Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
olikol
Fri Jan 15 2010, 06:08p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
Jæja þá er 16ventla sjálfskipt vitöru vél komin í hús og er planið að troða því skáþekjuna og nota sem minnst rafkerfi úr vitörunni, bara það sem tengist vélartölvunni.

Er byrjaður að skoða rafkerfið og rífa smá sundur, en er aðalega að pæla með sjálfskiptingar-tölvuna, er óhætt að rífa allt sem tengist sjálfskiptingunni í burtu? Meirihluti víranna frá sjálfskiptingar-tölvunni fer í sjálfskiptinguna sjálfa en hluta af því fer í vélartölvuna, mælaborðið og sviss og fleira.
Er líklegt að ég þurfi að nota vélartölvu úr bsk. bíl?

Einhver með reynslu eða þekkingu á þessu?
Back to top
jeepson
Fri Jan 15 2010, 06:13p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Ertu búinn að prufa að heyra í umboðinu og sjá hvað þeir segja. Annars hefði ég nú haldið að það væri sama talvan í þessu. þetta er ekki tölvustýrð skipting er það nokkuð? En er það eitthvað mikið sem þú ætlar að taka af rafkerfinu?
Back to top
Sævar
Fri Jan 15 2010, 06:17p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það er svolítið hætt við því að það þurfi að gera vissar breytingar en ég hefði ekki haldið að vélin þurfi nein boð frá skiptingu til að stilla gang vélarinnar.

En ef þig vantar teikningar hefur umboðið alltaf verið til í að prenta fyrir mig og útskýra.

Ég hef heyrt af því þegar menn setja 16v í stað 8v í geo trackerana í kanabæ þá er mikið vesen að möndla sjálfskiptu rafkerfi yfir í beinskiptan bíl. En maður veit aldrei fyrr en maður bara prufar.
Back to top
jeepson
Fri Jan 15 2010, 08:55p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Tala bara við umboðið. Það er best.
Back to top
EinarR
Fri Jan 15 2010, 09:17p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Það er búið. þetta er mun meira en að seiga það.
Back to top
Sævar
Fri Jan 15 2010, 09:30p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Prufið að tala við Brynjar, mér skylst að hans bíll hafi verið að detta í gang rétt áðan.

Hann er væntanlega eitthvað volgur ennþá í þessum tölvumálum
Back to top
gisli
Fri Jan 15 2010, 11:28p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
ég er með haug af vitara manuölum og wiring diagrams í tölvunni
Back to top
jeepson
Sat Jan 16 2010, 02:33a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
En afhverju ekki bara setja volvo mótor í bílinn?
Back to top
Brynjar
Sat Jan 16 2010, 03:12a.m.
Registered Member #26

Posts: 445
ég er nú ekki alveg klár á þessu með sjálfskiptinguna en þetta er ekki eins á 3 þrepa skiptinguni og 4 þrepaakiptungina það veit ég.

það ættu að vera plögg sem fara frá sjálfskiptinguni og upp í rafkerfi. Þú verður að skoða þau plögg vel og athuga hvað þau tengast í,(rekja leið vírana) líklegt er að þeir komi einhverstaðar við í tölvuni og ef þeir gera það eru miklar líkur á að þú þurfir tölvu úr beinskiptum bíl. (ef þú færð nýja tölvu vertu þá viss um að sú talva komi úr bíl sem er ekki með abs og sé með sama loftflæðiskynjara skoðaðu hversu margir vírar fara í loftflæðiskynjaran( helst eins öllum skynjurum) ef skynjararnir eru að senda tölvuni röng skilarboð gæti hún eyðilagst og gangtruflanir.
Síðan er kapallin sem leiðir að soggreinini sem gerir það að verkum að hann skiptir niður þegar gefið er inn hann gæti komið inní þetta( held samt að það sé bara kapal sem tengist ventlaboxinu í sjálfskiptinguni.

allavegna athuga þessi atriði.

Með vírana sem leiða bæði úr millikassa og sjálfskiptinu í mælaborðir þá eru það 4wd og 4wd-L ljósinn einnig tengd bakgírnum. Einnig ætti sjálfskiptingin að vera tengd tölvunni til að segja henni að að er bara hægt að starta bílnum þegar maður er í netrual eða park. Olíuskynjarinn, bremsuvökvaskynjarinn, vatnshitaskynjarinn of fleiri skynjarar tengjast allir í tölvuna og þaðan í viðvörunarljós í mælaborðinu.


Back to top
gisli
Sat Jan 16 2010, 07:56a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Í Foxinum er auðvitað bara 4wd ljós en ekki 4wd-L.
En gírstöðu-ræsivörnin, er það ekki bara af/á rofi? Sem hægt væri að tengja varanlega þannig að hann virki?

[ Edited Sat Jan 16 2010, 07:57a.m. ]
Back to top
Sævar
Sat Jan 16 2010, 11:23a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Back to top
jeepson
Sat Jan 16 2010, 01:34p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Það er t.d þannig í súkkuni minni að maður þarf að stíga á kúplinguna þegar maður er að starta. annars gerist ekkert.
Back to top
Sævar
Sat Jan 16 2010, 01:48p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það er í öllum sidekick, en það er bara rofi líkt og bremsuljósarofi sem auðvitað er ekkert mál að beintengja bara.

Þetta er fyrir kanann sem er hálf vankaður á beinskipta bíla og eiga það til að starta þeim í gír.
Back to top
jeepson
Sat Jan 16 2010, 03:59p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Sævar wrote ...

Það er í öllum sidekick, en það er bara rofi líkt og bremsuljósarofi sem auðvitað er ekkert mál að beintengja bara.

Þetta er fyrir kanann sem er hálf vankaður á beinskipta bíla og eiga það til að starta þeim í gír.


Það þarf alt að vera idiod proof fyrir kanan. Þeir eru bara því miður svo vitlausir greyin.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design