Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Tæknilega hornið :: Viðgerðir, breytingar og eilífðarverkefni
Grand Vitara í þunglyndiskasti og neitar í gang << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Kapteinninn
Mon Feb 22 2010, 10:57p.m.
Registered Member #289

Posts: 4
Gott kvöld. Mig langar að forvitnast hvort einhver ykkar hefði hugmynd um hvað amaði að þessari að öðru leyti prýðis bifreið. Um er að ræða Suzuki Grand Vitara knúin áfram af 2.0 hreyfli með sjálfvirkan hraðastilli (sjálfskipting). Sá galli er hins vegar á gjöf njarðar að sama hvað reynt er, þá fæst bölvað skrapatólið ekki í gang. Búið er að skipta um bensíndælu og það er þrýstingur á forðagreininni fyrir spíssana.

Eru einhverjir skynjarar eða þess háttar sem geta valdið því að spíssarnir opna ekki eða kveikjan gefur ekki neista?

Endilega ausið úr viskubrunni ykkar!

[ Edited Mon Feb 22 2010, 10:57p.m. ]
Back to top
jeepson
Mon Feb 22 2010, 11:09p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Þetta minnir mig svolítið á wranglerinn sem að ég átti einusinni. færðu öll ljós í mælaborðið þegar þú svissar á. t.d check engine, og olíu ljósið svo eitthvað sé nefnt. Ef ekki þá myndi ég prufa að fá tölvu úr öðrum bíl. Þetta lýsir sér alveg eins og var í wranglernum og ég skipti um skynjara og kvekju pikkup fyrir sirka 30þús þangað til að það uppgötvaðist að talvan væri ónýt í bílnum. Ef þessi ljós koma ekki þá er talvan líklega farin. Ef að þau koma þá myndi ég athuga með neista á kertin og svona lagað. kveikju lok, þræði og þessháttar.
Back to top
Kapteinninn
Mon Feb 22 2010, 11:40p.m.
Registered Member #289

Posts: 4
Jájá það kemur heilt jólatré í mælaborðið
Back to top
jeepson
Tue Feb 23 2010, 01:00a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Þá ætti talvan að vera í lagi En hefuru athuga hvort að þú fáir neista á kertin?
Back to top
Sævar
Tue Feb 23 2010, 04:36a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
er í lagi með kóðann í lyklinum, blikkar engine ljosið þegar svissar á
Back to top
Kapteinninn
Tue Feb 23 2010, 08:24a.m.
Registered Member #289

Posts: 4
Nei engine ljósið blikkar ekki
en ég gleymdist að minnast á að í síðustu viku þá átti hann það til að fara í gang þegar honum hentaði og deyja síðan á hinum ýmsustu stöðum og var það nú ástæðan fyrir því að farið var í bensíndæluskiptin
Það er þá spurning hvort þetta tengist eitthvað, þetta er nú farið að verða svolítið þreytt þetta vesen
Back to top
Kapteinninn
Tue Feb 23 2010, 10:21a.m.
Registered Member #289

Posts: 4
Jæja súzí fór í gang í morgun eins og herforingi en síðan var eins og dregið væri ský fyrir sólu og allt orðið ómögulegt á ný, hún fer ekki í gang. Enginn neisti. Hvaða skynjarar eru líklegir?
Back to top
gisli
Tue Feb 23 2010, 10:27a.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Sendu mér e-mail á gisli©sukka.is og ég skal senda á þig viðgerðabókina um hæl.
Það ætti að vera hægt að "flassa" bilanakóða í mælaborðið og útiloka hitt og þetta. Annars eru fínar töflur í bókinni til að fara eftir.
Eitt sem mér dettur í hug er að mæla spennuna að bensíndælunni, þ.e. hvort hún fái straum þegar svissað er á. Ætti líklega að fá straum í einhverjar sekúndur þá og svo aftur þegar startað er, Sævar er með það á hreinu.
Gangi þér vel,
Gísli
Back to top
Sævar
Tue Feb 23 2010, 06:25p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ef þú rífur hvað mest frá af hljóðeinangrandi undan mælaborðinu ættirðu að heyra smella í FUEL PUMP RELAY sem er bara tímarofi, oftast stilltur 0,5-2 sek þegar sviss erí 30 stöðu (ON) - Svo fær rofinn stöðugan stýristraum frá sveifarásskynjara um það að vélin sé farin í gang og þá gengur bensíndælan stöðugt(Vélin í gangi)

Ef hún tekur aðeins við sér í starti en deyr svo alltaf aftur má álíta að sveifarásskynjari sé ekki í lagi

eða relay lélegt

eða bensíndæla léleg

stífluð sía? annað eins hefur nú gerst og valdið því að hægt og rólega hætta bílar að ganga



nei bara hugmynd

[ Edited Tue Feb 23 2010, 06:25p.m. ]
Back to top
Sævar
Tue Feb 23 2010, 06:32p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
ps lélegar síur geta eyðilagt glænýjar bensíndælur á mjög skömmum tíma
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design