Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Tæknilega hornið :: Viðgerðir, breytingar og eilífðarverkefni
Hversu hátt er of hátt á vitöru? << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Jon86
Fri Feb 04 2011, 12:28a.m.
Registered Member #484

Posts: 55
Sælir,

Málið er að ég keypti veltu-partabíl sem er boddyhækkaður með c.a. 8cm kubbum. Svo eru old man emu gas demparar og örugglega lengri gormar á honum. Mér datt í huga að færa yfir svo lengi sem þetta sé heilt.

Bíllinn minn er nú þegar með 3cm kubba hækkun á fjöðrun. Takmarkið mitt er að ná að setja 33' undir. 31' passar fínt undir sem stendur og nuddast ekki. Ætli Emu dempararnir og þessir gormar hækki nóg fyrir 33? eða myndi ég þurfa smá boddíhækkun í viðbót? . Væri of mikið að setja Old man Emu demparana (eiga að mér skilst að hækka um 1.5-3 cm.) og boddíkubbana?

Hvenær byrja súkkurnar að vera ,valtar' og erfiðar ? Fór að pæla í þessu því það er víst ekkert svo óalgengt að menn séu að velta þessum bílum..

Megið endilega segja mér hvað væri sniðugt að hirða úr partabílnum.. So far hef ég planað að hirða
-Alternator, vatnskassa, kveikju, kertaþræði, startara, miðstöðvarmótor, bensíndælu, loftflæði og pústskynjara, bremsudiska, sæti, framljós, afturljós, 1/2 pústkerfis (er nýtt hálfa leiðina), svo auðvitað dempara gorma og boddíkubba..
Ætla að koma mér upp eigin partasafni, sé ekki vit í öðru þar sem 50% af umboðsverði m.v. að maður rífi sjálfur úr er of mikið.

Og annað.. Ég er á 30' sem stendur og hef GPS mælt hraðann á hraðamælinum. Hraðamælirinn sýnir að bíllinn sé á 100 km/klst þegar gpsið sýnir 102 km/klst. Ég held að hraðamælirinn sé 100% réttur á 31'. Þýðir þetta að það séu 5.12 hlutföll í honum? Þegar ég var á original dekkjum sýndi hraðamælirinn að ég væri á 112 þegar ég var samkvæmt GPS á 100

[ Edited Fri Feb 04 2011, 12:29a.m. ]
Back to top
birgir björn
Fri Feb 04 2011, 02:04p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
súkkurnar fara að vera valtar þegar þú ferð að keira of hratt eða hættir að fylgjast með þvi sem þú ert að gera,
personulega fynst mér best að eiga bara parta bíla í heilu þvi það fer miklu meira fyrir draslinu þegar það er buið að rífa bílinn og erfiðara að flitja það, enn annars hirða menn bara allt sem laust er og allt sem helt er, varðandi hækkunina þá er best að spirja saba eða fara út með málband

[ Edited Fri Feb 04 2011, 02:06p.m. ]
Back to top
Jon86
Fri Feb 04 2011, 04:36p.m.
Registered Member #484

Posts: 55
Satt er það en þegar þyngdarpunkturinn er kominn hátt þá hlýtur vindurinn og jafnvel hringtorg að auka líkur á veltu.. Ég nenni ekki að lullast áfram á súkkunni hehe
Back to top
Sævar
Fri Feb 04 2011, 04:38p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
hæhæ þessi bíll er alveg nógu hækkaður fyrir 33" þ.e.a.s. 7,76cm á boddý og 1" fram og kannski 1,5-2" aftan(mæli með því, vegna þess að bíllinn sigur meira að aftan við hleðslu OG að framan gerir 1" kubbur svipað mikið og 1,7" kubbur því gormurinn er á spyrnunni miðri...

varðandi hraðamælinn myndi ég álíta að 30" dekk gefi nokkuð rétta mælinu á orginal hlutföllum.

Sidekick er oft með 5.12 orginal og þá ertu screwd hvað hraðamælabreytingu varðar.

En vitaran er oft á 4,6 og þá verður hraðamælirinn 100% réttur ef þú setur hann á 33" og lækkar hlutföllin í 5.125

Back to top
Sævar
Fri Feb 04 2011, 04:41p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
og ég hef margsinnis tekið hringslæd á malbiki í hringtorgum á minni súkku(óeðlilega há) fyrir 33" dekk og á miklu gripi en aldrei veltur hún.

Ég hef tvíhjólað henni nokkrum sinnum, hér er video sem kannski sýnir hve hægt ég þarf að fara til þess að "þrí" hjóla...


