Þjófnaðarfaraldur á Suzuki bílum
Undanfarnar vikur hefur borið á því að Suzuki bílum hafi verið stolið, hér er frétt um málið frá MBL

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/11/19/jepplingum_stolid/


Skondið við þessa frétt að þarna er sett mynd af gamla fox




En í fréttinni kemur fram að þessir bílar sem voru flestir af gerðinni SIDEKICK voru allir settir í gang með lyklum af öðrum bílum, því hvet ég ykkur sem eigið þessa eldri bíla, með slitnum lásum, og ekki með immobilizer að skoða það mál sérstaklega, að fá jafnvel nýjan betri lás, höfuðrofa á kveikju eða bensíndælu, o.s.f.v. því það er orðið frekar seint þegar bíllinn er farinn.


Einnig minni ég á að hvíti sidekickinn er enn ófundinn, en af honum er ekki til nein sérstök mynd, hann þekktist þó af því að í afturrúðunni voru einhverjar fígúrur og sólskyggni fyrir barn ásamt barnabílstól. Bíllinn er hvítur, fjögurra dyra, óbreyttur og með númerið PL-148.

Baráttukveðjur, Sævar
Sævar on Thursday 19 November 2009 - 17:43:28 | Read/Post Comment: 6
Comments
olikol
19 Nov : 21:27
Reply to this
ég kannast meira segja við þennan fox. Mig minnir að þetta sé sá bíll sem einhvejir kepptu í einhverju svona reisi sem var frá London-Mongólíu.
gisli
21 Nov : 00:42
Reply to this
Já, það voru Íslendingur og Skoti sem keyrðu þetta frá London til Mongólíu í fyrra og urðu í öðru sæti í keppninni.
EinarR
24 Nov : 12:37
Reply to this
nett
juuiekqw
30 Jun : 18:43
Reply to this
ñìîòðåòü îíëàéí Òðàíñôîðìåðû 3: Ò¸ìíàÿ ñòîðîíà Ëóíû ôèëüì Î÷åíü ïëîõàÿ ó÷èëêà

Comments are locked
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design