Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Klúbburinn :: Myndir
Aðfangadags snjórinn á Þingeyri og svo áframhald á jóladag. << Previous thread | Next thread >>
Go to page  [1] 2
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
jeepson
Thu Dec 24 2009, 01:20p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Jæja kæru félagar. á meðan allir eru að undirbúa jóla matin þá ákvöðum við bræðurnir að læðast aðeins út að leika okkur í snjónum. enda littli bróðir loksins kominn með súkkuna sína í lag aftur. En jæja hérna koma myndir. Gleðileg jól og hafiði það gott yfir jólin kæru vinir


hérna sést að snjórinn nær alveg uppað felgum. og en bætir í snjó.


hérna eru súkkurnar að pósa aðeins bökkuðum uppí brekku










svona leit hún suzie mín svo út þegar ég kom út En það er frekar dökt hérna yfir bæin þannig að myndirnar eru eitthvað lélegar fynst mér. En við lékum okkur helling, spóluðum slæduðum alveg helling en þessi púður snjór reynir soddið á bílinn hjá mér. maður finnur alveg að myndast sæmileg mótstaða í snjónum þega hann er svona laus og ný fallinn. En jæja nóg af bulli í bili njótið vel og en og aftuir GLEÐILEG JÓL!!!!!

[ Edited Fri Dec 25 2009, 03:42p.m. ]
Back to top
EinarR
Thu Dec 24 2009, 01:21p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
ÖFUND!!! snilllllllld!!!
Back to top
Sævar
Thu Dec 24 2009, 01:23p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Sjitt, það er eins gott að þetta hvíta fari að láta sjá sig nær mér, annars fer ég að íhuga að flytja
Back to top
jeepson
Thu Dec 24 2009, 01:26p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
hehe á ég að finna íbúð hérna fyrir vestan handa þér Sævar HAHAHAHAHA. sko núna er að bæta í vind. áðan þegar ég tók myndirnar þá var nánast logn. þannig að vonandi verður alt á kafi á morgun. því miður brotnaði stýrið á snjósleðanum þannig að við gátum ekki spænt á honum en við reynum að sjóða það sem fyrst svona þegar veður leyfir:p
Back to top
Sævar
Thu Dec 24 2009, 01:54p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
það er í eðli mínu að leita út fyrir höfuðborgina enda er ég bara aðfluttur anskoti hérna í hafnarfirðinum.

En vestfirðir eru ábyggilega ekki verri landshluti en hver annar, allavega ekki fyrir mína kosti.


Þegar ég verð stór ætla ég að vera sérvitur einbúi sem safnar bílum úti á túni og ausa yfir mig nískunni
Back to top
jeepson
Thu Dec 24 2009, 02:13p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Hahaha góður já það er fínt að búa hérna fyrir vestan. fullt af fjöllum og falleg náttúra.
Back to top
hobo
Thu Dec 24 2009, 02:20p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Sævar wrote ...

Þegar ég verð stór ætla ég að vera sérvitur einbúi sem safnar bílum úti á túni og ausa yfir mig nískunni

