Fyrsta sumarferð
Uppúr fundinum kom eftirfarandi.
Við ætlum alveg pottþétt í sumarferð dagana 12 og 13 júni.
Áætlunin er að fara á laugardagsmorgni klukkan 9 frá shell Vesturlandsvegi.
Það var sameiginleg ákvörðun að fara að Langavatni sem er austan við snæfelsnes og er þar af leiðandi ekki afstæð staðsetning fyrir bæði menn úr borgini og utan að landi.
Hér neðst er grein um staðin sem er gott veiðisvæði.

Ferðaáætlun er ekki formleg en það er allavega gert út frá því að við förum héðan þarna um morgun á laugadegi og keyrum að langavatni og hendum upp tjöldum.
Síðan keyra eitthvern spöl og skella sér svo í tjaldbúðir og snæða grillmat. ekki er nú komið á hreint hverjir ætla að koma með grill svo ef eitthver bíður sig fram í að taka með slíkan búnað er það algjör snilld.
Þá væri hægt að koma á móti þannig að ef þú kemur ekki með grill kemuru með kol eða eitthvað í þá áttina. Við ætlum ekki að hafa sameiginlegan grillmat þar sem þetta getur orðið frekar dreifður hópur en ekkert að því að tala sig saman.

Síðan eftir langa og skemtinlega kvölstund ætlum við að leggja okkur og vakna mis góð.

Á sunnudeginum ætlum við síðan eitthvern útúrdúr og enda svo í bænum.

Ef menn vita eða þekkja til þarna á svæðinu. Þar að seiga vita um slóða eða eitthverjar torfærur eru allar hugmyndir kærkomnar.

Ferðin er ætluð öllum og óbreittir suzuki jeppar ættu að rúlla þessu upp með annari.

Ef ske kynni að veður hamli eitthvað ferðaáætlun förum við í laugafell og halda okkur við svipaða ferðaáætlun og hér seigir. Sama með færð við miðum útfrá því að allir geti komið með í ferðina.

Endinlega koma með fyrirspurnir og fylgjast með gangi mála inni á spjalli/hittingar og gera sem messt úr þessu.

Einnig má nú alveg taka það fram að þetta er ein af mörgum ferðum sem við viljum taka í sumar svo að ef fólk kemst ekki núna er um að gera að mæta bara í þá næstu.

http://www.veidikortid.is/?PageID=24

Með von um góða mætinu EinarR
EinarR on Thursday 03 June 2010 - 22:15:32 | Read/Post Comment: 4
Comments
AA-Robot
04 Jun : 11:08
Reply to this
ég væri feitt til að koma með en vantar bara að redda bretta köntum svo ég spóli ekki drullu uppá þak á bílin er komin með bretti sem þarf að mixa á bílin einhver sem er góður í mixi og vill rétta hjálpar hönd
ingolfurkolb
09 Jun : 08:30
Reply to this
Langavatn hljómar vel fyrir utan það að það má ekki byrja að veiða þar fyrri en 15 júní samkvæmt veiðikortinu. http://www.veidikortid.is/?PageID=146

Spurning hvort það megi þá talda þar. Hefur einhver tékkað á þessu?

Comments are locked
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design