Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Sævar
Sat Apr 17 2010, 01:53p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Nýja súkkan hjá mér í smá sjænun



Ekkert slag í þessari hjóllegu



Fékk þessa algóðu hjóllegu hjá Ragga partasala



Glöggir menn sjá að þetta hjól hallar talsvert inn að ofan. Þetta er vegna þess að demparafestingin að ofan er gengin inn(grindin bogin, til þess að laga þetta ætla ég mér að smíða stillanlegan svokallaðan "strut bar" eða strutbrace sem stífir demparaturnana sundur og stillir þar með camber hallann og heldur honum föstum.



Hér er hallinn tiltölulega í lagi en ströttinn hreyfist þó slatta þegar bíllinn fjaðrar.



Hér voru allar bremsur pikkfastar og ónýtar



Skrítin upphersluró á legunni, eflaust þarf sérstakan topp til að losa hana, en herslan á henni er 228 newtonn til að kremja krumpuhring sem heldur legunni hertri. Legan sem ég setti svo í er bara eðlilega tvöföld kónísk keflalega sem er stillanleg með góðu móti



Sparar manni sporin að kaupa allt leguhúsið og skilur ekkert eftir nema liðhúsið



Svo var ákveðið að hjólastilla hollenska drauminn enda miklir aksturseiginleikar í húfi ;o



Síls h/m, búið að skipta um ytra byrðið en það innra er ónýtt orðið



v/m búið að skipta um ytra byrði en það innra er sennilega hægt að laga



Undirvagninn, fyrsta skipti sem ég sé súkku með ryðgaða grind ;o



Vélin míglekur olíu, virðist koma aftanúr vélinni niður úr kúplingshúsinu, einnig lekur niður með kveikjunni og svo míglekur hún olíu um fremri sveifaráspakkdós þannig sennilega hefur öndunin stíflast einhverntíma nema olían sé bara svona ógeðsleg(sem hún er.)
Back to top
birgir björn
Sat Apr 17 2010, 01:57p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
þessi lega, eins og nýtt, flottur bíll, gerir þennan góðan í sumar
Back to top
jeepson
Sat Apr 17 2010, 03:39p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Afhverju kallaru þetta hollenska drauminn?
Back to top
Sævar
Sat Apr 17 2010, 03:41p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ég veit það ekki, það stendur bara í baksýnisspeglinum. Hugsanlega er verið að vitna í eitthvað Red Light þar sem bíllinn er jú rauður.

Nei ég hreinlega veit ekki en Hollenski Draumurinn er geðveikt nafn
Back to top
einarkind
Sat Apr 17 2010, 07:54p.m.
einarkind
Registered Member #56

Posts: 244
þér fynst greinlega gamann að fera rauðahærður og safna rauðum bílum hehe
Back to top
Sævar
Sat Apr 17 2010, 08:14p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það er hundleiðilegt að vera rauðhærður, en það er snilld að vera bæði rauðhærður og feitur á sama tíma ;o
Back to top
Aggi
Sat Apr 17 2010, 08:14p.m.
Rauðhaus
Registered Member #13

Posts: 270
nakvaemlega
Back to top
jeepson
Sat Apr 17 2010, 09:04p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
jáhá. þið eruð auðvitað bara ruglaðir. hehe
Back to top
Magnús Þór
Sun Apr 18 2010, 12:18a.m.
Magnús Þór
Registered Member #80

Posts: 143
feitur ,rauðhærður og skeggjaður,drulluskítugur uppfyrir haus með verkstæðisderhúfu !
Back to top
Aggi
Sun Apr 18 2010, 02:58a.m.
Rauðhaus
Registered Member #13

Posts: 270
ja,ja,ja,ja nei ekki derhufu
Back to top
helgakol
Sun Apr 18 2010, 02:59a.m.
helgakol
Registered Member #9

Posts: 96
haha ég er að reyna! með litað rautt hár og reyni að ná Agga
Back to top
hilmar
Sun Apr 18 2010, 11:47a.m.
Registered Member #24

Posts: 155
Þetta ætti að vera létt. fyrir utan það að fitna ég held ég geti það ekki.
Back to top
stedal
Mon Apr 19 2010, 12:45a.m.
StefánDal
Registered Member #349

Posts: 89
Þú vilt ekki selja þessa?
Back to top
EinarR
Mon Apr 19 2010, 10:49a.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Ég efa að sabi láti þannan stax! auk þess er besst að láta hann gera hann alveg tipptopp áður en maður bíður í hann
Back to top
Sævar
Mon Apr 19 2010, 12:17p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
hehehe já ég sel hana allavega ekki fyrren hún er orðin eins og ný, annars er klárt að mínir bílar seljast í forgang til innanfélagsmanna og þess má geta að stutti bíllinn minn hrár eins og hann stendur á 33" er alveg falur fyrir rétt verð, en hann er ekki ódýr
Back to top
EinarR
Mon Apr 19 2010, 01:36p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Slétt skipti á justy?

