Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Björn Ingi Óskarsson << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
björn ingi
Sun Sep 27 2009, 02:10p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Sælir félagar
Björn Ingi heiti ég, bý á Skagaströnd og er svo lánsamur að vera stoltur eigandi að Suzuki jeppabifreið, nánar tiltekið Suzuki SJ 410 löngum.
Það er búið að breyta þessum bíl mikið í gegnum tíðina og reyni ég að telja hér upp það helsta. Í bílnum í dag er Volvo B230 vél og fimm gíra Volvo gírkassi, orginal 410 millikassinn, Willis hásingar Dana 27 að framan og Dana 44 að aftan báðar læstar, 4 linka að aftan með loftpúðafjöðrun og Rússa blaðfjaðrir að framan. Bíllinn er hækkaður á boddýi og lengdur milli hjóla um 15-20 cm, einnig er í honum 150 lítra bensíntankur, reimdrifinn loftdæla, VHF talstöð og CB stöð.
Búið er að skipta út 410 mælaborðinu og setja mælaborð úr 413 og svo er búið að gera hann að pickup. Þetta er nú það helsta held ég, jú ekki má gleyma að hann er á 38" Mudder á 13" breiðum tveggjaventla felgum. Nú stendur til að fara í meiri breytingar ef ég kemst einhverstaðar í húspláss en ég er svo óheppin að eiga ekki skúr. Stendur til að setja undir Toyotu LC 70 hásingar og breyta í gormafjöðrun að framan og líka að smíða lok á skúffuna til að geta lokað henni og notað sem farangurgeymslu í fjallaferðum og svoleiðis. Það voru líka pælingar að setja 3,5 Rover vél ofan í hesthúsið en það verður ekki að sinni, kannski seinna hver veit. Að lokum langar mig að ganga formlega í Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda. Fyrir þá sem hafa áhuga þá er ég með síðu þar sem er fullt af myndum af þessum bíl og öðrum sem ég hef átt á http://www.123.is/ofursuzuki Kv. Björn Ingi

Henti hérna inn mynd af gripnum eins og hann er í dag

[ Edited Sun Sep 27 2009, 07:49p.m. ]
Back to top
birgir björn
Sun Sep 27 2009, 02:19p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
stendur í mindasafninu, að hvíta súkkan hafi endað líf sitt á sauðarkrók, eg er næstum viss um að hún er það enn og lítur vel út, allavega er eins bíill þar hvítur á 33 með svarta allveg eins brettakanta, var allavega þar seinast þegar eg vissi, ps flottur bíll hjá þer, vastu hættur við að selja hehe
Back to top
björn ingi
Sun Sep 27 2009, 02:25p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Sæll Birgir og takk fyrir kommentið, já ég er hættur við að selja. Hvíta Súkkan var rifin því miður og ég veit þetta af því að ég fékk
úr henni millikassann hjá þeim sem átti hana og reif. Skömm að því fara svona með þennan bíl en svona er þetta bara, menn kunna ekki gott að meta.
Back to top
birgir björn
Sun Sep 27 2009, 02:35p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
já okey svoleiðis er þetta nýlega skeð? innan við 2 ár síðan? allger synd eg var buin að dást mikið af þessum bíl,

[ Edited Sun Sep 27 2009, 02:36p.m. ]
Back to top
björn ingi
Sun Sep 27 2009, 02:43p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Já hann var rifinn 2008 um haustið held ég. Já þetta var nefnilega skemmtilegur bíll að mörgu leiti, með vél úr 413 bíl og eftir að hann kom á 33"
bara fjandi duglegur í snjó og ófærð. Hann var farinn að ryðga dálítið sérstaklega toppurinn og í kringum afturhurðina en ekkert sem ekki mátti laga.

BIO
Back to top
gisli
Sun Sep 27 2009, 03:07p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Sæll Björn Ingi.
Mikið er ég glaður að þú ert hættur við að selja súkkuna. Það hefur reyndar staðið til að hafa samband við þig og biðja þig um að ganga í klúbbinn. Skagaströnd er í miklum metum hjá Súkkueigendum og gott að eiga hauk í horni þar.
Back to top
björn ingi
Sun Sep 27 2009, 03:19p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Sæll Gísli
Já hér á árum áður stóð Súkka við annaðhvort hús í bænum en því miður fer þeim nú fækkandi.
Samt leynast nú en nokkrir ef vel er gáð, t.d. þessi blái 38" með rauðu og gulu röndunum sem er sjálfskiptur með Volvo túrbó vél
og held ég Willishásingum. Verst að sá sem á hann er búinn að loka hann inn í gám til geymslu þar sem hann verður örugglega ónýtur. Mér skilst
að það sé eitthvað vandamál með innspýtinguna, þetta er mekanísk innspýting að hætti Volvo. Þessi bíll virkaði alveg
rosalega vel með nóg af hestum í húddinu.
Með kveðju frá Súkkuströnd
Back to top
gisli
Sun Sep 27 2009, 03:27p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Til fróðleiks, þá er hérna mynd af mér í myndaalbúminu hjá þér á Steinnýjarstaðafjalli:
http://ofursuzuki.123.is/album/default.aspx?aid=149334
(ég stend í bláum galla við vélssleðann)
Man að ég horfði öfundaraugum á súkkuna þína þennan dag.

[ Edited Sun Sep 27 2009, 03:38p.m. ]
Back to top
björn ingi
Sun Sep 27 2009, 03:54p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Ja hérna, heimurinn er lítill maður. Það var nú ekki leiðinlegt að stinga Toyotuna af þarna upp fjallið, margmiljónkróna björgunartækið.
Ég er nú í björgunarsveitinni hérna á Skagaströnd og stakk einu sinni upp á því að við fengjum okkur svona 3-4 Súkkur í staðinn fyrir þessar Toyotur,
það var nú ekki tekið vel í það enda helst ekkert nema Toyotukallar þarna á ferð. Meiri merkjadellan hjá þessum mönnum alltaf

BIO
Back to top
Sævar
Sun Sep 27 2009, 05:52p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Velkominn Björn, þeim fjölgar hratt, snillingunum sem skrá sig á þetta spjall.
Back to top
björn ingi
Sun Sep 27 2009, 06:11p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
Takk fyrir það Sævar. Ég hélt að alvöru Súkkukallar væru tegund í útrýmingarhættu en svo er greinilega ekki og þökk sé ykkur hér
þá fékk ég vitið aftur en eins og alþjóð er kunnugt ætlaði ég að fremja þau helgispjöll að selja Súkkuna mína.
Nú er maður svoleiðis búinn að fá máttinn aftur að þó ég þurfi að gera það sem ég þarf fyrir mína eðal Súkku úti undir berum himni skal það gert. AMEN

BIO
Back to top
gisli
Sun Sep 27 2009, 06:52p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Megi mátturinn vera með þér
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design