Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Gwagon
Wed Feb 17 2010, 01:04a.m.
Registered Member #44

Posts: 57
Sælir

Er í veseni með Jimny það er alltaf mótorljós logandi og það slokknar í smá tíma þegar ég hef tekið pólana af og sett aftur á?Hvað er svona það fyrsta sem ég ætti að skoða?

Endilega kommenta ef þið þekkið eitthvað til Jimny

Kv Ak
Back to top
Aggi
Wed Feb 17 2010, 02:07a.m.
Rauðhaus
Registered Member #13

Posts: 270
sleggju
Back to top
jeepson
Wed Feb 17 2010, 02:18a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Þá ferðu með bílinn í tölvulestur og lætur finna út hvað er að bílnum. check engine ljósið kveiknar af einhverri ástæðu.
Back to top
stebbi1
Wed Feb 17 2010, 07:40a.m.
Registered Member #57

Posts: 355
er ekkert boðið uppá að maður geti lesið af honum sjálfur einsog vitöru(eða sidekick) og samurai?
Back to top
gisli
Wed Feb 17 2010, 08:40a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
http://www.suzukiinfo.com/jimny/jimny-fsm.zip

Ef hægt er að lesa af honum sjálfur, finnurðu út úr því hér. Annars geturðu notað diagnosis chart eða þvíumlíkt, það er amk fullt hægt að gera áður en maður fer á verkstæði.
Gangi þér vel.

[ Edited Wed Feb 17 2010, 08:40a.m. ]
Back to top
Stebbi Bleiki
Wed Feb 17 2010, 04:11p.m.
stebbi
Registered Member #129

Posts: 113
það kostar inhvern 3-4þús kall að fara niðrí umboð og láta gera þetta, tekur enga stund.
Back to top
gisli
Wed Feb 17 2010, 04:41p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Já, það má alveg minnast á það að þeir eru mjög sanngjarnir í umboðinu.
Back to top
jeepson
Wed Feb 17 2010, 05:36p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Þeir eru allavega sanngjarnir miðað við helku umboðið. Ég hef heyrt að það kosti 15þús að láta tölvulesa bíl hjá þeim. Sel það samt ekki dýrara en ég keypti það.
Back to top
olikol
Wed Feb 17 2010, 05:37p.m.
olikol

Registered Member #3

Posts: 633
bora bara í mælaborðið eða taka peruna úr þá slökknar allavega á ljósinu en bilunin fer sennilega ekki ef hún er.
Back to top
EinarR
Wed Feb 17 2010, 05:46p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Ef þetta er eittvað sem angrar þig ekki og þú villt losna við ljósið í skoðun er ekkert mál að taka bara peruna úr. ég skal gera það fyrir þig. ef þú villt það ekki sjálfur.
Back to top
gisli
Wed Feb 17 2010, 11:56p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Að sjálfsögðu á ekki að taka peruna úr, sérstaklega ekki í nýlegum og ó-skítmixuðum bíl, ljósið er okkur til gagns.
Back to top
Gwagon
Thu Feb 18 2010, 12:40a.m.
Registered Member #44

Posts: 57
Takk fyrir þetta bílinn er óbreyttur og stífbónaður og á bara að vera í lagi þannig að maður verður að finna út úr þessu ég var bara að spá í hvað væri algengast að væri að þegar ljósið logar ef einhver þekkti vel til Jimny?
Back to top
EinarR
Thu Feb 18 2010, 09:41a.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Algengast er að pústskynjari sé að focka eitthvað. eða hreinlega að bíllinn sé að menga of mikið. Aldrei hægt að segia nema að þú farir hreinlega niður í umboð og fáið þá til að lesa af honum fyrir þig.
Back to top
gisli
Thu Feb 18 2010, 01:39p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Í manualnum sem ég benti á hér að ofan eru leiðbeiningar um hvernig á að jarðtengja pinna í OBD tengi bílsins og láta vélarljósið blikka kóðanum og benda þannig á bilaða skynjarann. Skv. bókinni eru þetta 10-12 skynjarar sem geta kveikt vélarljósið (eða bilun í vélartölvunni sjálfri) og þess vegna eina vitið að skoða þetta áður en farið er að skipta um skynjara upp á von og óvon.
Þ.e.a.s. ef ekki á að láta lesa í umboðinu.
Kv.
Gísli
Back to top
stebbi1
Thu Feb 18 2010, 04:20p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
en í sambandi við pústskynjarann, getur verið að bílinn sé að menga of mikið og það komi villa um það frá pústskynjaranum, þó svo að pústskynjarinn sé ekki bilaður?
Back to top
EinarR
Thu Feb 18 2010, 07:24p.m.

Registered Member #52

Posts: 1421
Rétt. hægt að laga það með því að hreinsa spíssa með blöndu í bensín og nýrri smuroliu og síu
Back to top
gisli
Fri Feb 19 2010, 03:38p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Pústskynjari kveikir bara vélarljósið ef hann er bilaður, hins vegar gæti bilaður spíss kveikt vélarljósið líka, en þá væri hann óvirkur og vélin með ljótan gang.
Back to top
jeepson
Fri Feb 19 2010, 04:18p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Ég held að það sé langt best að fara bara með bílinn í umboðið og láta lesa af honum þar. það kostar ekki svo mikið og er fljóltega gert. Ég lenti í veseni með wrangler sem að ég keypti bilaðan. Hann fór ekki í gang og ég fór að tala við hina og þessa sérfræðinga. Þegar ég var búinn að versla varahluti fyrir rúmlega 30þús komst ég aðþví að talvan væri ónýt. Ég fór til góðavinar hans Sævars semsagt ragga og fékk lánaða tölvu hjá honum. og dollan hrökk í gang. Og keypti svo tölvuna af honum. En ég hefði sparað helling af peningum bara við að fara með bílinn í lestur því þá hefði strax komið upp að talvan væri ónýt. Það marg borgar sig bara að renna með bílinn í umboðið og láta lesa hann. Það er langa auðveldast og kostar nú ekki mikið.
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design