Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Ztebbsterinn
Wed Feb 03 2010, 09:27p.m.
Registered Member #271

Posts: 1
Daginn,

Mér datt í hug að spyrja Suzuki fróða menn ráða.

Um er að ræða 2,0 Turbo Diesel Vitara ~"97. Hún fékk yfirhalningu á heddi síðastliðið vor, þá fékk hún einnig ný glóðarkerti og ýmislegt fl. vinnur eins og hestur og allt í góðu.

Nema hvað.. að svona 4-5 mánuðum eftir þetta byrjaði hún að vera leiðinleg í gang, bendir allt til þess að hún sé ekki að hita nóg.
Eigandanum finnst hún vera skárri í gang ef að hann hitar svona 3 til 4 sinnum og startar svo.

Nú eru kertin ekki gömul og ekkert að sjá né finna að glóðarkerta releyinu (sem er fyrir ofan bremsukútinn).

Er eitthvað sem mönnum dettur í hug sem gæti verið að hrjá hana? Einhver súkku-sjúkdómur sem menn kannast við?

Kv. Stefán Örn
Back to top
metalice
Wed Feb 03 2010, 10:23p.m.
metalice
Registered Member #228

Posts: 106
Þó að glóðarkertin séu nýleg þá geta þau verið gölluð. Bara að kippa þeim úr og mæla þau.
Back to top
ierno
Thu Feb 04 2010, 03:53p.m.
ierno
Registered Member #109

Posts: 73
Síðustu vikur hefur verið mjög kalt í veðri. Er mögulegt að það sé einfaldlega sökudólgurinn?
Back to top
Sævar
Thu Feb 04 2010, 06:56p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Skoðaðu líka hvort það leki nokkursstaðar hráolíu, um leið og einhver leki kemur úr verkinu fer það að hafa áhrif á gang bílsins og þá sérstaklega kaldan

En ég tek undir með að prufa glóðarkertin því ég hef lent í því bæði á Mitsubishi og hyundai, og landcruser að mig minnir að fá annaðhvort afhent vitlaus, eða gölluð kerti.
Back to top
gisli
Thu Feb 04 2010, 09:31p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Ég á service manual fyrir svona mótor á tölvutæku, reyndar í fyrstu kynslóð Grand Vitara en þetta er nánast alveg eins. Láttu vita ef þú vilt fá þetta.
Back to top
sukkaturbo
Sat Feb 13 2010, 04:05p.m.
trölli
Registered Member #248

Posts: 84
sælir hvað er að frétta að sukkunni ertu búinn að finna út úr þessu með gangsetninguna kveða guðni
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design