Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Klúbburinn :: Myndir
Leiðbeiningar varðandi myndir á spjallinu << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Sævar
Thu Apr 30 2009, 08:30p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Góðan dag




Við byrjum á því að velja þær myndir sem við viljum senda inn.

Förum svo á http://Imageshack.us sem er frí síða sem bíður upp á endalausa möguleika við hýsingu á myndum.

Þú getur valið hvort þú skráir þig eða ekki, ég mæli með því að þú gerir það til þess að halda utan um allar myndirnar þínar í albúmi.
Sign up

Þegar þú ert búin/n að því, þá skulum við taka dæmi um mynd.

Myndin er 2048 x 1536 pixlar á stærð, en við viljum hafa hana 640x480 til að hún passi almennilega inn á spjallið, og sé fljót að hlaðast inn.

Myndin heitir DSC00759.JPG

Byrjum á skrefi eitt: Förum á http://www.imageshack.us og ýtum á BROWSE til að finna myndina sem við viljum senda á netið.



Skref tvö:Veljum myndina, ýtum á OPEN og svo Host It



Skref þrjú: Bíðum smá stund meðan myndin hleðst upp á ImageShack



Skref fjögur: Skrollum aðeins niður þar til við finnum DIRECT LINK TO IMAGE, veljum allan texann með slóðinni og hægri smellum, og Copy.



Skref fimm: Förum í spjallþráðinn á SBKÍ sem við ætlum að senda myndina í, og smellum einu sinni á Img takkann, ofan við boxið sem maður skrifar textann í. (Þá birtist [img]í textanum) aftan við það hægri smellir þú og velur PASTE, til að fá slóðina að myndinni sem þú COPY'aður af ImageShack áður. Síðan ýtir þú aftur á Img takkann.(þá kemur [ /img] sem þýðir að kóðanum er lokið.

SVONA ÆTTI ÞETTA ÞÁ NOKKURNVEGINN AÐ LÝTA ÚT!




ATHUGIÐ að ef önnur myndupplausn en 640x480 er notuð er hætta á að þráðurinn verði afbakaður og þreytandi aflestrar.

kv. Sævar Örn
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design