Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Klúbburinn :: Myndir
Nokkrar myndir af súkkuni. << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
jeepson
Sat Jan 30 2010, 09:37p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Jæja skruppum aðeins uppá hrafnseyrar heiði að leika okkur í dag. Dóri bróðir var reyndar upptekinn við að leika sér annarstaðar þannig að ég dró bara kærasta systir minnar með og við fórum á súkkuni minni að leika okkur aðeins. Við fórum aðeins niður í brekkuna sunnanmegin við heiðina og rákumst á þennan risa ruðning sem lá meðfram veginum og var hann sennilega svona meter hærri en súkkan.







Svo lenti ég í því um daginn á Ísafirði að ég fann ekkert bílastæði. En aftur á móti var ruðningur í einustæðinu sem engum datt í huga að nota. En þar sem að súkkur eru svo rosalega seigar og góðar þa lagði ég bara þar. Þetta kemur reyndar ílla út því að bílarnir voru farnir úr stæðunum þegar ég loks asnaðist til að taka myndirnar hehe. Þannig á myndunum er nóg pláss





Fyrst tók ég nú ekki eftir þessum ruðning þannig að ég lagði bara uppá gangsétt þar sem annar ruðningur var. Maður verður nú að redda sér stundum..


Back to top
jeepson
Sat Jan 30 2010, 09:39p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Á efstu myndunum sjást einnig sukka.is miðarnir sem að ég setti á um daginn, þannig að súkkan er þræl merkt. enda hef ég fengið spurningar um hvað þetta sé
Back to top
BergurMár
Sat Jan 30 2010, 10:00p.m.
Bergur Már Óskarsson
Registered Member #181

Posts: 123
flottur skemmtilegar myndir
Back to top
Sævar
Sat Jan 30 2010, 10:02p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þetta er í lagi


ertu búinn að finna út úr þessari gangtruflun sem var í honum?

og ertu búinn að setja í hana þessa styrkingu á pinjónfestingu að framan? ég hefði ekki þorað að bakka upp svona vitandi það hvað þetta er aumt hja mer að framan hehe hefur brotnað við minni átök

Back to top
jeepson
Sat Jan 30 2010, 11:05p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
já þetta eru bara sæmilegustu myndir. Nei ég fer með súkkuna í tölvu lestur í bænum í mars. Og ég er ekkert að setja styrkingu fyrr en eitthvað brotnar hehe. En þessi hiksti í henni á keyrslu er farinn að bögga mig verulega. En vonandi lagast þetta í bænum þegar maður verður búinn að láta tölvulesa kvikindið. En hvað kostar að láta lesa súkku hjá umboðinu?
Back to top
Brynjar
Sun Jan 31 2010, 12:23a.m.
Registered Member #26

Posts: 445
þú getur lesið af henni sjálfur upp að vissu marki. ef þú manual geturu tengt á milli í tölvuni og check engine ljósið blikkar þá.
Back to top
BergurMár
Sun Jan 31 2010, 12:34a.m.
Bergur Már Óskarsson
Registered Member #181

Posts: 123
borgaði um 3600 um daginn minnir mig fyrir aflestur á mínum.
Back to top
jeepson
Sun Jan 31 2010, 12:35a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Kostaði það um 3600 hjá umboðinu í skeifuni?
Back to top
Stebbi Bleiki
Sun Jan 31 2010, 01:52a.m.
stebbi
Registered Member #129

Posts: 113
ég borgaði einhvern 3800kall um daginn í umboðinu í skeifunni
Back to top
jeepson
Sun Jan 31 2010, 02:20p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Þetta er svo lítill peningur að ég fer bara með hann í umboðið í mars. Ég þakka ykkur eðal mönnum fyrir svörin
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design