Online

Welcome

Chatbox

Poll

,,Skuggi", nútíma Ford T - Ómar Ragnarsson
Nú fyrir helgina ók ég frá Egilsstöðum til Reykjavíkur á nær 24 ára gömlum smájeppa af gerðinni Suzuki Samurai sem er bandarísk útgáfa af Suzuki Fox.  Hann er svartur og ég kalla hann "Skugga." DSC00163Ég krækti í þennan jeppa fyrir níu árum fyrir nokkra tugi þúsunda og þá var búið að aka honum á þriðja hundrað þúsund kílómetra.Það mátti heyra á vélinni og finna í gírskiptingu að mikið slit var komið í þennan aldraða bíl.Hljóðið í vélinni var farið að líkjast hljóði í dísilvél en þó kom hann vel út í mengunarmælingu því að hann var gerður til að standast kröfur Kaliforníu í Bandaríkjunum.
Fyrir nokkrum árum fóru gírskipting og háa og lága drifið í rugl, þannig að bíllinn gekk á tímabili aðeins í lága drifinu á afturdrifinu einu, en það á ekki að vera hægt! Í fimmta gír á lága drifinu er hins vegar hægt að koma bílnum yfir leyfilegan hraða og alltaf skilaði hann því sínu.  Nokkrum vikum síðar hrökk hann allt í einu í fyrra horf án þess að að koma á verkstæði. Í fyrra fór hann skyndilega í gamla horfið og var ekki hægt að setja hann í neitt nema í háa og lága drifið þeim megin sem 4x4 tengingin kemur venjulega á,  en kom þó ekki !Í gær datt hann síðan fyrirvaralaust í eðlilegt horf. Ég e ekkert að láta skoða svona lagað á verkstæði því að í rekstri svona bíla verður að lágmarka viðhaldskostnað við það sem krafist er í bifreiðaskoðun og ekkert umfram það. Miðað við not þessa bíls í átta ár hefur hann komið frábærlega út. "Skuggi" er ein af þremur bíldruslum mínum sem hefur ratað í erlenda fjölmiðla. Í grein um Kárahnjúkavirkjun í National Geographic var þess getið að í þessum litla bíl væri svefnstaður minn þar sem ég lifði á Cheerios og Coca-Cola.Ekki alveg nákvæmt farið með þetta hvað snertir fæðið, en þó sannleikskorn (sannleiks-morgunkorn) í því.   Öll þessi ár hefur Skuggi verið þarfasti þjónninn við gerð heimildamynda um Kárahnjúkavirkjun og önnur verkefni í þessum landshluta og hefur surtur verið lengst af fyrir austan. Á 31 tommu dekkjum getur svona bíll fylgt jöklajeppum eftir í flestum ferðum, þó ekki eins og minnsti jöklajeppi landsins, rauður Fox ´86, sem brillerað hefur í tveimur erfiðum ferðum á Vatnajökli.DSCF5475Myndin er tekin á Bárðabungu þar sem sá litli flaut ofan á snjónum en kippa þurfti rétt áður í stóra hlunkinn sem er við hliðina á honum.Sá litli var þó ekki eins duglegur í krapinu og þeir stóru þannig að leikar í ferðinni fóru 3:3, - það var þrisvar kippt í mig en ég kippti þrisvar í aðra. Kvikindið er þessa stundina númerslaus í hvíld á Ljónsstöðum í Flóa vegna brotins kambáss í GTI-vélinni sem í honum er.Það var ódýrari kostur að vekja Skugga upp og því er hann nú kominn á kreik.  Þegar ég fór síðast á Skugga frá Reykjavík til Egilsstaða 2007 hafði hann fengið athugasemd við bifreiðaskoðun í Reykjavík vegna þess að olía var farin að smita út frá gírskassanum.Á síðasta kafla leiðarinnar austur fór að heyrast mikið ískur og brak í sumum gírunum og þegar gætt var að kom í ljós að öll olía hafði farið af gírkassanum.Svo vel hafði gírkassinn tæmst, að í bifreiðaskoðun eystra flaug hann í gegn, því aðengin olía var lengur í kassanum sem gat lekið út !  Haustið 2007 tók ég númerin af honum og stóð hann óhreyfður á Egilsstöðum þar til fyrir nokkrum dögum, þegar ég ákvað,  eftir að ég hafði hætt í bili öllum kvikmyndatökum eystra vegna fjárskorts, að setja ónotaðan utanborðsmotor í Skugga og freista þess að aka með mótorinn til Reykjavíkur og selja hann þar.Sett var olía og efnið Militec á gírkassann og kom heilmikið af járnsvarfi út, greinilega úr skemmdu gírkassahjólunum.Hræðilegur hávaði kom úr öllum gírum nema þeim fjórða, - hann var alveg hljóðlaus enda hlutfallið á milli tannhjóla þá 1:1. Í gamla daga lærði maður að tvíkúpla á milli gíra sem ekki voru samhæfðir og ég brá því á það ráð að rétt kippa Skugga af stað í fyrsta á lága drifinu og setja hann síðan beint í fjórða gír.Í 4ða á lága er hægt að aka bílnum í yfir 80 kílómetra hraða, en auðvelt er að skipta á ferð beint úr fjórða gír í lága í sama gír á háa drifinu með því að tvíkúpla og nota þessi tvö hraðastig eingöngu en hreyfa ekki gírstöngina !Er skemmst frá því að segja að ég ók Skugga vandræðalaust alla leið frá Egilsstöðum til Reykjavíkur í fjórða gír, ýmist í háa drifinu eða því lága !DSC00089Að þessu leyti er þessi bíll nútíma Ford T því að þessir tveir gírar, "high" og "low" nægja fullkomlega ! Ég tel Suzuki Fox best hannaða jeppa allra tíma og Gaz-69, "Rússajeppann" númer tvö. Er þá miðað við samanburð við aðra jeppa hvers tíma. En Súkkan er mun betur smíðaður en Rússinn og virðist gersamlega ódrepandi bíll á alla lund. Skuggi er gott dæmi um það eins og bílarnir hjá félögum í SÍS, Sambandi íslenskra Súkkueigenda, sem er með síðuna sukka.isGet síðan að lokum ekki stillt mig um að birta mynd af nokkrum barnabarna minna í minnsta brúðarbíl landsins með númerinu "Ást".  

gisli on Monday 21 December 2009 - 09:33:11 | Read/Post Comment: 5

Nýtt á spjallinu

�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu.