Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Tæknilega hornið :: Viðgerðir, breytingar og eilífðarverkefni
Missfire í G16B EFI Vitara mótor << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Sævar
Sun May 24 2009, 06:29p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ég er í bölvuðum vandræðum núna, fyrst í gærkvöldi tók ég eftir því að bíllinn missti kraft og fór að hegða sér einkennilega, gekk of lágan hægagang og fl.

Fyrst ákvað ég að hann gengi ekki á einum en svo vandaðist málið þegar hann fór að ganga á öllum 4 en kveikti vélarljósið. Slökkti það svo og kveikti aftur.

Ljósið hefur svo ekki kviknað aftur síðan þá en bíllinn er ennþá eitthvað pínu skrítinn. Gengur á öllum og hægagangurinn er ljúfur. En sérstaklega þegar hann er kaldur og ég botnstend hann í hágír á lágsnúning þá virðist hann missa afl, eða upp að 3000 sn hefur hann minna afl en áður. Svo virðist hann taka við sér og rífur sig upp.


Munurinn er ekki mikill og ég hef enn ekki séð mikinn mun á bensíneysðlu.

Bíllinn gengur fínt á botnsnúning þannig hann er að fá nægilega mikið bensín.

Gangurinn breytist þegar loftflæði,tps og bankskynjarar eru teknir úr sambandi, og þá kveikir hann einnig vélarljósið ótímabundið.

Þannig ég er helst að leita eftir því ef einhver kannast við svipað vandamál.

Það sem mér dettur helst í hug er


Bensínlokið(gleymi ALLTAF að prufa að losa það og keyra smá)

Brunnir ventlar

Brunnin kerti

Lélegir kertaþræðir

....
Back to top
Sævar
Mon May 30 2005, 01:19p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Setti hreynsiefni í bensínið og viti menn, á rétt rúmlega fjórðung úr tankinum er bíllinn orðinn algjörlega eðlilegur og batnar með hverjum kílometranum sem ég keyri.

Fékk í vinnuni spíssa bætiefni í bensínið sem greinilega svínvirkar!

kem á mánudaginn með tegund af efninu því þetta gjörsamlega greip mig, ég hafði sko ekki trú á að þetta gæti virkað!!


Svo skipti ég líka um tímareim í morgun sem gekk líka prýðilega.
Back to top
Sævar
Mon May 30 2005, 01:19p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Setti hreinsiefni í bensínið og viti menn, á rétt rúmlega fjórðung úr tankinum er bíllinn orðinn algjörlega eðlilegur og batnar með hverjum kílometranum sem ég keyri.

Fékk í vinnuni spíssa bætiefni í bensínið sem greinilega svínvirkar!

kem á mánudaginn með tegund af efninu því þetta gjörsamlega greip mig, ég hafði sko ekki trú á að þetta gæti virkað!!


Svo skipti ég líka um tímareim í morgun sem gekk líka prýðilega.
Back to top
gisli
Sun May 24 2009, 07:13p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Mér dettur í hug bensíndælan, en þá ætti hann reyndar ekkert að skána fyrir ofan 3000sn/mín.
Er nóg kælivatn á honum? Ef kælivatnsskynjarinn skynjar vitlaust fer blandan öll fjandans til. Sá skynjari gæti líka verið ónýtur. Ath! það er spes skynjari fyrir tölvuna, ekki sá sami og sýnir hitann í mælaborði.
Ef gangurinn breytist þegar þú tekur skynjara úr sambandi er það merki þess að hann sé í lagi, þ.e. tölvan fái einhver boð frá honum. Reyndar gætu þeir samt verið eitthvað bilaðir og gefið röng gildi. Hugsa að það eigi sérstaklega við um ECT- kælivatnsskynjarann og bankskynjarann.

Auðvelt að skoða kertin og útiloka þau.
Gera rökkurtest á kertaþráðum, úða á þá vatni í myrkri eða dimmum stað og láta bílinn ganga, ef þeir neista út koma smáar eldingar útum allt á milli þeirra.
Kann ekkert trikk til að skoða ventla án þess að rífa heddið af.

Hvað er bíllinn ekinn? Hvenær var skipt um tímareim ef nokkuð? Er hann farinn yfir á tíma?
Það er líka til í dæminu að sveifaráshjóli tímareimarinnar losni og þá verður tíminn rangur þó reimin sé á réttri tönn.

Skoða http://www.kick-fix.com/ -margt fróðlegt þar um Súkkuinnspýtingar.

kv.
Gísli
Back to top
Sævar
Sun May 24 2009, 07:43p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Kertin eru fín, ætla að skipta um tímareim næstu helgi. hann er keyrður 169 þús

hann er hættur að flassa vélarljósinu á mig, tölvan er clear s.s. gefur mér engin villuboð um data kapalinn þannig það hefur ekkert verið að sem sagði tölvunni. Mér dettur líka í hug loftsían núna þegar ég er að skrifa þetta...

en bensíndælan er ekki að klikka né bensínsían því þá myndi hann ekki ná almennilegum snúningi eða hika mun verulegar.

