Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
ivardan
Sun Nov 15 2009, 02:02a.m.
Registered Member #87

Posts: 37
súkkan mín (suzuki vitara 93 með beinni innspítingu) er kominn með hiksta og hún losnar ekki við hann. þegar maður er að keyra hana þá getur maður varla farið yfir 2500 snúninga þá byrjar hún að hiksta og það er aðalega undir álagi maður getur þanið hana soldið meira ef hún er ekki í gír. þegar hún fer að hiksta þá fer chek engine ljósið alltaf að blikka. btv ég er nýlega búinn að kaupa hana og hún var búin að standa áður en ég fékk hana þannig að mig grunar að það sé kanski eitthvað í bensíntankanum því hann var tómur en ég var bara að spá hvort sían væri í tankanum eða eftir tankinn.
Back to top
Sævar
Sun Nov 15 2009, 02:11a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það er mjög hætt við því að einhver stífla sé í bensínrásinni, þannig var það allavega í mínu tilviki. En þá kviknaði samt vélarljósið aldrei.

Það sakar samt ekki að kaupa bensínsíu og skipta, hún kostar rétt rúmlega 1000 krónur í N1.

EN
Fyrst vélarljósið kviknar myndi ég byrja á að athuga með loftflæðiskynjara og púst skynjara. Taka úr sambandi með bílinn í gangi og fylgjast eftir breytingum í gangi, og hvort gangurinn skáni, eða versni, hreinsa spjaldhúsið og EGR opið í soggreininni.(get útskýrt nánar ef þú finnur ekki út úr þessu)

Eins að yfirfara allar vaacum leiðslur á soggreininni og hlusta eftir soghljóði og jafnvel prufa að sulla smá startsprayi yfir svæði þar sem vaacumslöngurnar eru. Ef gangurinn breytist eitthvað þá er vélin einhversstaðar að draga inn falskt loft.

Eins skaltu athuga með loftsíuna, og bensínsíuna, stóð bíllinn með tankinn minna en hálfan?

-Svo í versta falli geturðu látið umboðið lesa af bílnum fyrst engine ljósið logar.

Skoðaðu til gamans ástand rafgeymisins og hver spennan er áður en þú setur í gang og þegar bíllinn gengur. Ef spennan er of lág getur hún haft áhrif á háspennukeflið og bíllinn fer að hiksta og koka og prumpa og láta leiðinlega á snúning.


Bensínsían er innan við hægri aftur hjólskál. Skrúfuð í spennihring á styrktarbita milli grindar, fyrir A stífu á afturhásingu.

Passaðu þig að það er rúmlega 4bar þrýstingur á lögninni, ég mæli eindregið með því að þú takir öryggið úr fyrir FUEL P/FOG eða álíka og startir bílnum og látir hann ganga þar til hann nær ekki lengur bensíni. Það er ekki þægilegt að liggja undir bílnum og fá sprayið af bensíni yfir sig allan svo ekki sé minnst á brunahættuna.



Svona lítur sían út, og í hana skrúfast banjóboltar báðum megin frá með 17mm haus, passaðu að máli skiptir hvor hliðin snýr að tank, og að vél á síunni, hún er merkt IN og OUT, IN þýðir s.s. nær bensíntank.

Góða skemmtun!!!

[ Edited Sun Nov 15 2009, 02:17a.m. ]
Back to top
gisli
Sun Nov 15 2009, 10:04a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Sævar, þú ættir að fara að rukka fyrir online viðgerðaþjónustu!
En satt og rétt, mín Vitara lét svipað þegar ég keypti hana, fór í gegnum allt sem Sævar sagði nokkurn veginn, í mínu tilfelli var það svo bensíndælan sem var að stríða. Dældi vissulega, en náði ekki upp nægum þrýstingi.
Þá var að vísu ekkert vélarljós.
Back to top
ivardan
Sun Nov 15 2009, 10:57a.m.
Registered Member #87

Posts: 37
vélar ljósið logar ekki stanslaust það blikkar bara í takt við hikstann og sloknar um leið og snúningurinn lækkar
Back to top
Sævar
Sun Nov 15 2009, 11:39a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það er það sem veldur mér smá vandræðum, í bensínrásinni eru engir skynjarar sem skynja bensínþrýsting eða þh. Þannig ég myndi byrja að athuga loftinntaksrásina því þar er nóg af skynjurum sem gefa vélarljósið upp ef eitthvað misreiknast.

Á banjóboltanum frá bensíntank er líka 8mm bolti með 10mm haus, þar er auðvelt að tengja mælitæki til að mæla bensínþrýsting. Eins er 12mm bolti með að mig minnir 14 eða 17mm haus á endanum á "fuel railinu" sem spíssarnir tengjast, þar má tengja þrýstimæli en algengara er að mælarnir séu með minni skrúfgang.

