Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
batlason
Mon Mar 15 2010, 06:50p.m.
Registered Member #292

Posts: 32
sælir félagar.

ég var að fjárfesta í efnilegum Suzuki Sidekick 1995 á 10"breiðum 31" dekkjum og er ég búinn að mála og setja á hann kannta (brettakanntslista) en það var aðeins skorið úr og síðan lamið soldið og þeir límdir og skrúfaðir innan á og gat þessvegna ekki skorið mikið úr.
núna er vandamálið það dekkin rekast að sjálfsögðu uppí við minnstu ójöfnu eða beygju og þarf ég því að hækka hann... ég vil sleppa sem billegast við þetta hálf idiot proof.
ég er búinn að lesa soldið um að menn séju að setja klossa í fjöðrunina og lengja dempara og það sé að gefa um 2" hækkun sem er það sem ég þarf, spurning er hvar fær maður efni í svona hækkun og hvernig er það gert og er kannski eitthvað annað sniðugara?

ég er frekar mikið grænn í þessu en vill læra að umgangast þessa gæðagripi
Back to top
jeepson
Mon Mar 15 2010, 07:05p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Þú hækkar hann bara á boddýi um 2" Ég held að það sé ódýrasta lausnin.
Back to top
batlason
Mon Mar 15 2010, 09:49p.m.
Registered Member #292

Posts: 32
ok, hvernig eru menn að fóta sig í því?

það sem ég tel mig vita er að maður þarf að kaupa upphækunaklossa (nylon, 6stk.?) og lengja bensináfyllignarör, gírstöng, stýrismaskínu og eitthvað fleira býst ég við :S
hvernig eru menn annars að lyfta boddýinu til þess að setj klossana á milli?

Back to top
jeepson
Mon Mar 15 2010, 10:39p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Ég veit ekki alveg hvernig menn lyfta boddýinu. En ef að þú kemst í skæra lyftu þá geturu notað hana til að lyfta boddýinu upp af gridninni. Það hefur held ég ekkert verið gert við gír stöngina hjá mér. en það var settur snitt teinn í millikassa stöngina. Semsagt snittað í stöngina og skrúfað ofaní. Og svo hnúðurinn á teininn
Back to top
Brynjar
Tue Mar 16 2010, 12:33a.m.
Registered Member #26

Posts: 445
í sambandi við stýrið þá er hægt að draga út öxulinn sem fer úr hvalbak og í maskínuna. ég er með öxull úr óbreyttri súkku og mín er kækkuð um 7 cm á bóddýi. Bensínáfyllingar rörið þarf að lengja, gírstöngina er lengd hjá mér veit ekki hvort það þurfi.

Hægt er að lyft á boddýi án þess að nota lyftu í staðinn notari bara vengjulegan tjakk en það þarf að byrja öðru meginn og setja allt klossa þar og færa sig síðan yfir á hina hliðna
Back to top
jeepson
Tue Mar 16 2010, 07:17p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
En ef að þú ætlar að hækka á annaðborð hækkaðu þá bílinn þannig að þú komir 33" undir og þannig að hann geti fjaðrað vel á þeim.
Back to top
batlason
Tue Mar 16 2010, 07:37p.m.
Registered Member #292

Posts: 32
já held að það sé eina vitið að koma 33" undir hvað þarf ég þá að hækka mikið?
en hvar fær maður allt sem þarf og hvað er það nákvæmlega

þarf víst að kaupa klossana en hvað marga og hvar eru boddyfestingarnar?
hvernig lengir maður svo bensínáfyllingarörið og stýrismaskínuna?
og þarf ekki að gera eitthvað varðandi bremsur?
og í síðasta lagi, hvar fær maður dótið í þetta?

get ekki beðið eftir að fara að grúska í gripnum!
Back to top
jeepson
Tue Mar 16 2010, 11:26p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Það er nú búið að svara þessu fyrir þig með stýrisstöngina. Mig minnir að það heiti málmsteypan sem þú talar við í sambandið þessa boddý klossa. mundu bara að hafa orginal gúmmí púðana með þegar þú skellir klossunum undir. Mig minnir að ég sé með 2" klossa á mínum bíl.
Back to top
batlason
Wed Mar 17 2010, 08:42a.m.
Registered Member #292

Posts: 32
takk fyrir goð svör
ég fer að skella mér í þetta svo hlýtur þetta að skýra sig nokkurnvegin sjálft
Back to top
jeepson
Wed Mar 17 2010, 10:37a.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Svo Veit Hann Sævar hérna á spjallinu hvernig á að gera þetta. Hann getur jafnvel gefið þér góð ráð
Back to top
stebbi1
Wed Mar 17 2010, 12:49p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
En varðandi bremsur og svoleiðis, án þess að ég viti hvenig þetta er í vitöru, þá er nú oftast hægt að hagræða rörunum á einhvern hátt
Back to top
Brynjar
Wed Mar 17 2010, 05:53p.m.
Registered Member #26

Posts: 445
Er ekki deilir einhverstaðar? þarf ekki bara útbúa ný bremsurör frá höfuðdæli og að deili? bremmsurörinn liggja náttúrlega bara með grindini.
Back to top
stebbi1
Wed Mar 17 2010, 06:09p.m.
Registered Member #57

Posts: 355
þau eru nú oft rífleg, en reyndar kannksi ekki 5cm eða 2"
Back to top
batlason
Thu Mar 18 2010, 12:03p.m.
Registered Member #292

Posts: 32
held að menn séu bara að hagræða þessu með bremsurnar, annars lengir maður bara
Back to top
Sævar
Thu Mar 18 2010, 12:50p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Kannast ekki við að það sé vandamál, yfirleitt er í lagi að beygja rörin frami við kvalbak því þar eru þau yfirleitt hrein og óoxuð.

En athuga má með bremsudeilinn að aftan sem er, amk í vitara bílunum þarf að lengja arminn samsvarandi því sem bíllinn er hækkaður Á FJÖÐRUN en ekki bodí.

Annars bremsar bíllinn ekkert að aftan og fær sennilega tæplega skoðun
Back to top
batlason
Sat Mar 20 2010, 08:29p.m.
Registered Member #292

Posts: 32
jæja svo ég haldo áfram spurningunum.
hvernig lengir maður bensínrörið ?
Back to top
Sævar
Sat Mar 20 2010, 08:43p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Mig minnir að í mínum sé bensínrörið í raun efri kælivatnshosa úr gömlum range rover
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design