þakka samt ábendingarnar og prufa að skipta um lok hamar og þræði og tímareim og gái hvort hann fái ekki þessi 2-5 hestöfl aftur, því hann má alls ekki við því að missa þau...
Back to top
gisli
Sun May 24 2009, 08:04p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Skoðaðu vel knastáshjólið þegar þú ferð í tímareimina, hafðu jafnvel nýtt við hendina, það má alltaf skila því og fá aurinn til baka ef ekki þarf að nota það.
Back to top
Sævar
Sun May 24 2009, 09:38p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
kjagast það til í stýringunni eða tennurnar eyðast eða hvað er það sem er að klikka?
Back to top
gisli
Sun May 24 2009, 09:42p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
það er laus kíll sem heldur því á réttum stað við sveifarásinn, kíllinn og sætin fyrir hann, bæði í ásnum og á hjólinu, slitna og hann verður laus, eða rífur sig fastann í rangri stöðu.
Kílinn og hjólið skiptirðu um, en síður sveifarásinn, þannig að það borgar sig að hafa legulím við hendina svo það fari ekki að nagast fljótt aftur.
Back to top
Sævar
Mon May 25 2009, 11:16a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Datt líka í hug í draumi í nótt háspennukeflið...


Djö pirrandi hvað þetta getur verið margt, er mikið að spá að fá mér bara 30 hestafla diesel massey ferguson í húddið, þá er bara einn vír, frá rafgeymi að startara og alternator. Gírdrifinn tími og flottur búnaður sem klikkar ekki.

ohhh pirripirr

[ Edited Mon May 25 2009, 11:17a.m. ]
Back to top
Sævar
Tue May 26 2009, 05:23p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Sömuleiðis gætu þetta verið stíflaðir spíssar.
Back to top
gisli
Tue May 26 2009, 07:27p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Sævar wrote ...

Sömuleiðis gætu þetta verið stíflaðir spíssar.

Er þá ekki skrýtið að hann fái kraft á meiri snúningi?

Annars er auðvelt að testa spíssana, nema að þú þarft að rífa soggreinina af til þess. Það dugar vel að líma hana á ef pakkningin eyðileggst, sem hún líklega gerir.
Back to top
Sævar
Tue May 26 2009, 09:49p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Eg næ fuel railinu af án þess að taka soggreinina frá


Ég setti bætiefni í bensínið sem á að hreinsa drullu úr spíssum. Sé bara til.

og já þetta getur akkurat orsakað að bíllinn er kraftlaus á lágsnúning en skárri á hærri snúning, og einnig það að hann batni þegar hann hitnar.


kv, sævar örn
Back to top
gisli
Tue May 26 2009, 09:55p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
mig minnir að ég hafi náð reilinu af en ekki spíssunum alla leið uppúr.
Vonandi virkar þetta glundur.
Back to top
Sævar
Tue May 26 2009, 10:00p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Gæti verið, annars er minnsta mál á góðum frídegi að rífa soggreinina af.

Hafði alltaf ætlað mér að skipta um soggrein því efri hosufestingin á þessari grein lekur alltaf, sprunga í soggreininni við vatnsganginn að ofan. Á aðra grein í skúrnum bara aldrei komið í verk að skipta.

Kannski maður fari í heljarinnar framkvæmdir næstu helgi þegar í upphafi var ætlað að skipta bara um tímareim, vatnsdælu, viftureimar2, stýrisdælu, kveikjulok, hamar, þræði og kerti, kamb í framdrifi og pakkdós við pinjón


já það er allavega ljóst að það verður lítið sofið næstu helgi!!!!
Back to top
Sævar
Sat May 30 2009, 01:20p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Setti hreinsiefni í bensínið og viti menn, á rétt rúmlega fjórðung úr tankinum er bíllinn orðinn algjörlega eðlilegur og batnar með hverjum kílometranum sem ég keyri.

Fékk í vinnuni spíssa bætiefni í bensínið sem greinilega svínvirkar!

kem á mánudaginn með tegund af efninu því þetta gjörsamlega greip mig, ég hafði sko ekki trú á að þetta gæti virkað!!


Svo skipti ég líka um tímareim í morgun sem gekk líka prýðilega.
Back to top
gisli
Sat May 30 2009, 04:36p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Sævar, ertu á mála hjá þessum efnaframleiðanda?
Hljómar eins og allra versta infomercial

En lát heyra hvað það heitir, ég á eitt Kiuhræ sem á við spíssavandamál að stríða. Vil endilega prófa þetta.
Back to top
Sævar
Sun May 31 2009, 10:45p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Wynn's Fuel Injector Cleaner

rótsterkur anskoti sem þú vilt EKKI fá á hendurnar á þér

http://www.wynnsusa.com/fuel.aspx

[ Edited Sun May 31 2009, 10:45p.m. ]
Back to top
gisli
Sun May 31 2009, 11:15p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Hvar fær maður svona andskota? Er í lagi að blanda þetta með 50/50 kóki á föstudagskvöldi?
Back to top
Sævar
Sun May 31 2009, 11:20p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Vaknar þá örugglega ekki fyrren á þriðjudegi, þetta er einhver heildsali sem flytur þetta inn og selur okkur á verkstæðinu, verð að grafa það upp hvað hann heitir, einkaaðili.
Back to top
gisli
Mon Jun 01 2009, 08:22p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Mátt endilega selja mér svona brúsa á fundinum ef þú getur, finn hvergi hvar þetta er selt hérna.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design