Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Klúbburinn :: Myndir
Kreppu-snorkel << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
hobo
Fri Mar 12 2010, 09:01p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Spurning að græja svona haha!
Einnig mögnuð leið til að útbúa toppgrind.
Svo minnir liturinn mig svolítið á ákveðinn bíl innan klúbbsins...

Back to top
Sævar
Fri Mar 12 2010, 09:09p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þessi seldist ekki alls fyrir löngu og mig minnir að eigandinn sé spjallverji hérna, en þyrlupallurinn og snorkelinn vakti akkurat mikla athygli mína síðasta sumar þegar ég sá hann reglulega.
Back to top
jeepson
Fri Mar 12 2010, 09:11p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
hobo wrote ...


Svo minnir liturinn mig svolítið á ákveðinn bíl innan klúbbsins...



HMMM I wonder what car it is hehehe

Já þetta er sankallað kreppusnorkel og kostar ekki mikið að búa til
Back to top
Mosi
Thu Mar 18 2010, 01:39p.m.
Registered Member #74

Posts: 41
Þessi er búinn að vera í eigu sama aðila í nokkur ár. Hann er búinn að fá margar stundir í meikover. En það stendur alltaf til að setja inn póst hingað með myndum af ferlinu. Þetta er sannkallaður kreppubíll, boddíð samsett úr amk. fimm bílum. Snorkelið var fengið úr Byko fyrir tæpl. 5000kall (með festingum), en það var gert af illri nauðsyn, því ég starfaði sem skálavörður í Þórsmörk í nokkur ár. Þyrlupallurinn var smíðaður á svipuðum forsendum, og búinn að trússa marga bakpoka og bjórkippur í gegn um tíðina. Ég þarf endilega að fara að gera mig sýnilegri í þessu frábæra spjalli og félagsskap.
Bíllinn heitir Mosi, (með vísun í áferðina á vélalakkinu)
Back to top
jeepson
Thu Mar 18 2010, 04:47p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
ekki ætla ég að skíra minn bíl mosa þó hann sé í sama lit. En flott nafn á kaggann samt. En ég kalla minn bara altaf Army grænu súkkuna hehe Endar stendur til að mála hana sem fyrst og breyta útlitinu örlítið. (litalega séð)
Back to top
Mosi
Thu Mar 18 2010, 06:51p.m.
Registered Member #74

Posts: 41
Mig minnir reyndar að liturinn á lakkinu hafi heitið ,,flöskugrænn" þess vegna kom til tals að kalla hann Flöskuna en það laut fljótt í lægra haldi fyrir Mosa þegar áferðin kom í ljós hahaha
Keypti ég nokkuð drifköggul af þér Gísli? Amk. keypti ég köggul af einhverjum náunga sem sagðist eiga / eða hafa átt súkku í sama lit og Mosi
Back to top
jeepson
Thu Mar 18 2010, 09:18p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Þú hefur allavega ekki keypt hann af mér. Ég kaupi bílinn í desember. Þannig að ég er ekkert búinn að eiga bílinn neitt voða lengi. ég fékk bílinn frá Hornafirði. ég veit ekkert hvað þeir feðgar sem áttu hann á hornafirði áttu hann lengi. en félagi minn breytti bílnum og þá var hann rauður. ég komst einmitt að því þegar ég var að segja honum frá bílnum. Þegar ég sagði honum að hann væri svona hermanna grænn og hafði verið rauður þá fattaði hann að hann hafi breytt bílnum. En hvar fékstu drifköggulinn?
Back to top
Mosi
Thu Mar 18 2010, 10:56p.m.
Registered Member #74

Posts: 41
Já ég skil, en ég man ekkert hvað gaurinn hét sem seldi mér köggulinn, en gæti hafa verið fyrri eigandi því það er ekki nema 2 mán. síðan. Þetta er dálítið finndið því ég var að skoða myndir af þinni súkku hérna á síðunni og þeir eru ansi keimlíkir á litinn hahaha (minn var líka upphaflega rauður) ...ég hef samt ekki enn mætt þér í umferðinni!
Back to top
jeepson
Fri Mar 19 2010, 02:47p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Hahaa þvílík snilld að þeir skuli vera báðir með þessum lit og hafa verið rauðir áður En það er kanski ekkert skrítið að þú hafir ekkert séð mig í umferðinni. Ég sótti bílinn í RVK í byrjun desember. Frændi minn sem býr á Hornafirði bauðst til að keyra honum í bæinn fyrir mig þar sem að hann býr þar og ég keypti bílinn þaðan. En ég er á Þingeyri þannig að bíllinn hefur ekkert sést neitt í bænum síðan að ég sótti hann. En hann er nú búinn að fara ansi margar ferðar frá Þingeyri til Ísafjarðar. En það væri nú ansi gaman að geta stilt þessum 2 bílum upp hlið við hlið og taka myndir af þeim
Back to top
Sævar
Fri Mar 19 2010, 05:01p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Er ekki frá því að ég hafi séð þriðja mosagræna bílinn á álftanesi áðan, en sá virtist hafa verið hvítur áður og byrjaður að flagna upp með sílsum.

32" breyttur
Back to top
Brynjar
Fri Mar 19 2010, 07:59p.m.
Registered Member #26

Posts: 445
sá þennan keyra í dag. Hann er vígalegur þegar hann kemur á móti manni!
Back to top
jeepson
Fri Mar 19 2010, 08:03p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Hahaha þessi græni litur er greinilega heitasti liturinn í dag haha
Back to top
Mosi
Sat Mar 20 2010, 07:19p.m.
Registered Member #74

Posts: 41
Já hann er líka heldur verklegri núna eftir að framstuðarinn fékk að fjúka af, og svæstur skepnuheldur rörastuðari í staðinn.
Back to top
jeepson
Sat Mar 20 2010, 07:30p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Mosi wrote ...

Já hann er líka heldur verklegri núna eftir að framstuðarinn fékk að fjúka af, og svæstur skepnuheldur rörastuðari í staðinn.


Ert þú eigandinn af þessum bíl í dag mosi?
Back to top
Mosi
Tue Mar 23 2010, 10:19a.m.
Registered Member #74

Posts: 41
Já ég er eigandinn af þessum bíl!

Kv. Dagur
Back to top
jeepson
Tue Mar 23 2010, 09:47p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Mosi wrote ...

Já ég er eigandinn af þessum bíl!

Kv. Dagur


Ertu búinn að kynna þig í kynningar dálkinum?? Ef ekki er þá ekki málið að skella inn kynningu og myndum af súkkuni?
Back to top
Kolli
Sat Apr 03 2010, 06:53p.m.
kolli
Registered Member #12

Posts: 6
Þetta hlítur að vera pípari. Hann notar vatnsrör í toppgrindina og skólprör í loftinntak.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design