Hér er teikning af staðsetningu bensínsíunnar



Þrýstingurinn á að vera 2,8 til 3,3 bör, og á frekar að aukast en að minnka þegar þú gefur í, ástæðan er sú að þegar þú gefur í þá lokar vaacum lokinn (FUEL PRESSURE REGULATOR) fyrir bakrennsli aftur í tank og þar með eykst þrýstingurinn til muna í bensínrásinni sjálfri.




Svo að öðru, kveikjukerfið, ef þú þekkir muninn á ganginum á bílnum eftir því hvort hann er að svelta bensín, eða fá of mikið bensín og nær ekki að brenna því(eða jafnvel léleg kveikja og nær ekki að kveikja í þó rétt magn af bensíni sé sprautað inn) þá er mjög auðvelt að ákveða hvort vandinn sé í kveikjunni eða bensínrásinni.


Bíll sem sveltur bensín gengur oftast góðan hægagang, ekki alltaf þó, en nær ekki snúning, og sérstaklega ekki undir álagi, kokar og hikstar, og staða bensíngjafar skiptir MIKLU máli. Því ofar sem gjöfin er því minna kokar bíllinn. Eins missir vélin alltaf jafn mikið afl á öllum cylindrum. Hljóðið í bílnum lýsir sér svipað og hljóð úr boxer vél, Subaru hljóð.

Ef bíllinn fær nóg bensín en nær ekki snúning út af kveikju vandamálum þá lýsir það sér yfirleitt þannig að staða bensíngjafar skiptir litlu sem engu máli. Hann kokar alltaf jafn mikið. En þó getur hann náð að ganga vel á þrem cylindrum en misst úr á einum.


Þá komum við að kveikjunni, það er ekki algengt að vandamál séu með kveikjuna í Súkkum, þó getur alltaf komið að því að það þurfi að skipta um kerti, þræði, lok og hamar.

Hér eru nokkur trix, taktu kertin upp úr, PASSAÐU AÐ VÉLIN SÉ ALGJÖRLEGA KÖLD, ef vélin er rétt volg getur það orsakað að þú eyðileggir heddið með því að skemma gengjurnar í kertagatinu, þannig sparaðu þér hellings höfuðverk og leyfðu vélinni að kólna áður en þú byrjar að losa kertin úr.

Skoðaðu oddin á kertunum.



Ef oddurinn er sótaður, eða bensín/olíublautur þá leynir sér ekki að hann er ekki að ná að brenna öllu bensininu sem hann er að sprauta inn, ástæðan gæti mögulega verið kertabilið sem er vitlaust, en bilið á milli electrunnar og jarðarinnar á að vera 0,6-0,9mm og best er að hafa bilið sem næst 0,6 og leyfa því að brenna upp að 0,9(á jafnvel 1 til 2 ára tímabili)



Ef oddurinn er tiltölulega hreinn, en brunninn, bráðnaður þá er það ljóst merki þess að vélin var að fá of lítið bensín, of lítið bensín skapar of mikinn hita í sprengirýminu og þessvegna fer það illa með bíla að keyra þá ef þeir eru að svelta bensín




Svona á kertið að lýta út, og brúninar á electrunni tiltölulega brattar, ekki sívalar eins og á kertinu að ofan. Bilið rétt og lítið sem ekkert sót.


Ég held þetta sé nóg komið í bili, ef þetta dugar ekki til að bjarga hjá þér vandamálinu þá endilega láttu í þér heyra, við verðum að leysa þetta. Svo sakar ekki að kíkja í umboðið og lýsa þessu fyrir þeim, þeir eru ótrúlega klókir að klóra sig fram úr svona vandamálum.

kv. Sævar Örn


[ Edited Sun Nov 15 2009, 11:39a.m. ]
Back to top
ivardan
Sun Nov 15 2009, 06:02p.m.
Registered Member #87

Posts: 37
ég fann bilunina. það var einhver vír frammí húddi sem hafði losnað og var með sélegt samband hann orsakaði það að bensíndælan var alltaf að slá út þegar vélin byrjaði að titra við háann snúning að ég held. ég lagaði allavegna vírinn þannig að hún hætti að hiksta. en ég þakka kærlega fyrir leiðbeiningarnar
Back to top
Sævar
Sun Nov 15 2009, 06:24p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Gætirðu komið með aðeins nánari skýringu á því hvaða vír þetta er eða hvar hann er, og jafnvel mynd ef þú hefur tök á því?

Annars bara snilld að þetta var ekki flóknara en það.
Back to top
EinarR
Sun Nov 15 2009, 06:32p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Sævar þú ert ágætur
Back to top
Sævar
Sun Nov 15 2009, 07:36p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
EinarR wrote ...

