Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Cons`
Sun Apr 18 2010, 03:04p.m.
Registered Member #366

Posts: 46
Sælir!
Ég er nýr á þessu spjalli og kominn með augu á góða Súkku, en það er einn "galli". Hún er alveg orginal.

Ég var að sá hvort að það væri mikið mál að breyta henni fyrir 33", hvað þarf að gera og hver gæti áætlaður kostnaður orðið við breytingar?

Er bara verið að setja klossa undir grindina og skera úr?

Væri geggjað ef einhver gæti sagt svona step to step í grófum atriðum hvernig væri best að breyta henni.
Back to top
AA-Robot
Sun Apr 18 2010, 03:32p.m.
aa-robot

Registered Member #137

Posts: 304
ég er að breyta jimny og er að lenda í smá veseni .. svo er líka spurning hversu mikið ætlar þú að gera sjálfur en þetta er nokkurn vegin klossar á gormana lengingar á dempara og stífu síkkun .. alla vega fyrir jimny get alveg ímyndað mér að þetta er ósköp svipað fyrir vitöru
Back to top
Sævar
Sun Apr 18 2010, 03:50p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þú getur leikið þér eins og þú vilt, bíllinn sem ég var að fá í hendurnar núna síðast er á 33" og er bara boddíhækkaður og skorinn, alveg orginal fjöðrun

hin vitaran mín er bæði boddí og fjaðrahækkuð og hefur því meiri fjöðrun og er hærri en hinn bíllinn en ekki jafn skemmtileg fjöðrun að mínu mati

það er hægt að koma 33" dekkjum undir súkku fyrir mjög lítinn pening, eins og áður var sagt skiptir mestu máli að geta unnið sjálfur
Back to top
Cons`
Sun Apr 18 2010, 05:18p.m.
Registered Member #366

Posts: 46
Allright, ég get gert þetta allt saman sjálfur.

Bara að spá hvað ég þyrfti að gera.

Er semsagt nóg fyrir mig að setja klossa undir og skerúr?

Missir hann ekkert aksturseiginleika og fleira við þessar breytingar?
Back to top
Sævar
Sun Apr 18 2010, 05:32p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Mesta aksturseiginleika missir hann við að fá þyngri dekk og felgur og breiðari.

En auðvitað missir hann vissa eiginleika við að fá hvers konar hækkun, hann verður svona "jeppalegri" skulum við segja.

Það eru til bílar á 33" sem eru bara skornir og engin upphækkun, svo upphækkun og skurður er feikinóg, en auðvitað smíðarðu þetta bara eftir þörfum og eftir því hve mikla fjöðrun þú vilt og hvort þér er sama að dekkin rekist aðeins í við misfjöðrun
Back to top
Cons`
Sun Apr 18 2010, 07:48p.m.
Registered Member #366

Posts: 46
Eitt að lokum, hvernig er með stýrið og svona?
Back to top
Brynjar
Sun Apr 18 2010, 08:47p.m.
Registered Member #26

Posts: 445
það er hægt að dragla stýrisöxulin einhvað út þar að segja öxullinn sem fer úr hvalbak og í maskínu þannig það þarf ekkert að eiga við það held ég.
Back to top
Sævar
Sun Apr 18 2010, 09:08p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
minn er hækkaður 8cm og ekkert búið að eiga við stýrisstöngina, enda liggur hún nánast alveg þvert og því lengist vegalengdin voða lítið, öðruvísi t.d. í toyotum þar sem stöngin hallar mikið niður úr kvalbaknum, þá þarf að lengja stöngina.
Back to top
Cons`
Sun Apr 18 2010, 09:41p.m.
Registered Member #366

Posts: 46
Ahh, okay.. Geggjað!

Þá eitt í viðbót! Eru þið að breyta drif hlutföllum eða með þetta allt orginal?

Btw, takk kærlega fyrir góðar upplýsingar!
Back to top
birgir björn
Sun Apr 18 2010, 09:49p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
skrítið hvað menn tala mikið um aksturseiginleika þegar talað er um að breyta súkkum, menn eiga ekki að vera spá alltof mikið í henni svo fremur sem bíllinn er ekki hættulegur, menn eru yfirleitt að breyta bílunum uppá drifgetu en ekki útlit, eg held að menneigi að vera að skifta út aksturseiginnleikum fyrir drifgetu, ef menn vilja mikla aksturseiginleika þá eiga menn alls ekki að breyta bílonum yfirleitt
Back to top
Sævar
Sun Apr 18 2010, 09:57p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
í vitöruna er oftast skipt í 5.12:1 hlutföll sem eru orginal í flestum sidekick 1600 og sumum vitörum, þó er engin leið til að vera viss nema skríða undir bílinn og telja til að fá á hreint hvaða hlutfall er í drifunum.

Annars miða ég oft við að á 100 km hraða er ég á 2900 sn í 5 gír á 33" dekkjum á 5.12 hlutföllum

en þetta fellur um sjálft sig þar sem mér skilst að til séu 3 gerðir af 3 4 og 5 gír hlutföllum í vitara og sidekick línunni, blöndungsbíllinn er með það lægsta og sumir þeirra jafnvel með 5.38 drifhlutföll


en þetta er eins og margt annað í þessu bara það sem hverjum og einum þykir best.

ég er t.d. ósammála kenningu birgis um að bílar þurfi ekki aksturseiginleika þó þeir séu breyttir, en sennilega er það vegna þess að ég er einn þeirra sem viðurkennir að jeppinn minn er 99% notaður í malbiksakstur
Back to top
jeepson
Sun Apr 18 2010, 10:48p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Ef þú ert með 5dyra bílinn þá veit ég um kanta fyrir 33" bróðir minn er með kanta, ég held að hann sé hættur við að breyta sínum bíl. bíllinn minn er hækkaður 2" á boddý og 2" á gormunum. Hann rekst í innri brettin í fullri beyju en það böggar mig ekkert. Annars Virðist þetta vera lítið mál að hækka þessa bíla.
Back to top
birgir björn
Sun Apr 18 2010, 10:51p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
minn er að vísu líka nær eingaungu notaður innanbæjar nema stöku sinnum, enn einfaldlega með þvi að setja orginal dekkinn undir aftur þá er eg buin að enduheimta alla þá aksturseiginnleika sem hann hafði og gott betra en það þvi núna er hann með stýrisdempara, svo eg væli ekki og set 33" bara undir þegar þarf hehe, en já þetta er gríðarlegt smekksatrði

[ Edited Sun Apr 18 2010, 10:52p.m. ]
Back to top
GudmundurGeir
Thu Apr 22 2010, 12:08a.m.
Registered Member #279

Posts: 63
Bara kaupa minn er að vinna í myndunum til að senda á þig, loksins:)
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design