Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Godi
Mon Oct 12 2009, 10:29p.m.
Registered Member #21

Posts: 174
Sælir einhverjar gangtruflanir hafa verið í bílnum hjá mér núna í einhvern tíma er búinn að skifta um þetta helsta, t.d. kerti, loftsíu og bensínsíu einnig tók ég spíssana úr og lét þvo þá og greinina. Prófaði svo að hafa bílinn í gangi og taka eitt og eitt háspennukefli úr og á einu sást greinilega að það var verið að neista útí blokkina en gangurinn versnaði mikið þegar það var tekið úr svo þegar annað var tekið úr breyttist gangurinn ekki neitt en það kefli var samt að gefa straum. Nú spyr hvað þið haldið að þyrfti að gera og hvort einhver af ykkur vissi af svona bíl í varahluti eða einhvern sem ætti svona háspennukefli mætti allveg vera ónýtt.
Kv.Goði
Back to top
birgir björn
Mon Oct 12 2009, 10:49p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
ertu að tala um kertaþþræðina, ef það gerist ekkert þegar einn er tekin ur sambandi þá er sá örugglega farin, en það getur lika orsakað leiðindi ef hann er að neista ut í blokk
Back to top
Sævar
Mon Oct 12 2009, 10:57p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Er þessi ekki með eitt kefli fyrir hvern þráð, eða eitt kefli fyrir hverja tvo

En ef gangurinn breytist ekkert við að hætta að gefa neista á kerfi þá er augljóslega eitthvað að í þeirri rás.
Back to top
birgir björn
Mon Oct 12 2009, 11:02p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
eru keflin eitthvað að stríða er það algeingt, eru ekki þræðirnir þá frekar að gefa sig,
Back to top
Sævar
Mon Oct 12 2009, 11:04p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
keflin eru yfirleitt bara on eða off en stundum hætta þéttarnir í þeim að opna og loka nægilega hratt, s.s. ná ekki að hlaða sig fullkomlega undir snúningi, þá eru keflin líka ónýt en þetta er sjaldgæft!
Back to top
Godi
Mon Oct 12 2009, 11:35p.m.
Registered Member #21

Posts: 174
Það er kefli á hvern cylender var svo að spá hvort deilirinn væri bilaður. Þætti vænt um ef einhver ætti svona ónýtan sem hægt væri að taka í sundur og skoða
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design