Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
LiljarM
Sat Aug 01 2009, 07:38p.m.
Registered Member #38

Posts: 19
Ég er með Suzuki Vitara '96, ég var að láta breyta henni. Hækkunin fólst í því að settir voru klossar í fjöðrunarbúnaðinn (ekki body hækkun) og klippt var úr brettum án þess að fara inn í hjólaskálar. Mér var ráðlagt að minnka samsláttinn á dempurunum með því að setja járnsívaling inní gormana að aftan til að vernda demparana.
Nú er súkkan komin á 33" og ég vandræðum :
1. Í halla rekast afturdekkin uppí brettið.
2. Í miklum ójöfnum þá slær gúmmíkeilan saman við járnsívalinginn.
3. Þegar ég tek krappa beygju þá rekast framdekkin inní hjólaskálina.

Mig langar að klára breytinguna, hvað teljið þið hentugustu leiðina?
Annars er þessi bíll SNILLD !!!
Back to top
Sævar
Sat Aug 01 2009, 07:44p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
1. skera meira úr
2. lengja demparana
3. berja hjólskálarnar innar, passa þó að hindra ekki kúplingarpetala, auk þess er hægt að minnka beygjuradíusinn með stilliboltum við pitman arminn, en þess er ekki þörf ef rétt er farið að við breytingu
Back to top
Valdi 27
Fri Aug 21 2009, 08:29p.m.
Registered Member #48

Posts: 215
Fara framdekkin ekki í grindina hjás þér kútur? en annars það sem Sævar sagði
Back to top
bennifrimann
Tue Aug 25 2009, 09:28p.m.
Registered Member #45

Posts: 37
Gæti verið að þú þurfi að færa stuðarann framar t.d ég þarf að færa hann hjá mér pínu framar.
Back to top
Sævar
Tue Aug 25 2009, 11:35p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Stuðarinn er úr plasti þ.e.a.s. það sem dekkið rekst í og það er fínt að taka smá lummu með dúkahníf, snyrtilegt og virkar.
Back to top
batlason
Sun Mar 14 2010, 09:55p.m.
Registered Member #292

Posts: 32
er með gullfallega Sidekick '95 á 31" og 10" breiðum dekkjum sem ég eignaðist nýlega...
málið er að hann er ekkert upphækkaður og rekst þá auðvitað alltaf í við minnstu hossur og beygjur, það er aðeins búið að skera úr að framan og og lemja til að aftan en svo er ég búinn að kítta og skrúfa á hann brettakanta (gúmmilista) og þarf nauðsynlega að hækka hann.
ég sá að þú ert búinn að setja klossa í fjöðrun og minnka samslátt... held að það myndi duga fyrir mig þar sem ég þarf ekki mikla hækkun á Veiðijeppann minn en það sem ég er að pæla er hvernig þetta er allt gert og hvað kostar þetta.. ég er frekar broke eftir kaupin og yfirhalninguna
Back to top
björn ingi
Sun Mar 14 2010, 10:57p.m.
Registered Member #72

Posts: 365
LiljarM wrote ...

Ég er með Suzuki Vitara '96, ég var að láta breyta henni. Hækkunin fólst í því að settir voru klossar í fjöðrunarbúnaðinn (ekki body hækkun) og klippt var úr brettum án þess að fara inn í hjólaskálar. Mér var ráðlagt að minnka samsláttinn á dempurunum með því að setja járnsívaling inní gormana að aftan til að vernda demparana.
Nú er súkkan komin á 33" og ég vandræðum :
1. Í halla rekast afturdekkin uppí brettið.
2. Í miklum ójöfnum þá slær gúmmíkeilan saman við járnsívalinginn.
3. Þegar ég tek krappa beygju þá rekast framdekkin inní hjólaskálina.

Mig langar að klára breytinguna, hvað teljið þið hentugustu leiðina?
Annars er þessi bíll SNILLD !!!

Lifta honum aðeins á boddýi, þá ertu laus við flest af þessu og taka burtu þetta dót til að minka samsláttin á dempurunum, það er nú ekki það svakaleg fjöðrun í þeim að það taki því að vera að minnka hana mikið.
Hér eru upplýsingar um boddýhækkun. http://www.zukiworld.com/month_120104/feature_sky_bodylift_install.htm Nota má nælonklossa í staðinn fyrir sérsmíðaða upphækkunarklossa.

[ Edited Sun Mar 14 2010, 11:08p.m. ]
Back to top
jeepson
Mon Mar 15 2010, 12:47a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Súkkan mín nartar aðeins í fullri beygju og ég kippi mér nú ekkert voða mikið upp við það. En er hann ekkert að rása mikið hjá þér fyrst að það er búið að hækka hann svona á fjöðrunar kerfinu?
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design