Mér sýnist þú ætla að verða næsti Bjössi Skrúfa frá Garðstöðum.
Back to top
jeepson
Thu Dec 24 2009, 02:22p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Hehe ég á altaf eftir að heimsækja Bjössa skrúfu og skoða þetta hjá honum. hellvíti fínt að hafa svona partasala á vestfjörðunum
Back to top
hobo
Thu Dec 24 2009, 02:25p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
já ég fékk stundum eitt og annað í súbbana mína í den. Svo þegar ég var búinn í því ævintýri og flutti suður gaf ég honum þessa þrjá sem ég var búinn að sanka að mér.
Back to top
jeepson
Thu Dec 24 2009, 02:28p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
já okey. ætli hann eigi eitthvað af súkkum? einnig vantar mér miðstöðvar element í súbba sem ég er að fara að fá eftir nokkra daga. kanski ég bjalli á hann
Back to top
Sævar
Thu Dec 24 2009, 02:30p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Hann á haug af þessum legacyum, svo á hann líka gulan LJ80 sem mig minnir að ómar ragnarsson hafi átt kringum 1990.
Back to top
jeepson
Thu Dec 24 2009, 02:33p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Ég verð að setja mig í samband við hann. mest af öllu langar mig að fara og skoða þetta alt hjá honum og taka myndir
Back to top
hobo
Thu Dec 24 2009, 02:36p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Það kæmi mér ekki á óvart. óóótrúlegt magn sem hann á. Annars veit ég ekki hver staðan er í dag, minnir að hann hafi verið búinn að jarða slatta.
prófa bara að bjalla í kauða, síminn er 899-4201
En mundu að leggja símtólið vel við eyrað því hann er ekki sá skírmæltasti né sá djúpraddaðasti norðan alpafjalla hehe.
Back to top
EinarR
Thu Dec 24 2009, 02:54p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Já fá mann til að fara og taka myndir. er eitthvað að súkkum meira en þessi LJ80?
Back to top
jeepson
Thu Dec 24 2009, 03:04p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Ég fer og tek myndir með vorinu. svona þegar snjórinn hverfur

En svona til að svekkja ykkur sem eru ekki með snjó, þá snjóaði um 8cm á rúmlega 2 tímum í nótt. og en bætir í híhí:D Hundakofarnir hérna útí garði fara fljótlega að fara á kaf:D ég sé fram á það að það þurfi að moka voffana okkar út.

[ Edited Thu Dec 24 2009, 03:07p.m. ]
Back to top
Sævar
Thu Dec 24 2009, 03:47p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
http://focuswestfjords.com/work/Gardstadir/
Myndir frá garðstöðum


http://www.bb.is/Pages/82?NewsID=108236
Sveitarfélagið vill henda öllum bílum af garðstaðatúnum

http://album.123.is/?aid=130102
myndaalbúm frá garðstöðum, nærmyndir af bílum

Back to top
Stebbi Bleiki
Thu Dec 24 2009, 03:53p.m.
stebbi
Registered Member #129

Posts: 113
hobo wrote ...

Sævar wrote ...

Þegar ég verð stór ætla ég að vera sérvitur einbúi sem safnar bílum úti á túni og ausa yfir mig nískunni

Mér sýnist þú ætla að verða næsti Bjössi Skrúfa frá Garðstöðum.



bjössi er nú ekki einbúi og hann er alls ekki nískur en hann á eitthvað að bílum útá túni:)
Back to top
EinarR
Thu Dec 24 2009, 04:06p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
ég verð að fara þangað. hvað er langt þangað frá bænum?
Back to top
jeepson
Thu Dec 24 2009, 04:21p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Þetta er um 100km frá Ísafirði. Svona 20 km frá nýju brúnni sem var vígð í haust. ætli þetta sé þá ekki um svona 350km frá bænum ef þú ferð í gegnum Hólmavík og yfir Steingrímsfjarðaheiði. En ég skil ekki afhverju Bjössi gerir ekki bara stóra mön þannig að þetta sjáist ekki.
Back to top
EinarR
Thu Dec 24 2009, 04:25p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
ég er game í ferð þangað á næsta ári!
Back to top
hobo
Thu Dec 24 2009, 04:51p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Nauhh, fann ég ekki mynd af mínum fyrrum heittelskaða!

Back to top
Sævar
Thu Dec 24 2009, 04:59p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Hörður ef mér skjátlast ekki þá er hann klesstur að framan. Sá umræðu um þetta á live2cruize fyrir einhverjum árum eða ári
Back to top
hobo
Thu Dec 24 2009, 05:19p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
ok það var þá ekki eftir mig. hann var ótjónaður hjá mér nema ég var búinn að hræra allverulega í honum, í vél gírkassa og rafkerfi. var held ég alveg örugglega lamaður vegna þess. kannski einhver hafi lagað hann og klesst hann svo :/
Back to top
jeepson
Thu Dec 24 2009, 05:32p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
EinarR wrote ...

