Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Klúbburinn :: Myndir
Langjökull 28.nóv << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
olikol
Sun Nov 29 2009, 02:32p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Ég, Aggi, Siggi óli, Ingó og Anu skelltum okkur uppá Langjökul í tilefni þess að skáþekjan var nýkomin á númer eftir soldnar breytingar. Var að lækka bílinn aftur og skipta um millikassa, upptekt á hásingum, skera í dekkin og nýja dempara allan hringinn sem þurfti að mixa nýjar demparafestingar fyrir.

Við fórum upp kaldadal og þaðan upp að jaka og sömuleið leið til baka. Bílarnir voru í fínu formi og gott færi á jöklinum og komumst við uppá toppin á jöklinum á neinna erfiða. Veðrið var samt ekkert sérstakt á jöklinum, lágskýjað og alveg blint uppá jökli og sáum einungis 2 bíla á jöklinum. Svo á niðurleið tókum við töluverðar stökkæfingar til að reyna á nýju demparafestingarnar og þetta allt svínvinrkaði(enda algjör meistara smíði) endaði samt með því að ég missti allt loft úr einu afturdekkinu eftir öllu stökkin. Svo á bakaleiðinni var farinn kaldidalurinn aftur nema í aðeins meiri rallakstri, enda er leiðin mjög skemmtileg núna, komið soldið að snjósköflum í hana.
Við tókum reyndar ekki mikið af myndum því við vorum á hraðferð allan tímann.















Æji andskotans, myndirnar komu í öfugri röð og ég nenni ekki að laga það

og hér eitt stutt video sem Aggi tók

##SANITISED## classid="clsid:6BF52A52-394A-11D3-B153-00C04F79FAA6" codebase="http://activex.microsoft.com/activex/controls/mplayer/en/nsmp2inf.cab#Version=5,1,52,701">##SANITISED## type="application/x-mplayer2" width="undefined" height="undefined">##SANITISED##>##SANITISED##>',width:'100',height:'100'" width="100" height="100" align="" />



[ Edited Sun Nov 29 2009, 03:13p.m. ]
Back to top
Hafsteinn
Sun Nov 29 2009, 02:34p.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Ég vil sjá myndir af skáþekjunni eftir breytingar
Back to top
birgir björn
Sun Nov 29 2009, 02:51p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
þetta er flott, vest að maður skuli ekki komast með, en það fer vonandi að breytast
Back to top
birgir björn
Sun Nov 29 2009, 03:03p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
haha eg held að stöðuljósin snúi vitlaust á rauða

[ Edited Sun Nov 29 2009, 03:10p.m. ]
Back to top
olikol
Sun Nov 29 2009, 03:11p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
ja, það snúa líka bæði stöðuljósin hjá Sigga í sömu átt, þannig að eitt er rétt og hitt vitlaust
Back to top
olikol
Sun Nov 29 2009, 03:14p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
djö.....helv....andsk... afhverju virkar þetta video drasl ekki
Back to top
helgakol
Sun Nov 29 2009, 03:18p.m.
helgakol
Registered Member #9

Posts: 96
það snýr ekkert vitlaust á Súkkunni!
en það þurfti aftur á móti að snúa því við til að koma honum í gegnum skoðunina þannig að núna snýr það rétt! og rétt skal vera rétt nema þegar það er öfugt......
Back to top
birgir björn
Sun Nov 29 2009, 03:41p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
þá snir það vitlaust hjá óla haha

[ Edited Sun Nov 29 2009, 03:41p.m. ]
Back to top
SmáriSig
Sun Nov 29 2009, 11:10p.m.
Registered Member #22

Posts: 31
Fór þarna í dag á 44" bíl búið að snjóa soldið meira. Þurftum að sikk-sakka upp jökulinn á flestum stöðum. Gaman að þessu!
Back to top
G3ML1NGZ
Mon Nov 30 2009, 07:46a.m.
Registered Member #144

Posts: 51
ég verð nú að viðurkenna að skáþekjan er svolítið lúmskt mikill töffari.
Back to top
gisli
Mon Nov 30 2009, 10:11a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Skáþekjan er mjög töff, minnir mig á indjánatjald.
Back to top
EinarR
Mon Nov 30 2009, 11:43a.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Hún klikkar ekki. Suzuki eru flottur því þeir eru einstakir og ef skáþekjan er ekki einstök þá er það enginn
Back to top
Sævar
Mon Nov 30 2009, 02:15p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Sigga bíll er eins og indjánatjald
Back to top
Aggi
Mon Nov 30 2009, 02:28p.m.
Rauðhaus
Registered Member #13

Posts: 270
i thessari fer var hathekja, skathekja og tjaldthekja
Back to top
EinarR
Mon Nov 30 2009, 08:40p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Seigir siggi ekki tauþekja eða eitthvað svoleiðis
Back to top
Hafsteinn
Tue Dec 01 2009, 09:20a.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Smá forvitni Óli:
Ertu með glugga aftan á skáþekjunni? Eða er baksýnisspegillinn bara useless?
Back to top
olikol
Tue Dec 01 2009, 10:38a.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Það er enginn gluggi og baksýnisspegillinn er bara eitthvað skraut.
Back to top
Hafsteinn
Tue Dec 01 2009, 10:41a.m.
Hafsteinn
Registered Member #62

Posts: 547
Haha, snilld.. er ekki gerð nein athugasemd útá það í skoðun?
Back to top
SiggiHall
Tue Dec 01 2009, 01:10p.m.
Registered Member #61

Posts: 185
Það er ekki skilda að vera með baksýniss spegil inni í bílnum
Back to top
olikol
Tue Dec 01 2009, 01:48p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Heldur ekki afturrúðu, þarf bara vera með framrúðu hliðarrúður að framan og hliðarspegla
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design