ég druslaðist nuna undir tindfjöll, í fyrri ferðinni vorum við ekki komnir á staðinn fyrr en eftir myrkur vegna tafa á farþegum en fórum á einu gmc sierra monsteri og svo einum ram.
Svo var farið aftur í gær (föstudag) og fór ég þá á súkkunni með 3 stráka í bílnum og dröslaðist hún þetta enn auðveldlega.
Núna þætti mér bara gaman að fara með öðrum súkkueigendum og komast nær og rölta svo rest
Það er talsvert langt labb ef þú ætlar ekki að keyra jökulinn, annars er lítið að færi allavega miðað við daginn í dag, mjög gott súkkufæri og allt út í förum, og mikið af fólki á ferðinni til að hjálpa ef eitthvað fer úrskeiðis.
Var þarna í dag á svartri tacomu á 39" og hitti m.a. nokkra súkkumenn, rauðu 35" samurai, skáþekjuna og indjánatjaldið hans siggaóla
Tacomufarþegar höfðu orð á því að þó hún væri með v6 4,0l og blower 300+ höhö þá gæfi GTinn hans siggaóla henni ekki mikið eftir, en á jökli voru köldustu menn að keyra uppundir 100 km hraða á tímabili.
En það jafnast ekkert á við að sjá þetta svona í 500 metra fjarlægð eða minna, og horfa á hraunið labba á móti manni hægt og rólega.
well, tobban mín er seint að fara að komast upp á jökulinn sjálfan þannig að ef það er laust í hjá einhverjum upp á jökul anytime þá er ég game og auðvitað mun ég taka þátt í olíukostnaði. í staðin munu menn fá myndir af skrímslinu sínum meðhraunið í bakgrunni
Maður er nú búinn að sjá nokkarar myndir frá gosinu en þetta eru þær lang flottustu sem ég hef séð hingað til. Hvernig myndavél ertu með, Canon EOS eða sambærilegt.
er með canon 50D, sigma 70-300 linsu sem actually er ekki það góð linsa. en vélin er góð. Næst á dagskrá er quality zoom linsa þó ég sé sammála þeim sem segi "zoom gerir ljósmyndara lata"