ég er game í ferð þangað á næsta ári!


já við verðum að leggja þetta í nefnd. það væri gaman að við færum allir súkkusarnir og myndum skoða þetta safn hjá kallinum. spurning um að funda eitthvað um þetta um leið og við fundum um galtavita súkkuna:p
Back to top
EinarR
Thu Dec 24 2009, 05:45p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
ég var að hugsa meira að taka laugardagsrúnt með eingum fyrirvara. Aggi veit allavega hvað eg er að tala um
Back to top
Stefan_Dada
Thu Dec 24 2009, 05:55p.m.
Wanna-be sukk'er
Registered Member #39

Posts: 55
Öfunda ykkur með snjóinn og ég stefni líka á að verða bílabóndi

En gleðileg jól súkkumenn
Back to top
jeepson
Thu Dec 24 2009, 07:32p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Stefan_Dada wrote ...

Öfunda ykkur með snjóinn og ég stefni líka á að verða bílabóndi

En gleðileg jól súkkumenn


Ekkert að öfunda það kemur snjór hjá ykkur líka En já spurning um að ég gersit aftur bíla bóndi. ég var reyndar bara smá bóndi þegar ég var uppá mitt besta. og átti 7 bíla í einu á víð og dreif um suðaustur og austurlandið á sínum tíma. en núna á ég bara 2 og læt það duga í bili. en ég ætti BUNCH af peningum þá svona 200fm einbýlis hús og 500fm bílskúr fullan af bílum
Back to top
jeepson
Fri Dec 25 2009, 01:34a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Thíhíhí. Það er en að bæta í snjóinn hérna það eru víst komnir skaflar hérna í bænum að mér skylst á einum sem festi sig rétt áðan. ég hef ekkert farið út að leika síðan í dag. en mig hlakkar virkilega mikið til að fara út á morgun og kála nokkrum sköflum:D jæja Sævar er farið að safnast eitthvað af snjó hjá þér?
Back to top
Ingi
Fri Dec 25 2009, 02:28a.m.
6x6 suzuki
Registered Member #51

Posts: 88
Úff ekki fara að tala um bílasöfnun það minnir mig bara á að ég á allt of mikið af bílum .
Ég á 5 hérna fyrir utan hús og pabbi á 4 þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hversu hamingjusöm mamma er með alla þessa bíla
Back to top
olikol
Fri Dec 25 2009, 04:08a.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Pabbi er nú með 10 bíla skráða á sig, reyndar 5 af þeim núna ekki á númerum og af þessum 10 á ég 3.

Svo á Siggi óli nú líka slatta. held að hann sé með ca. 6 bíla skráða á sig.
Back to top
jeepson
Fri Dec 25 2009, 12:23p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Ingi wrote ...

Úff ekki fara að tala um bílasöfnun það minnir mig bara á að ég á allt of mikið af bílum .
Ég á 5 hérna fyrir utan hús og pabbi á 4 þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hversu hamingjusöm mamma er með alla þessa bíla


Það vil oft verða þannig með þessar mömmur. pabbi á slatta af þessu sjálfur. en það er alt í geymslu hjá góðum vini hans. En jæja nú er komin slydda. samt meir út í rigningu, og ég er ekki sáttur. fór rúnt áðan og snjórinn reyndist súkkuni mjög erfiður. meir að segja snjósleðinn spólaði sig bara niður og gekk erfilega að koma honum af stað. en það hafðist þó fyrir rest og var hægt að taka hring hérna í bænum á honum. en ég réði voða lítið við súkkuna. hún fór t.d bara beint áfram ef ég ætlaði að beygja of mikið og náði ekki beygjuni hingað heim. þannig að ég varð að bakka og snúast og ætlaði ekki að hafa það af upp brekkuna heim að húsi best að taka það fram að ég er enþá á harðpumbuðu. til hvers að hleypa úr þegar maður kemst hluti á þessu svona. en ef það fer að bæta eitthvað meir í þá hleypi ég eitthvað úr.
Back to top
Sævar
Fri Dec 25 2009, 12:35p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Blessaður ekkert að því að keyr'etta á 3 pundunum innanbæjar í þungu

