eða styrking milli demparaturna staðalbúnaður en er því miður yfirleitt fjarlægt þegar bílarnir eru boddíhækkaðir. Það væri gaman að fá að heyra hvort einhverjir hafi smíðað svona styrkingu fyrir boddíhækkaða súkku. <br /><br />Hér er mynd sem sýnir þessa styrkingu sem Árni minntist á. <br /><br />


þessi stífa gerir alveg helvíti mikið! Súkkan rásar helmingi minna og er miklu skemmtilegri í beygjum Þakka gott ráð Sævar;)
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design