[ Edited Mon Apr 19 2010, 01:56p.m. ]
Back to top
Sævar
Mon Apr 19 2010, 06:15p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
það má skoða það, seinna
Back to top
Sævar
Sun Apr 25 2010, 04:49p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405



pústsmíðin heppnaðist ekki alveg jafn vel og ég vonaðist, en dugar kannski fyrir skoðun

[ Edited Sun Apr 25 2010, 04:50p.m. ]
Back to top
birgir björn
Sun Apr 25 2010, 07:59p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
er púst ekki óþarfa aukabúnaður sem þyngir bara bílinn
Back to top
Sævar
Sun Apr 25 2010, 09:18p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
eg segi það, en ég ætla nú að kúta þetta eithvað held ég, þetta er full kjánalegt svona maður fær ekki frið frá hondu snáðum og imprezu hnökkum
Back to top
jeepson
Sun Apr 25 2010, 10:19p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Þú getur altaf tekið honduranr og prezurnar í spyrnu, svo lengi sem það sé utanvegar hehe
Back to top
Arnar
Tue Apr 27 2010, 12:21p.m.
Registered Member #250

Posts: 4
hehe vinur minn átti þennan bíl og kallaði hann hollenska drauminn því hann leigði einhverjum feitum hollenskum gaur bílinn þegar billinn var orginal. og hann borgaði aldrei og lofaði svo að borga næst og eithvað enn vildi aldrei skila bilnum sagðist vera erfitt að fá peninginn sinn í landið. þannig að félaginn minn tók hann afhonum og kallaði hann hollenska drauminn eftir það hehe. flott hjá þér að halda nikkinu
Back to top
Sævar
Tue Apr 27 2010, 12:47p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Já um að gera, gaman að vita söguna líka takk fyrir inngripið
Back to top
Sævar
Tue Apr 27 2010, 09:05p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Smá update frá föstudeginum


Fyrst var þetta gat sirka jafn svert og saumanál, svo ætlaði ég aðeins að fara yfir gatið með slípiskífu til að hreinsa af þessu málninguna og skítinn en gatið bara stækkaði og stækkaði þangað til það var orðið sirka 4x9 á stærð, þannig það stóð ekki annað til boða en að sjóða nýja bót í staðinn


Ég er ekkert sérstakur suðumaður en þetta heldur, efnið er alls ekki þykkt, allavega þynnra en þunnt púströr og á lægstu stillingu á græjunni var ekki hægt að heilsjóða þannig punktsuða var það eina sem stóð til boða.
Hvíta skánin er af suðunni sem kemur innan frá.

Þess má til gamans geta að bótin í gatið er efni úr gömlum tölvukassa sem eitt sinn hélt sukka.is gangandi!



Losa þarf framdrifið til að ná pönnuni niður, og það er samt þröngt að losa pönnuna vegna þverbitans sem heldur spyrnunum.

Hægt að auðvelda sér smá með því að losa gírkassapúðann og tjakka gírkassann upp og halla vélinni þannig fram en ég nennti því ekki og þetta gekk sæmilega

[ Edited Tue Apr 27 2010, 09:06p.m. ]
Back to top
jeepson
Tue Apr 27 2010, 09:09p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Hollenski draumurinn verður bara eins og nýr áður en þú veist af
Back to top
Sævar
Tue Apr 27 2010, 09:14p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þá get ég kannski selt hann, ég ætla aldrei að selja ónytan óskoðaðan bíl, ég þarf eitthvað að athuga öxlana að framan mér heyrist báðir ytri liðirnir vera ónýtir, allavega syngur og hringlar í þeim ef maður setur í framdrifið. Einnig er öxulhosan rifin öðru megin að framan við ytri liðinn og af magninu af sandi og drullu í honum að dæma hefur hosan verið rifin töluvert lengi. Ég á annan öxulinn til á lager en hinum verð ég að redda mér, helst með hosum í lagi og öllu saman.

Ætla líka að fá betri lokur, þessar eru stirðar og lélegar orðnar, og ég nenni ekki að eyða tíma í að laga svona noname plast drasl lokur.

Svo þarf að fara í ryðbætingar og ég sé ekki fram á að ná að gera við tvær næstöftustu boddýfestingar sem eru ryðgaðar burtu og brotnar án þess að hífa boddíið af grindinni. Og þá er spurning um að nota tækifærið og skipta um grind því það er komin sprunga í grindina á allavega tveim stöðum og hún er talsvert ryðguð á nokkrum afmörkuðum stöðum.


Þetta er nú allt sem er á listanum en það sem mest liggur á er að koma druslunni í gegnum skoðun því fresturinn rennur út ekki á morgun heldur hinn ;o
Back to top
stebbi1
Tue Apr 27 2010, 11:43p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
þú ert nátla ekki eðlilegur
enda er ekkert betra að vera það
Back to top
jeepson
Tue Apr 27 2010, 11:46p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
hehe sumir hafa bara einfaldlega gaman af því að gera við brasa í bílunum. Mikilvægast er að menn hafi gaman af þessu
Back to top
Brynjar
Tue Apr 27 2010, 11:50p.m.
Registered Member #26

Posts: 445
það voru 2 boddýfestingar nánast riðgaðar í burtu hjá mér en það var hægt að gera það með boddýið á grindinni ég notaði síðan bara vel þykkt boddýstál í þær svo þær eru ekki að fara fet á næstunni.
Back to top
stebbi1
Wed Apr 28 2010, 11:23a.m.
Registered Member #57

Posts: 355
jájá enda er ég ekkert minna klikkaður
maður væri ekki að þessu ef maður hefði ekki gamann að því.
Back to top
Sævar
Wed Apr 28 2010, 12:40p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Já brynjar ég hef svolítið verið að velta þessu fyrir mér sennilega næ ég þessu almennilega ef ég tek afturhásinguna undan, en það kemur ekki til greina af minni hálfu að gera þetta eitthvað hálfklárað. Þetta verður að ég held aldrei almennilegt nema ég skeri allt í burtu sem í kringum brotið er og valsi nýtt botnstykki í boddíið :o
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design