Tjöruþvo svo dekkin svo þau stýri bílnum eitthvað
Back to top
jeepson
Fri Dec 25 2009, 01:14p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
nei enda er ég með alt harð pumpað. já ég verð að athuga hvort það sé til einhver tjöruhreinsir hérna heima. ég held að ég hafi klára minn um dagin.
Back to top
Sævar
Fri Dec 25 2009, 01:29p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Maður notar reyndar svokallaðan dekkahreinsi til að hreinsa tjöruna af dekkjunum, tjöruhreinsirinn sem maður notar á bílalakk gerir ábyggilega ekki neitt nema verra HEHE Án þess ég hafi hugmynd um það.


En það munar helling um að tjöruþvo dekkin, þá er munstrið alltaf hreint, skorurnar ekki fullar af snjó
Back to top
jeepson
Fri Dec 25 2009, 01:42p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
dekkja hreinsirinn er sennilega ekkert annað en tjöruhreinsir. en ég hef notað olíu hreinsir því hann er sterkari en tjöruhreinsir. og virkar betur en hann má heldur ekki liggja og lengi á t.d bílnum sjálfum. ég læta hann aldrei liggja nema svona 2 mín alveg hámark.
Back to top
jeepson
Fri Dec 25 2009, 03:54p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Jæja best að henda inn nokkrum myndum í viðbót. við vorum að glápa útum gluggan heima og sáum þennan XL7 sem var að reyna að komast upp brekkuna meðfram sandafellinu. þannig að dóri bróðir ákveður að fara og sýna sig og heldur auðvitað að hann komist lengra. En hann komst nú ekki mikið lengra og sat svo fastur. þannig að ég fór upp á army trukkinum mínum og komst lengst með því að hjakkast fram og tilbaka þangað til að ég var búinn að gera ruðning alveg uppá húdd. þá hætti ég og snéri við en ég festi mig líka en þökk sé þessari risabreytingu og risa 33" dekkjunum mínum. léttleika og auðvitað ökufærni náði ég að leysa mig og bakkaði áfram niður brekkuna til að snúa við og draga littlu suzie upp. hann var meir og minna kominn útfyrir vegin og sést á myndunum hvað bíllinn hallar hjá honum. Og ég hélt að ég ætlaði alderi að ná honum upp á veg. ég dró hann nokkra metra spólandi og spænandi þanngað til að framendin kom loksins uppá veg líka. En hérna koma myndir af þessu. því miður gleymdi ég myndavélinni þannig að ég tók bara síma myndir það verður að duga. ég tók ekki margar myndir því að ég nennti ekki að kofa í snjónum í þessu skíta veðri.

felgurnar orðnar fullar af snjó


litla suzie pikkföst HAHAHAHA


Stóra suzie kemur til bjargar Það sést að að númera platan er búin að aðlagast framstuðaranum aðeins meir eftir skaflin sem ég var að riðja hehe


Hásingarnar farnar að dragast í snjónum


Hásingin rétt sleppur hjá mér

[ Edited Fri Dec 25 2009, 03:58p.m. ]
Back to top
Sævar
Fri Dec 25 2009, 04:11p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
hihiihii, hleypa meira úr!!!! dekkin ekki vitund böggluð hjá þér!


en þvílík öfund í gangi hérna ég er að kreista hnefann ohhhh
Back to top
jeepson
Fri Dec 25 2009, 04:20p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Sævar wrote ...

hihiihii, hleypa meira úr!!!! dekkin ekki vitund böggluð hjá þér!


