Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Almennt spjall
Að komast inn á Sukka.is << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Tryggvi
Thu Feb 25 2021, 07:04a.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Góðan daginn

Það var eiginlega erfitt að komast inn á Sukka.is núna, því það kom upp viðvörun um að síðan væri ekki örugg og að það gæti verið vírus á síðunni og/eða einhverjir óprúttnir að reyna hafa af manni upplýsingar. Ég hafði svo sem enga trú á því, þannig að ég tók sénsinn, en það væri fallega gert af einhverjum að kíkja á hvort þetta sé vandamál fyrir fleiri en mig og hvort það sé þá hægt að lagfæra þetta.

Kveðja,
Tryggvi
Back to top
Sævar
Wed Mar 10 2021, 09:43a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Sæll Tryggvi, ég lenti í þessu líka en súkka.is má stela öllum þeim upplýsingum sem hún vill af mér, ég hef engu að tapa.

Nú er síðan svo til komin úr mínum höndum, orðin mjög gömul og úreld og eiginlega eins og minjasafn, gaman að því og vonandi varðveitist hún sem slík.

Júlíus sér enn um að halda henni opinni en ég greiði fyrir lénið sukka.is árlega með glöðu geði, hef þó ekki átt suzuki bíl í að vera 7 ár

Spurning hvort Júlli geti athugað hvað veldur þessari aðvörun og kannski komið síðunni á öruggt form
Back to top
joolli
Wed Apr 07 2021, 11:43a.m.

Registered Member #1213

Posts: 10
Sælir,

Já... síðan fór í smá limbo. Skírteinið rann út því að sjálfvirka endurnýjunin virkaði ekki. Hún er komin í lag núna. Það var aldrei nein hætta en gott að vera á varðbergi ef þessi skilaboð koma upp á síðu sem þú ert vanur að heimsækja.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design