Sælir, ég tók þá ákvörðun að flytja vestur á Ísafjörð mánaðarmótin feb/mars og vissi ég af einum fox hér inní djúpi. Ég fór og spurðist fyrir um hann og komst að því að gæinn átti tvo. Fór svo stuttu seinna og keypti þá báða, fékk þá senda hingað inn á ísafjörð og fór aðeins yfir þá. Báðir eru upprunalega SJ410 en búið er að swappa kraminu í svarta út fyrir SJ413 og þarf aðeins að fara yfir blöndung og gírkassa en boddýið er nokkuð heilt. Hinn er alveg orginal og kram í góðu standi fyrir utan að kúplingin er föst í gír en hægt að keyra og skipta um gíra en boddýið er alveg ónýtt. Sá svarti hefur fengið nafnið Hlaupastingur og sá grái hét Músúkí Lambkrúser en það hefur breyst í "Foxy" (sambland af Fox og Buggy)
Og já, þetta eru s.s. fyrstu súkkurnar mínar, og ekki þær síðustu
Hér koma nokkrar myndir af þeim tveimur eins og þeir voru þegar ég fékk þá og svo eins og þeir eru í dag.
Svona var svarti þegar ég fékk hann inná ísafjörð og pússaði húddið aðeins upp.
Svo var húddið grunnað og skánaði bíllinn heilan helling í útliti bara við það.
Svo var farið að leika sér aðeins, og btw, hann er ekki fastur þarna
Svona fékk hann að standa á meðan ég vesenaðist í að fá númerin á hann og dútla í innréttingunni.
Eftir að hann var grunnaður alveg, þá varð maður að finna sér smá snjó
Ég ákvað svo að splæsa í svarta málningu og gera hann aðeins meira röff, og auðvitað var honum stillt upp við hliðina á hinu dótinu.
Þá kemur að hinum gripnum. Boddýið alveg ónýtt, hefði nánast verið auðveldara að smíða nýtt boddý á hann, en þá var annað ákveðið.
og þetta er ókláraður afraksturinn, fox-buggy. Ég á enþá eftir að smíða smá veltigrind og fjarlægja meiri þyngd úr honum, en það er þvílikt fjör að leika sér á honum.
Sá svarti eins og hann stendur í dag er ekki búinn að breytast mikið en hann er orðinn nokkuð fínn, að mínu mati allavegana, sérstaklega með þennan fallega 16 miða á númeraplötunni
Og ég skipti um sæti í honum því hin voru alveg hræðileg, setti stóla úr subaru imprezu
og það sem mér finnst magnaðast er að ég fékk það staðfest að boddýið á svarta er ekki komið yfir 100þúsund kílómetrana
Framtíðarplönin með þessa tvo eru nokkuð einföld.
Svarti: ná honum í gang þrífa blöndung almennilega komast að því afhverju kúplingin er leiðinleg smíða betra pústkerfi undir hann 10" breiðar felgur og 31" dekk toppbogar og geymslukassi aftaná smíða nýja stuðara, bæði fram og aftur setja kastara á framendann, undir framrúðu og á toppinn pússa hann upp aftur og mála hann almennilega
Foxy: finna 8 gata mótor, skiptingu og drif klára að skera hann almennilega veltibogar dráttarbeisli framan á hann til að geta dregið hann á milli staða á svarta
Uppfærsla lenti í því 42 tímum fyrir bíladaga að kúplingin fór í þeim svarta, og ætlaði ég á honum norður, þannig að ákveðið var að redda skúr og mannafli og skipta um mótor, gírkassa og kúplingu 12 tímum fyrir áætlaða brottför. Vorum að vinna í bílunum frá kl átta á fimmtudagskvöldi til kl sjö á föstudagsmorgni og náðum að setja allt saman og tengja, en þá kom upp munurinn á rafkerfunum í bílunum, það vantar spennustillinn í háspennukeflið eða eitthvað annað því hann fær bensín, loft og startarinn snýr og snýr, en hann fær engann neista.. búinn að prófa að skipta um kveikjulok og kveikjuhamar, búinn að skipta um háspennukefli, búinn að prófa að tengja þetta á allskonar vegu en ekkert gerist...
Takk fyrir að hafa sýnt áhuga á yndislegu súkkunum mínum og ég óska ykkur öllum góðs gengis með ykkar djásn.