en þvílík öfund í gangi hérna ég er að kreista hnefann ohhhh


HAHAHA ég hleypi ekki úr fyrr en ég bara nauðsinlega þarf þess. á meðan ég kemst á harðpumpuðu þá geri ég það. ég er svo þrjóskur jeppa kall Þetta er bara gaman:D híhíhí svo verð ég að taka myndir af snjónum hérna fyrir utan heima. Það er komin sko risa ruðningur sem er búið að moka upp meðfram húsinu. og sennilega vel yfir 30cm á þakinu sem hafa verið að hrinja niður á stéttina þannig að það er sko mokað og allt sett í þennan ruðning sem er orðin yfir meter á hæð Sævar minn koddu bara vestur og vertu hérna í nokkra daga það eru 7 svefn herbergi í húsinu þannig að það er til gesta herbergi fyrir þig
Back to top
EinarR
Fri Dec 25 2009, 04:21p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Gæfi óhemju fyrir að vera í snjó núna
Back to top
Sævar
Fri Dec 25 2009, 04:22p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
HEHE ég fæ útrásina 31 þá ætlum við norður sand og sennilega suður kjöl
Back to top
EinarR
Fri Dec 25 2009, 04:27p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Bitch!!!
Back to top
Sh0rtY
Fri Dec 25 2009, 04:31p.m.
Registered Member #94

Posts: 45
vá!! sævar settu þennan mann í BANN !:P
öfundan svoo mikið að hafa snjó og það fullt
annars gleðilega hátið;D mátt síðan hætta að nudda
salti í sárin:P

ps. allt sagt í gríni vona að þú skemmtir þér í ræmur!
Back to top
jeepson
Fri Dec 25 2009, 04:41p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Sh0rtY wrote ...

vá!! sævar settu þennan mann í BANN !:P
öfundan svoo mikið að hafa snjó og það fullt
annars gleðilega hátið;D mátt síðan hætta að nudda
salti í sárin:P

ps. allt sagt í gríni vona að þú skemmtir þér í ræmur!


múhahahahaha það er gaman af þessu hehe Ég er á fullu að reyna að senda Sævari og ykkur hinum snjó. vindáttin vil bara ekki hlýða mér
Back to top
Sh0rtY
Fri Dec 25 2009, 05:09p.m.
Registered Member #94

Posts: 45
hahaha já vonum að þetta gangi nú eitthvað
eru rétt svo 2 korn af snjó á götunum hérna í rvk
Back to top
jeepson
Fri Dec 25 2009, 05:15p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
já og mér gengur ekkert að senda ykkur snjó. Þið verðið bara að koma hingað vestur:)
Back to top
Valdi 27
Fri Dec 25 2009, 09:49p.m.
Registered Member #48

Posts: 215
Hvernig er veðrið þarna hjá þér Gísli núna??
Er eitthvað að bæta í snjóinn??
Back to top
jeepson
Sat Dec 26 2009, 05:18p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Það snjóaði eitthvað í nótt og mokstur búin að standa yfir í dag. þannig að það eru góðir ruðningar í bænum núna. en það virðist ekkert vera að snjóa neitt núna. vonandi breytist það eitthvað en ég hendi inn fleiri myndum á eftir. gera nýjan þráð. súkkunum okkar bræðra var alveg naugðað í snjónum áðan hehe.
Back to top
sonur
Tue Oct 12 2010, 10:44p.m.
Registered Member #500

Posts: 151
Veit vel að þessi þráður er gamall, en það var vitnað til Bílabóndans á Vestfjörðum og margir ykkar eru alveg vitlausir í Fox jeppana
ég eyddi góðum tíma í leitir af L200 Mitsubishi pickup stuttum hjá honum sem mig langar svo í tilþess að breyta.. í leitinni rakst ég á nokkra Foxa sem ábyggilega einhverjum ykkar þætti ekki verra að vita um hjá honum

1.
(ofáná einhverjum bil þarna vinstramegin fyrir aftan Benzan)

2.
(fyrir aftan L200 rauða pickuppinn)

3.
(var búið að posta myndinni af þessum)

bara svona svo þið vitið

[ Edited Wed Oct 13 2010, 04:57p.m. ]
Back to top
EinarR
Wed Oct 13 2010, 12:15p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
ég sé ekki þessar myndir
Back to top
Roði
Wed Oct 13 2010, 04:51p.m.
Roði
Registered Member #301

Posts: 225
Mig langar í felgurnar á þessum gula
Back to top
Go to page  [1] 2  

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design