Forums
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Gwagon
Tue Sep 15 2009, 11:53p.m.
Registered Member #44

Posts: 57
Jæja fróðir menn og konur ég var að fá Vitöru 33" í skiptum fyrir bíl og hún er ógangfær gaman væri ef þið þekktuð þetta þetta er semsagt 1600 mótorinn endilega allar hugmyndir vel þegnar.....

*það kemur neisti á kerti (ný kerti)
*og það kemur bensín að innspítingu
*bíllinn startar en tekur ekkert við sér

Kv Arnþór
Back to top
Sævar
Wed Sep 16 2009, 12:05a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
hann er væntanlega ekki að opna spíssa fyrst hann tekur ekkert við sér, hefurðu prufað að nota startspray?
Back to top
Gwagon
Wed Sep 16 2009, 12:09a.m.
Registered Member #44

Posts: 57
Nei hef ekki prufað startsprey ef hann er ekki að að opna spíssa tölvan?eða eitthvað annað er þetta ekki tiltörulega til friðs þetta innspítingar dót í súkkunum?
Back to top
Sævar
Wed Sep 16 2009, 12:10a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
jú yfirleitt er þetta til friðs en það eru nokkrir skynjarar sem koma í vegfyrir að vélin komist í gang, fyrst og best væri að athuga hvort réttur lykill sé í notkun og hann sé í lagi því það er í öllum VITARA JLX eftir 94 kóði í lyklinum
Back to top
Gwagon
Wed Sep 16 2009, 12:17a.m.
Registered Member #44

Posts: 57
Ok kóðalykill en mér skilst að bíllin hafi misst kraft smá saman verið að detta út.
Ef þetta væri vitlaus lykill færi þá bensín dælan í gang?
Back to top
Sævar
Wed Sep 16 2009, 12:19a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
ef réttur lykill er í notkun á að heyrast pínu "rattle" í vélartölvunni og svo heyrist bensíndælurelay smella, eftir 3 sek smellur það aftur og þar á eftir slekkur spíssatölvan eftir samtals 5 sek ef ekki er reynt að starta.

ef það kemur bara einn smellur og útvarp og fleira virkar og bíllinn startar þá er kóðinn ekki að virka.

ég þekki ekki persónulega og hef ekki prufað, en ég hélt að bensíndælurelay ætti ekki að virka ef lykilkóði er ekki réttur... En það gæti vel verið að hann loki bara á spíssana í staðinn.
Back to top
Sævar
Wed Sep 16 2009, 12:20a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ég myndi þá prufa að byrja með start spray og sja hvort hann taki eitthvað við sér, þá veistu í það minnsta að vandamálið hlýtur að vera í bensínrásinni
Back to top
Gwagon
Wed Sep 16 2009, 12:29a.m.
Registered Member #44

Posts: 57
ok takk prófa start spreyið á morgun

Kv Ak
Back to top
Sævar
Wed Sep 16 2009, 12:30a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Ef hann tekur við sér á því væri vert að athuga hvort hann opni spíssa og ef hann gerir það að prufa á hann ferskt bensín og eins að þrýstiprufa rásina ef ferskt bensín dugar ekki.
Back to top
Sævar
Wed Sep 16 2009, 01:07a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þá má sömuleiðis athuga hvort púströr virki stíflað, eins að loftsía sé ekki troðfull af skít, og að bensínsía sé ekki stífluð.


Þá erum við að verða búnir að dekka allan þann búnað sem þarf til að koma bílnum hjá þér í gang.-
Back to top
Gwagon
Thu Sep 17 2009, 01:37a.m.
Registered Member #44

Posts: 57
bensínsía er ný púst er ekki stíflað og loftsían er ekki tengd hann tekur ekki á startspreyi...........????

Kv Ak
Back to top
Sævar
Thu Sep 17 2009, 01:42a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
NÚ þá myndi ég nú prufa að þjöppumæla hann, gæti lýst sér að hann missi þjapp smám saman og verði kraftminni og kraftminni, gæti verið að blása milli cylindra

ef það er eins og þú segir neisti þá á hann í það minnsta að sína smá líf ef þú sprautar inn um loftinntakið......... nema hann sé ekki að þjappa nóg.

baráttukveðja, súkkubróðir
Back to top
Gwagon
Wed Sep 30 2009, 12:45a.m.
Registered Member #44

Posts: 57
Takk fyrir alla hjálpina bíllinn er komin í gang..

eitt sem ég tek eftir er að í hægagangi þegar ég tek loftflæði skynjaran úr sambandi þá breytist gangurinn ekki neitt er það eðlilegt á Pajero td þá höktir bíllinn og fer að ganga mjög furðulega...

Kv Ak
Back to top
Sævar
Wed Sep 30 2009, 07:24a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Hjá mér breytist hann ekkert þegar ég tek hann úr, nema vélarljósið logar, en þegar ég sting honum aftur í þá nánast drepur vélin á sér og gerir það hiklaust ef vélin er köld.


hvað var að hrjá bílinn svona aðallega sem kom honum ekki í gang?
Back to top
Gwagon
Wed Sep 30 2009, 09:56a.m.
Registered Member #44

Posts: 57
Ok

Mótorinn var vitlaus á tíma semsagt nýja tímareimin sem fyrri eigandin setti í en komið í gang núna...
Back to top
bennifrimann
Mon Oct 19 2009, 02:45a.m.
Registered Member #45

Posts: 37
Svo get verið líka að kveikjunar eru ekki að ná að leiða straumin niður í kerti. En mæli með það þú prufar að opna blöndungin og setja nokra dropa af beinsíni þar ofaní og prufa að starta. Það hef virkað alltaf hjá mér þegar það kemur upp svona vandarmál á hvaða bíl sem er.
Back to top
birgir björn
Mon Oct 19 2009, 10:05a.m.
Biggi
Registered Member #18

Posts: 1803
bíllinn er laungu komin í gáng hjá honum
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design