Rakst á þessa síðu fyrir slysni og langar til að deila með ykkur minni súkku vitleysu. Ég á 2005 basúkku sem ég breytti í pallbíl tróð undir 31" og setti eithvað smávegis af aukajárni til styrkingar. Búinn að þvælast á þessu út um allt. Búinn að eiga nokkra jeppa, þvælast á fjöllum á fullt af öðrum jeppum en þessi er sá skemmtilegasti af þeim öllum. Ég kann ekkert á þessa síðu hvorki að setja inn myndir eða linka á vídeó en þeir sem vilja geta kóperað þennan link: http://www.youtube.com/view_play_list?p=3144A28EF4EAFC01 og skoða eitthvað af þessari vitleysu http://www.youtube.com/view_play_list?p=3144A28EF4EAFC01 eða virkar þetta kannski?
ef ég finn einhverstaðar hlutföll í hann þá set ég hann á 33 eða 35. en eins og hann er svona þá samsvarar hann sér ansi vel, léttur og kraftmikill, fæ hann til að fljóta á afli ef þess þarf, en það hverfur á stærri dekkjum. hann flýtur samt fáránlega á ekki stærri hjólum
Færð ódýra hlutfallalækkun með því að setja Samurai millikassa. Niðurgírun í bæði háa og lága. Gætir líka mixað þér Rocklobster og þá ertu í góðum málum. En svalur bíll og gaman að fá Jimny í klúbbinn.