Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Tæknilega hornið :: Viðgerðir, breytingar og eilífðarverkefni
Mismunandi drifhlutföll ???? Einn allveg Grænn - New beeee << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Björninn
Thu Mar 04 2010, 06:40p.m.
Björninn
Registered Member #303

Posts: 4
Varð að kaupa mér Suzuki Vitara 2000 árg á 33" tommu. Flottan "veiðibíl" og í snatt í bænum.

Allt virðist vera í þessu fína, þangað til að það fór að snjóa og ég setti bílinn í lokurnar og svo í 4x4 dirfið.
þá koma helv. miklir skruðningar og læti.

Ég er búinn að prófa að keyra bílinn í lokunum án þess að setja hann í 4x4 drifið allt í þessu fína. Og án þess að hafa hann í lokunum og setja hann í 4x4 drifið, og allt í fínu lagi.

Spjallaði við Jeppa-kall og hann sagði að þetta hljómaði eins og að hlutföllun séu ekki þau sömu. ??

Ég er búin að tjakka bílinn upp og snúa framhjólunum 1 hring - skaftið fór 5 hringi en að aftan fer það ekki nema kannski 4,7-4,8 hringi.

Er þetta að segja mér að hlutföllin séu ekki þau sömu að framan og að aftan.?
Og af hverju??? Ég bara skil þetta hreinlega ekki??

Eða er eitthvað farið í drifinu ??

Þið sérfræðingar komið með álit, ég er allveg, ekki, hreinlega að skilja neitt núna??

Kv.
Veiði-Björn





Back to top
Sævar
Thu Mar 04 2010, 06:45p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það hefur nú verið einhver braskari sem setti þetta saman ef hlutföllin eru ekki þau sömu, en ég myndi skoða festingarnar fyrir framdrifið VEL, þær eiga það til að brotna eða losna og þá koma þessir svo ægilegu skruðningar þegar álag kemur á drifrásina.

Annars ættirðu að sjá hvort sama kítti hefur verið notað til að setja framdrifið og afturdrifið í, ef það er ekki eins er líklegt að einhverntíma hafi bara verið skipt um annað drifið, og þá eins möguleiki að það sé af öðru hlutfalli. En fyrst munurinn er svona lítill myndi ég nú athuga þetta aftur til að vera viss.
Back to top
jeepson
Thu Mar 04 2010, 08:02p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Það er þráður hérna á spjallinu eftir mig einmitt með myndum af framhásingu með brotnum festingum. Þannig að þú séðr hvernig á að redda þessu ef að festingarnar eru brotnar.
Back to top
hobo
Thu Mar 04 2010, 08:35p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Sæll Björn og takk fyrir síðast. Ef við komumst ekki að einhverri betri niðurstöðu hér en að hlutföllin séu bara einfaldlega ekki þau sömu þá förum við bara í aðgerð. Rífa drifin úr og telja tennur. Svo ekki sé minnst á að hringja í fyrri eiganda og skamma hann ef að satt reynist.
kv Hörður

[ Edited Thu Mar 04 2010, 08:38p.m. ]
Back to top
Björninn
Thu Mar 04 2010, 11:53p.m.
Björninn
Registered Member #303

Posts: 4
jamm --- heldur að það geti verið að þessi Pinna-Jóns festing sé brotin, Hörður. ??? Það er smá vinna að mixa þetta
kv.
Veiði-Björn
Back to top
Sævar
Fri Mar 05 2010, 11:46a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þetta er ekkert mál, fór með 3 svona drif í sumar og þetta tók yfirleitt ekki meira en 2 tíma að laga
Back to top
hobo
Fri Mar 05 2010, 12:51p.m.
hobo
Registered Member #120

Posts: 857
Það þýðir víst lítið annað en að leggjast undir, skoða og framkvæma eitthvað
Back to top
gisli
Fri Mar 05 2010, 01:32p.m.
Gísli Sveri

Registered Member #6

Posts: 882
Það er amk ekki mikil vinna að rífa drifið úr, þarft bara að hafa pakkningalím og nýja gírolíu (ef sú gamla er ekki endurnýtt).
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design