Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Sævar
Tue Dec 01 2009, 11:37a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Eins og frægt er í súkkum þá fraus föst hjá mér gístöngin í nótt. Ég hef lesið margar greinar um þetta vandamál og hvernig það var leyst, en afhverju finn ég hvergi neitt um þetta núna?

Það var eitthvað töfraefni sem menn helltu niður í skiptipunginn ofaná gírkassanum sem á að varna því að þetta gerist, mér er hálf illa við að hella lásaolíu þarna niður svo ég spyr er nóg að hella venjulegri gírolíu niður yfir eða er til eitthvað betra frostþolið efni sem helst almennilega á gírkúlunni
Back to top
stebbi1
Tue Dec 01 2009, 11:41a.m.
Registered Member #57

Posts: 355
virkar ekki að hafa bara nóg af koppafeiti þarna?
Back to top
Sævar
Tue Dec 01 2009, 11:42a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Eflaust, ég er reyndar bara með getgátur um að þetta sé frosið, það tel ég líklegast. Á eftir að rífa og tékka...


Er að láta bílinn ganga í hlutlausum í millikassanum svo kassinn volgni aðeins þá ætti þetta að losna upp. En jú ég er sammála að koppafeiti er eflaust með betri kostunum, helst vel á kúlunni.
Back to top
birgir björn
Tue Dec 01 2009, 12:04p.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
það hefur skeð að það fer raki eða bleita þarna ofaní og þá frís þetta, hefur hingað til dugað hjá mer að hreinsa þetta og þurka og setja nýja feiti
Back to top
EinarR
Tue Dec 01 2009, 12:50p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
skrítið að Sævar þurfi aðstoð, hélt hann væri alvitur
Back to top
gisli
Tue Dec 01 2009, 01:21p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Þetta gerðist hjá mér á vitöru, þá var gúmmíið rifið eða horfið. Ef þú finnur ekki svona gúmmí, þá er í lófalagið að hella bara smá frostlegi þarna ofaní þangað til gúmmíið finnst. Gæti verið að ég eigi svoleiðis handa þér í gramsinu mínu.
Back to top
Sævar
Tue Dec 01 2009, 02:33p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
EinarR wrote ...
skrítið að Sævar þurfi aðstoð, hélt hann væri alvitur


alls ekki ég hef bara svolitla reynslu og er alltaf til í að bæta við, eins og tildæmis núna
Back to top
Sævar
Wed Dec 02 2009, 01:38p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Jæja drengir þá er þetta vonandi komið í lag, fékk hjá meistara Gísla nýja búttu yfir stangaropið, mitt var rifið. Og þar hefur safnast vatn í sumar enda gjöfin aldrei spöruð yfir árnar...



Nú spyr ég aftur, einhver minntist á að setja frostlög þarna niður? hafa menn virkilega verið að gera það með góðum árangri?? Ég hefði haldið að frostlögurinn myndi virka stamur í járninu og á endanum yrði erfitt að skipta, eins myndi hann á endanum finna sér leið niður með skiftiörmum í gírkassan sjálfan?


Nei bara spurning, annars reif ég þetta allt sundur í morgun þreif, saug upp vatnið og setti þokkalega þykka gírkassaolíu niður og lokaði almennilega með heilli múffu.




Séð niður að skiptibakkanum, þarna er allt ennþá fljótandi í vatnsblandaðri gírolíu, c.a. 80% vatn



Stöngin komin úr, þrifið og græjað, kúlan skoðuð, alls ekki mikið eydd



Bollinn utan um stöngina sem heldur henni niðri er hinsvegar töluvert eyddur, hehe, enda keyrt 180,000km



Sléttfullt af olíu og ný múffa og allt strappað saman svo ekkert feili nú á næstunni, vona bara að þetta haldist í lagi loksins!
Back to top
thorri
Wed Dec 02 2009, 03:39p.m.
thorri
Registered Member #10

Posts: 49
Hey við erum eins maður , sama vandamál hjá mér nema ég skipti fyrst um olíu á gírkassanum en komst þá að því að það var bara þetta, fínt samt að skipta um olíu og þreif bara loftsíuna í leiðinni því hún var já stútfull.
Back to top
Sævar
Wed Dec 02 2009, 03:40p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
og er þetta komið í lag hjá þér þorri
Back to top
gisli
Wed Dec 02 2009, 04:53p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Það var ég sem minntist á frostlöginn, en það var nú bara hugsað sem bráðabirgðaredding.
Ég er hins vegar alveg viss um að það sem hellist þarna ofaní fer ekki inn í gírkassann, ég byrjaði á að skipta út olíunni eins og Þorri á sínum tíma og það var ekki einn vatnsdropi með gírolíunni.
Back to top
Sævar
Wed Dec 02 2009, 05:00p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
neinei, ég sá það líka að það smaug ekkert niður þó ég toppfyllti skiptiboxið, en það er eitthvað sem segir mér að setja ekki vatn þarna nema auðvitað í bráðri nauðsyn hehe, þetta virðist vera í lagi núna en það er reyndar ekki mikið frost. Kemur í ljós á næstu dögum.

[ Edited Wed Dec 02 2009, 05:01p.m. ]
Back to top
kolbeinsson
Wed Dec 02 2009, 05:04p.m.
Registered Member #46

Posts: 52
Hvað ertu með tengt við þennan spennubreyti? Smá forvitni...
Back to top
Sævar
Wed Dec 02 2009, 05:26p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Fartölvu, heimabíokerfi og usb harðandisk fyrir tölvuna

Svo tilfallandi hluti t.d. jólaseríu nuna HEHE

Back to top
SiggiHall
Wed Dec 02 2009, 06:08p.m.
Registered Member #61

Posts: 185
Sævar wrote ...

Fartölvu, heimabíokerfi og usb harðandisk fyrir tölvuna

Svo tilfallandi hluti t.d. jólaseríu nuna HEHE




Það er ekkert annað
Back to top
Sævar
Wed Dec 02 2009, 06:23p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Læt tölvuna spila tónlistina, nenni ekki svona 12volta græju dúlleríi sem verður aldrei almennilegt.
Back to top
EinarR
Wed Dec 02 2009, 08:09p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
þetta er satt hjá drengnum, ekki hægt að vera afturí fyrir hátölurum
Back to top
thorri
Wed Dec 02 2009, 08:15p.m.
thorri
Registered Member #10

Posts: 49
Nei hafði ekki tíma í gær og hef hann ekki fyrr en örugglega um helgina, mikið að gera hjá mér
Back to top
OlafurArons
Tue Jan 05 2010, 03:43p.m.
Registered Member #223

Posts: 7
kannski að maður reyni að hjálpa sævarinum með græjukerfi einhverntíma á hittingi á næstu mánuðum
Back to top
Sævar
Tue Jan 05 2010, 03:50p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þarf ekki hjálp er með yfirgnæfandi góðar græur
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design