Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Kynning
Baldur Gíslason << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
baldur
Fri Jul 31 2009, 02:44p.m.
Registered Member #37

Posts: 51
Baldur Gíslason heiti ég, á 25. ári og ég er ekki frá því að ég hafi eitthvað afbrigði af þessum litlu-bíla vírus.
Kann best við mig undir stýri á Suzuki Vitöru og vil helst ekki sjá annað nema það sé með heilan haug af hestöflum.
Áhugamál númer eitt er bílasmíði, en ég myndi seint nenna að vinna við það.
Bíllinn sem um ræðir, myndir og video.



Sandspyrna á Akureyri:
http://smg.photobucket.com/albums/v628/461poncho/Ymislegt/?action=view&current=OfurBaldur.flv

Smá þrykkja upp fyrir löglegan hámarkshraða í lága drifinu á úrhleyptum 38".
http://www.foo.is/~baldur/MVI_1217.wmv

[ Edited Fri Jul 31 2009, 02:45p.m. ]
Back to top
Sævar
Fri Jul 31 2009, 04:01p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þetta er flott græja hjá þér baldur en þarf ekki að fara að taka boddýið í gegn
Back to top
baldur
Fri Jul 31 2009, 04:14p.m.
Registered Member #37

Posts: 51
Boddyið er eiginlega bara búið, of seint að fara að taka það í gegn. Er eiginlega bara kominn tími á að smíða annan bíl.
Back to top
Sævar
Fri Jul 31 2009, 08:00p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Er nokkuð annað en að skella bara nýju boddýi á þetta stell, frekar en að byrja frá grunni
Back to top
baldur
Fri Jul 31 2009, 08:28p.m.
Registered Member #37

Posts: 51
Kannski langar mig bara að breyta nokkrum hlutum og það væri auðveldara að byrja bara með óbreyttan bíl
Back to top
Sævar
Fri Jul 31 2009, 09:59p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Hvernig væri að taka fox boddi og setja þessa pressuvél í það.

Sé fyrir mér í ártúnsbrekkuni á svona 50 og allir taka hlæjandi frammúr, svo bara downshift og Vjúmmmm
Back to top
baldur
Fri Jul 31 2009, 10:32p.m.
Registered Member #37

Posts: 51
Já það er kannski málið, mótorinn er einn af þessum hlutum sem ég ætla að skipta út. Næsti bíll verður sko með big block.
Back to top
Sævar
Sat Aug 01 2009, 01:17p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Mig hefur langað til að setja í vitöru einhverja sprækja V6 vél sem snýst til tunglsins og til baka, hef svoldið verið að skoða 3,8 GM vélarnar, þær virðast endast vel
Back to top
baldur
Sat Aug 01 2009, 02:32p.m.
Registered Member #37

Posts: 51
Ef þú ert að tala um sömu 3,8 V6 og ég held þú sért að tala um þá er það forngripur með undirlyftustangir sem ekki er hægt að snúa neitt vandræðalaust í neinni götuhæfri og hvað þá jeppahæfri útfærslu.
Ef það á yfirleitt að reyna að halda bílnum léttum (sem hefur svo marga kosti) þá er heldur ekkert vit í að spá einusinni í vélar með pottblokk.
Ef út í þá sálmana er farið þá er nóg pláss ofaní húddinu fyrir small block V8 (Það er ástæða fyrir því að þær eru kallaðar small block, þær taka ekkert meira pláss en 4 cylendra)
Það eru bara fáar vélar sem eru eitthvað spennandi frá verksmiðjunni, maður þarf alltaf að tjúna þetta ef þetta á að komast eitthvað áfram fyrir allan peninginn.
Það sem ég ætla að nota í næsta project er big block Suzuki J20A mótor úr Grand Vitara. Veit ekki alveg af hverju ég vil alltaf vera með mótor sem er ekki hægt að kaupa neina tjún parta í en ég vil meina að það sé sparnaður upp á marga tugi kílóa að gera þetta svona. Á bara eftir að finna gírkassa sem mér líst eitthvað á.
Back to top
Sævar
Sat Aug 01 2009, 04:35p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
eg er að tala um vélarnar sem koma td í chrysler carvan bílunum, 3,3 og 3,8. menn eru að setja þetta í allskonar tæki einsog buggy bila og þessháttar


en er ekki fín tjúnníng fyrir gömlu vítöruna að fá eins og eitt stykki XL7 motor í sig
Back to top
baldur
Sat Aug 01 2009, 05:06p.m.
Registered Member #37

Posts: 51
Sævar wrote ...

eg er að tala um vélarnar sem koma td í chrysler carvan bílunum, 3,3 og 3,8. menn eru að setja þetta í allskonar tæki einsog buggy bila og þessháttar


en er ekki fín tjúnníng fyrir gömlu vítöruna að fá eins og eitt stykki XL7 motor í sig


Chrysler er ekki GM síðast þegar ég vissi...

Og jú gamli XL7 mótorinn er fínn, slaglengsta útgáfan af annars mjög slagstuttum mótor. 78mm minnir mig. (2 lítra mótorinn er 69mm)
Ég var svolítið að spá í að fara í V6, en ég hætti við vegna þess að það eru bara 50% fleiri ventlar, stimplar, stimpilstangir, port, etc, tvöfalt fleiri knastásar og heddpakkningar. Líka erfiðara að balanisera heldur en 4 cylendra.
Nýi XL7 er svo ekki lengur Suzuki að neinu leiti heldur en merkinu, og fæst held ég bara í Ameríku. Hann er framhjóladrifinn og með einhvern GM 3.5 lítra V6.
Back to top
Aggi
Thu Aug 06 2009, 09:17p.m.
Rauðhaus
Registered Member #13

Posts: 270
3.8buick var vist til i tvemur utfaerslum. ein sleggja og ein sem var oddfaer og a vist ad snuast um 9000
Back to top
baldur
Fri Aug 07 2009, 09:23p.m.
Registered Member #37

Posts: 51
Nei það er ekki til neinn gamall amerískur götumótor sem hægt er að snúa í 9000 í eitthvað lítið breyttri útgáfu.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design