Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Klúbburinn :: Myndir
SJ413 Langur (Rafiki) Fyrir & Eftir << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
EinarR
Wed Mar 31 2010, 09:38p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Sælir hálsar!
Nú fyrir réttrúmum og hérumbil nokkrum dögum fékk ég mér þennan svaka vagn.
Umtalaður vagn er af gerðini Suzuki SJ413, langan og er orginal með plasthúsi.
Þáverandi eigandi fékk nóg af þessu plasthúsi og lét smíða fyrir sig yfir bílinn.
Þessi bíll er svo líka teppalagður allur saman, klæddur upp eftir öllu alla leið upp í þak. Svo vel hljóðeinangraður að maður heyrir ekki í vélini sem er sérstakt í þessum bílum.
Auk þess að vera svona fínn er einnig búið að eiga eitthvað við gírun á bílnum þar að seiga hann er ekki með orginal gírun. bæði hvað varðar aflrás og einnig hraðamælir lagaður.
Bílinn er með vökvastýri og stendur ofaná fjöðrum á 33 " dekkjum.
Þegar ég fékk bílinn var hann ekki svo ílla á sig kominn. ég varð að skipta um eldsneitissíu og dælu. Síðan endaði ég á því að skipta út blöndung sem var mökkfullur af skít!
Ég fæ bílinn svona:



Þarna var hann verstur!

Tók hann, pússaði, grunnaði, málaði.
Blessunarlega ekkert rið sem þurfti að bæta.
Bíllinn stóð inni í ein 14 ár og er nú kominn á fulla ferð enn á ný!
Svona lítur hann út í dag og gegnur alveg eins og klukka á orginal 1.3 l mótornum ekinn aðeins 137.000



Hvað finnst ykkur?

Back to top
Sævar
Wed Mar 31 2010, 09:43p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Filmur lækkun xenon ????


nei án gríns mjög vel heppnað projekt sem hefur væntanlega ekki þurft að kosta mikið annað en vinnu

Svo skerðu bara burtu afganginn af brettinu undir köntunum og hendir 35" undir
Back to top
Sævar
Wed Mar 31 2010, 09:44p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
hann er nógu hár fyrir það meina ég, bara skera.
Back to top
EinarR
Wed Mar 31 2010, 09:47p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Hann hefur það ekki vélalega séð en aggi ÆTLAR að gera hann betri ég ræð víst engu um það
Back to top
hobo
Wed Mar 31 2010, 10:33p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Nice! Hvað þýðir Rafiki?
Back to top
EinarR
Wed Mar 31 2010, 10:56p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Back to top
Mosi
Wed Mar 31 2010, 11:24p.m.
Registered Member #74

Posts: 41
Til lukku með bílinn, skemmtilegt project! ...Það sjást nú varla margir SJ413 með svona vandlega smíðuðu húsi? Hefurðu einhverja hugmynd af hverjum eða hvar það var smíðað? (Ég skrifaði BA ritgerð um ,,Hönnun bifreiða á Íslandi" á sínum tíma, því er þetta mér dálítið hugleikið hahaha)
Back to top
Magnús Þór
Wed Mar 31 2010, 11:30p.m.
Magnús Þór
Registered Member #80

Posts: 143
það er allaveganna einn með svona húsi að grotna niður í tálknafirði,ásamt 2 stuttum,og einum stuttum sem er nánast horfinn,,eina sem eftir er af honum er hvalbakurinn
Back to top
Sævar
Wed Mar 31 2010, 11:36p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Back to top
olikol
Thu Apr 01 2010, 01:32a.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Það er aðeins til af þessum löngu bílum sem eru með heimasmíðaðar yfirbyggingar,
allavega 1 á skagaströnd og 1 í kópavogi.
En að mínu mati er þetta hús á Einars bíl lang vandaðasta húsið, allt bólstrað og með þakrennu og smíðaður efri hluti á afturhlerann
Back to top
stebbi1
Thu Apr 01 2010, 11:03a.m.
Registered Member #57

Posts: 355
Djöfull líst mér vel á þetta
en þú ættir nú ekki að þurfa skera mikið til að koma 35" undir, ég skar bara aðeins úr sílsanum og stuðaranum.
Back to top
jeepson
Thu Apr 01 2010, 11:53a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Kanski maður kíki á tálknafjörð um páskana og skoði eitt stykki langar fox
Back to top
EinarR
Thu Apr 01 2010, 02:16p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Sé samt hellings mun á þessum húsum. Mitt er með rennur á Þakinu og fyrir þá sem ekki vita munar það alveg helling uppá lúkk og hljóð. Síðan er minn náttúrulega besstur! haha. Já það er avleg tilefni til bíltúrs að kíkja á þessa bíla. Hefur lengi staðið til og það verður örugglega úr því nú þegar fer að líða að sumri
Back to top
Bjarki
Thu Apr 01 2010, 05:58p.m.
Registered Member #140

Posts: 24
Flottur bíll og flott hús. Örugglega talsvert vistlegri vagn með svona alvöru húsi.
Back to top
EinarR
Fri Apr 02 2010, 05:09p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Hann lúkkar en hann virkaði ílla í gær! þarf að leggjast í viðgerðir núna á eldsneitiskerfi
Back to top
Godi
Wed Apr 28 2010, 05:17p.m.
Registered Member #21

Posts: 174
Hvað er hann þungur hjá þér?
Back to top
EinarR
Wed Apr 28 2010, 05:22p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
hann er að vikta 1200 með 2 í og tilbúinn í ferð
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design