Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Klúbburinn :: Myndir
19 Apríl 2010 Að gömlu markarfljóts brú + Þykkvabær út á strönd << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Tryggvi
Sat Jun 12 2010, 01:14a.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Hæ hæ

Við kærastan fórum að gömlu markarfljóts brúnni 19 Apríl þegar allt var lokað og nýlega búið að flæða yfir brúnna í smá tíma. Tókum nokkrar myndir af þessu:



Við héldum í fyrstu að það væru fullt af mávum út um allt. En svo kom í ljós að þetta voru lítil brot úr jöklinum






Út á ströndinni hjá Þykkvabæ:


Það lítur kannski ekki beint út fyrir að vera erfitt færi eða þung fært... En það var það samt. Sandurinn tók mikið í og það var full þörf að vera í 4x4 og lága drifið allan tíman.








Þegar ég var kominn upp að horfa á útsýnið þá fannst mér í raun hóllinn mun minni en þegar ég var niðri á sandinum að horfa upp.

Það er mun hærra niður en lítur út á mynd.



Það voru fullt fullt af svona hólum til að leika sér á.

Ég tók nokkrar ferðir yfir þennan. Það heirðist eitthvað í kærustunni fyrstu ferðina, he he. Enda smá rússibana ferð þegar þetta er tekið á ferðinni.




Læt þetta duga í bili
Kveðja,
Tryggvi
Back to top
jeepson
Sat Jun 12 2010, 01:20a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Flottar myndir hjá þér. Ég fór nú einusinni í fjöruna í þykkvabæ á ranger sem að ég átti þegar ég bjó á Hellu. Sá bíll var læstur að aftan og á 38" og hann átti meir að segja erfitt þarna í sandinum. Það er eða var allavega mjög vinsælt að farta þarna um á krossurum og fjórhjólum.
Back to top
Sævar
Sat Jun 12 2010, 01:28a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þetta eru mjög merkilegar myndir flott landslag og mikil náttúrudýrð sérstaklega svona fljótt eftir flóðið.
Back to top
Sævar
Sat Jun 12 2010, 01:29a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Eg skil ekki hvað fólk er að hr´æðast þessar náttúruskemmdir, hvað þá á sandinum, það sést best núna hvað það tekur fáa daga til að rústa þessu öllu aftur, flæðir yfir allt + aska.

Svo ekki sé talað um fokið, hjólförin hverfa á nokkrum vikum
Back to top
jeepson
Sat Jun 12 2010, 02:31p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Sævar wrote ...

Eg skil ekki hvað fólk er að hr´æðast þessar náttúruskemmdir, hvað þá á sandinum, það sést best núna hvað það tekur fáa daga til að rústa þessu öllu aftur, flæðir yfir allt + aska.

Svo ekki sé talað um fokið, hjólförin hverfa á nokkrum vikum


Sammála
Back to top
Tryggvi
Wed Jun 16 2010, 10:55p.m.
Registered Member #356

Posts: 198
Sælir

Já, ég sá fullt af hjólförum eftir krossara og/eða fjórhjól þarna á sandinum.

Ég reyndar hitti á bónda sem ég spurði til vegar hvernig átti að komast út að fjöru og spurði hann einnig hvort það væri alveg í lagi að ég brunaði þarna út eftir og á sandinn. Hann hélt það nú! Hann sagði að það væri í fínu lagi, bað mig bara að passa að festa mig ekki svo hann þyrfti ekki að koma og bjarga mér, mig langaði svo að segja, hva, áttarðu þig ekki á því að ég er á SÚKKU! He he he. En ég skil þessa athugasemd svo sem mæta vel. Færið er frekar þungt og ef maður festir sig út við sjó þegar það er fjara... Úff, ef það kemur svo flóð og bíllinn fer á kaf, það væri sár missir fyrir hvern sem er. Ég tel að það hljóti að vera í lagi að aka þar um. Þegar menn hugsa þetta rökrétt. Ef ég má labba út um allt eða hlaupa á sandinn þar, þá marka ég örlítið dýpra með hverju fótskrefi eftir mig sjálfan heldur en dekkin á bílnum mínum marka í sandinn. Þannig að bíllinn hefur minni áhrif á umhverfið þarna en ég að ganga. Ég er ekki að reyna snúa út úr varðandi náttúruspjöll eða neitt þannig, heldur að gera grein fyrir raunverulegum aðstæðum og hvernig ég sé þetta miðað við mína reynslu. En ég er ekki hlynntur utan vega akstur á grasi eða hreinni ósnortinni náttúru þar sem gróður er mikill eða stór sér á landinu eftir þess legs akstur.

Kveðja,
Tryggvi
Back to top
jeepson
Thu Jun 17 2010, 04:21a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Það á engin að þurfa að hafa áhyggjur að rúnta um í fjöruni í þykkvabæ. Enda er mikið hjólað í henni. En já þetta er frekar þungt færi og eins og þú segir leiðinlegt ef að menn festa neðalega í fjöruni. Maður fékk alveg að finna fyrir því þó svo að maður væri á 38" trukk með nóg af afli og læstum drifum. ég fór nú aldrei á fjórhjóli þarna í fjöruna þegar ég bjó á Hellu. En bræður mínir fóru nú stundum og höfðu gaman að alveg þangað til að fjórhjólið eiginlega dó
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design