Sævar þú ert ágætur


æ mér finnst svo gaman að velta mér uppúr svona súkkudóti
Back to top
ivardan
Fri Nov 20 2009, 07:28p.m.
Registered Member #87

Posts: 37
ég hugsa að þessi vír hafi verið jarðtenging annað hvort fyrir bensín dæluna sem mér finnst reindar ólíklegt vegna þess að hún er í tankanum og vírinn frammí húddi. eða jarðtenging fyrir einhvern þrísti skinjara fyrir bensínið inná vélina. ef ég var með svissað á bílinn og hafði vírinn ekki tengdann og fór svo og laggði hann við vélina þá heirði maður að dælan byrjaði að ná upp þrístingi þannig vírinn hefur greinilega ekki haft nó samband til að dælan gæti haldið uppi þrísingi á háum snúning. skal reina að redda mynd við tækifæri
Back to top
Sævar
Fri Nov 20 2009, 07:43p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Já það er alls ekki óalgengt að jarðtengingar í súkkum valdi vandamálum, og það skýrir líka að vélarljósið þitt kviknaði.


Það sem er verst við jarðtengingarnar er það að, straumnotendur nota auðvitað alltaf eins mikið og þeir þurfa, en ef bakaleiðin er ekki traust þá fer straumurinn alltaf styðstu leið, og í svona uppsettu rafkerfi "Mitsubishi kerfi" í suzuki vitara og sidekick með innsprautun þá er það alls ekki óvíst að straumurinn skammhleypi vélartölvunni, og þá er allt kapút.

Mikilvægar jarðtengingar á vitörunni og sidekick er

Soggrein í kvalbak h. megin

Kveikja í kvalbak aftast

Geymir undir startarabolta(ef þessi vír gleymist og þú reynir að starta þá startar bíllinn hægt eða alls ekki, og brennir allar hinar litlu jarðtengingarnar á örskötsstundu.

svo er jörð fyrir ljósin við hliðiná loftinntakskassanum í brettið V. megin


Það er ágætis regla að hreinsa þessi svæði upp reglulega því þeir sem skilja almennilega hvernig þessar rásir virka vita að þessi frágangur er í raun til skammar, en þetta virðist tussast... alveg þangað til það gerir það ekki lengur.

Var það nokkuð þessi tenging? Hún stýrir m.a. fuel p relay ásamt innsprautuhluta tölvunnar

16 ventla vélin:
 92-95
 96+
Staðsetning
Hlutverk
G100
G105/6 Bakvið rafgeymi
Aðaljarðtenging yfirbyggingar G105=ABS
G111
G109
Rúðuþurrku jarðtenging
Þjónar ýmsum tölvubúnaði
G109
G102
96+ Jarðtenging á kveikju
Þjónar kveikjuhluta tölvunnar
G108
G101
Jarðtenging á kveikju
Þjónar kveikju og innsprautun
G103
G107
Efri bolti á startara Aðalþjónn tölvunnar, ATH TÖLVAN BRENNUR EF ÞESSI JÖRÐ ER Í ÓLAGI
G402 G402 Bakvið vinstra afturljós Jarðtenging bensíndælu og bensínmælis
NA G103 Jarðtenging á hægri hlið soggreinar Þjónar ECU
       
       
Back to top
ivardan
Wed Nov 25 2009, 09:31a.m.
Registered Member #87

Posts: 37
þetta var ábyggilega tengingin á sogreininni. en mótorinn í mínum bíl er sennilega eldri en var á myndinni
Back to top
batlason
Mon Mar 15 2010, 06:36p.m.
Registered Member #292

Posts: 32
miðað við lýsinguna hjá þér þá er svipað vandamál á sidekicknum hjá mér, en það lýsir sér þannig að við átök þá kemst ég ekki upp brekku nema í 1. gír og hann kafnar alltaf þegar hann er kominn í 2000rpm og þá kemur alltaf eitthvað bank... þetta var reyndar í bleytu og drullu en lagaðist þegar ég kom á þurt malbik :S
algjör snilld að lesa bilanagreiningarnar og tillögur um viðgerðir hjá öllum viskubrunnum hérna ég fer pg tékka hvort þetta sé svipað og hjá mér
Back to top
Sævar
Mon Mar 15 2010, 06:41p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Gaman að vita að því og fróðlegt að vita hvað veldur, magnað að geta safnað saman upplýsingum á skipulagðan hátt svo hægt sé að leysa þau auðveldlega.

Minn bíll eins og áður sagði lét svona, og þá var hann ekki að fá nóg bensín, næst þegar ég lendi í bíl sem hegðar sér svona mun ég byrja á því að mæla bensínþrýsting undir álagi(td. þungum gír upp brekku með gjöfina hálfa opna)-lítið vacúm og nánast ekkert bakflæði aftur í tank frá soggrein
Back to top
jeepson
Mon Mar 15 2010, 07:11p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
sævar þú verður að fara að setja upp svona dálk sem er fullur afuppl um hinar og þessar bilanir þar sem að menn geta flett og leitað eftir biluninni sem að þeir eru að leita af
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design