Þetta er allt ökuleikni bara, orginal súkkan mín er valtari en breitta súkkan mín, enda er breitta súkkan mín jafn há og hún er breið... í alvöru, farðu út og mældu bæði hæð og breidd á orginal bíl, tölurnar eru þær sömu... ótrulegt Enginn annar bílaframleiðandi hefur getað þetta, (jeppa þ.e.a.s.)
Back to top
kjellin
Fri Feb 04 2011, 04:41p.m.
Registered Member #54

Posts: 270
varðandi þingdar punktinn .. þá myndi ég skera sem mest úr og boddy hækka sem minst efað ég væri að fara í þessar framkvæmdir þvi meira sem þu body hækkar þvi hærri er þingdarpunkturinn
Back to top
hobo
Fri Feb 04 2011, 05:08p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Minns er á 8 cm gormaklossum að aftan og 5 cm boddíhækkun að auki.
Einnig tók ég ballance stöngina úr.
Auðvitað er bíllinn svagur í beygjum en það kemur ekki að sök fyrir mig þar sem ég er soddan afi í umferðinni

edit: Hliðarmyndin er ekki tekin í umferðinni..

[ Edited Fri Feb 04 2011, 05:24p.m. ]
Back to top
Sævar
Fri Feb 04 2011, 05:14p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
hæhæ, frekar skaltu boddýhækka bílinn meira heldur en að hækka hann mikið á fjöðrun, boddíið sjálft vigtar sirka 400 kg en þyngdin er í grindinni, gírkössunum og vélinni, en þær standa í sömu hæð þó þú boddíhækkir
Back to top
Jon86
Fri Feb 04 2011, 05:47p.m.
Registered Member #484

Posts: 55
Góðar pælingar hér fer út með málband á eftir og ath málin á nýja gumsinu hehe. Eftir það sem mér sýnist er betra að boddíhækka frekar meira og láta gormahækkun eiga sig.. Er þá ekki málið að skella þessum 8cm klossum undir og emu dempurunum? Það ætti að lyfta nóg fyrir 33' með smá skurði er það ekki?
Back to top
hobo
Fri Feb 04 2011, 05:54p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Ég myndi græja 33" undir bílinn fyrst, þá sérðu betur hvað þarf að gera. Þetta er bara föndur og pælingar. Erfitt að segja eitthvað fast í gegn um spjallið, þetta er svo einstaklingsbundið.
Back to top
Brynjar
Fri Feb 04 2011, 06:59p.m.
Registered Member #26

Posts: 445
Sævar wrote ...

hæhæ þessi bíll er alveg nógu hækkaður fyrir 33" þ.e.a.s. 7,76cm á boddý og 1" fram og kannski 1,5-2" aftan(mæli með því, vegna þess að bíllinn sigur meira að aftan við hleðslu OG að framan gerir 1" kubbur svipað mikið og 1,7" kubbur því gormurinn er á spyrnunni miðri...

varðandi hraðamælinn myndi ég álíta að 30" dekk gefi nokkuð rétta mælinu á orginal hlutföllum.

Sidekick er oft með 5.12 orginal og þá ertu screwd hvað hraðamælabreytingu varðar.

En vitaran er oft á 4,6 og þá verður hraðamælirinn 100% réttur ef þú setur hann á 33" og lækkar hlutföllin í 5.125



ertu nú alveg viss um þetta? ég var með 4.6 en setti 5.12 og hraðamælirinn er vitlaus hjá mér.

Annars er ég með bílinn hjá mér á 7 cm boddýhækkunn, 4.5 cm klossa að aftan en 2.5 að framan og er með oldman emu gasdempara og gorma. Gormarnir gefa þér 1-3 cm í lift. Þessi fjöðrun er stífari en orginal og er að vika mjög vel minn bíll er alls ekkert valtur í beyjum eða slíkt. ég kæmi eflaust 35 tommuni undir enda er vel hátt í hjólaskálirnar hjá mér þyrfti líklega að skera meira úr.
Back to top
Sævar
Sat Feb 05 2011, 04:14a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
hæhæ bnynjar já ég lét breytingaskoða bílinn og þar er mælt skv. gps og hann var alveg réttur,
Back to top
Jon86
Sat Feb 05 2011, 05:14p.m.
Registered Member #484

Posts: 55
Eins og alltaf, flott info hjá ykkur, takk fyrir mig Græja 33' til þess að máta við og sé svo til hvað ég geri
Back to top
Sævar
Sun Feb 06 2011, 03:37a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
hér er videoið sem eg gleymdi að senda með...

http://www.youtube.com/watch?v=_PCdVVENVHI
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design