Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Smáauglýsingar :: Vara og aukahlutir
Vantar eitt stykki rúðuþurrkuarm << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
LiljarM
Tue Oct 27 2009, 03:39p.m.
Registered Member #38

Posts: 19
Það fór í verra, ég var búinn pússa allt ryð af rúðuþurrkuarmunum mínum og spreyja og gera þá sæta og fína Síðan ætlaði ég að setja þær í, ég greinilega herti of mikið og það var til þess að ein þeirra brotnaði við skúfganginn.
Var að spá hvort einhver ætti eitt stykki rúðuþurrkuarm á góðu verði?


[ Edited Tue Oct 27 2009, 03:55p.m. ]
Back to top
Sævar
Tue Oct 27 2009, 03:51p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Yfirleitt er hægt að ná öxlinum sjálfum út, c.a. 22MM og verulega þunn ró sem herðir öxulinn upp að boddíinu innanfrá.

Það hlýtur einhver að eiga þetta ódýrt eða gefins handa þér.....

Svo þarf bara rétt að tilla rónni á því hún heldur þurrkuörmunum bara í rílunum á öxlinum sem tekur á sig allt álag.
Back to top
LiljarM
Tue Oct 27 2009, 03:58p.m.
Registered Member #38

Posts: 19
Sjálfur rúðuþurrkuarmurinn brotnaði við skrúfganginn, ekki litli pinninn sem gerir rúðuþurrkunum kleift að hreyfa sig.
eða er ég að misskilja þig? ertu ekki að tala um litla pinnann sem armurinn er festur við ?
en alla vega ef einhver á rúðuþurrkuarm þá er hann vel þeginn
Back to top
Sævar
Tue Oct 27 2009, 04:22p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ok ég skil þig, man einmitt núna að armurinn sjálfur er úr áli þannig það gæti passað að hann slitni.

Raggi Róberts á þetta pottþétt 662 4444

svo veit ég að EinaR og Aggi og félagar eru að rífa einn og selja þér þetta sjálfsagt ódýrt.
Back to top
LiljarM
Tue Oct 27 2009, 04:27p.m.
Registered Member #38

Posts: 19
takk fyrir það sævar
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design