Hólmar Hallur Unnsteinsson heiti ég. Ég á heima á Höfn í Hornafirði. Ég á Suzuki Jimny 1999 og er búinn að eiga hann síðan í september 2008. Þegar ég kaupi hann, var hann ekinn 100 þúsund km, í dag er hann ekinn 117 þúsund km
- Hann er hækkaður 6 cm á boddy og 4 cm á gormum - 33'' dekk, BF Goodrich - VHF talstöð - Tók aftursætin úr, því er hann tveggja manna núna.. - Fini loftdæla - Webasto bensínmiðstöð - Hliðarkastarar - Sverara púst.. - K&N loftsía - Rocklobster millikassi, smíðaður af Ásgeiri Inga Óskarssyni. - Brúsafesting að framan fyrir 3 20 lítra brúsa - Tölvustandur ásamt tölvu með nRoute.. - Teygjuspotti - Tappsett - 6000k Xenon í aðalljósum. - Aukarafkerfi
Hér er súkkan þegar ég sæki hana til Reykjavíkur. Við hliðina á henni er Land Roverinn hans Ásgeirs Inga.
Laxárdalur í Nesjum.
Teppið var frekar blautt, svo að ég tók það úr til þurrkunar.
Áleiðis upp að jökli.
Á Mýrdalsjökli, við Austmannsbungu í Þorrablótsferð 4x4 2009.
Mig minnir að þessi á heiti Nyrðri ófæra, er ekki alveg viss. - Myndina tók Sigurður Gunnar Jónsson
Verið að bíða eftir að patrolar og svoleiðis komi sér upp brekku... Þann græna á Einar Björn Einarsson.
Ákváðum að gefa þeim forskot.., Vínrauðu súkkuna á Karl Heimir Einarsson.
Komnir fremst aftur
Farið yfir ísbrú, reyndar sést hún ekki á myndinni.
Dagsferð á Vatnajökul 26. júlí 2009
Á Lónsheiði.
Í Múladal, Krúserinn á Haraldur Mímir Bjarnason og patrolinn á Þorkell Kolbeins.
Í Laxárdal í Lóni. Þann rauða á Bjarni Hákonarson
Á Vatnajökli..
Vorferð 4x4 2009,
Á Vatnajökli, í þorrablótsferð 4x4 árið 2010, farið var yfir jökul og í Snæfell.
Í Snæfelli
Millikassasmíði
Rocklobster millikassi, allt smíðað af Ásgeiri Inga Óskarssyni
Papós
Bergárdalur
Þessi er í minni eigu, Mercedes CLK 230 Kompressor, 1998 árgerð ekinn aðeins 105 þúsund. Nota hann reyndar bara á sumrin.
svo í lokin... þetta er spólgæjan mín á humarhátíð... - Myndina tók Andri Már Ágústsson.
Sæll og blessaður. Flott að sjá flotan frá Hornafirði. Mér sýnist hann hafa stækkað síðan að ég bjó þar. En hvað er langt síðan að Ásgeir fór á 44" Er það ekki rétt hjá mér að bílnum hafi bara verið breytt fyrir 38" fyrst? Annars er jimnyinn flottur hjá þér og gaman að sjá þessar myndir af honum. Hvernig er hann að standa sig miðað við stóru jeppana?
Hvaða gráðu á spindilhalla miðaðirðu við þegar hann stendur í hjólin?
Er að undirbúa vitöru fyrir toyotu rör og skv. hjólastillitölvu er double cab dísel hilux með 2°'30° í caster og hafði ímyndað mér að halda því, jafnvel auka aðeins þar sem súkkan er talsvert framléttari en toyotan...
Rocklobster millikassinn fór í döðlur, hugsa að hann hafi ekki þolað alla langkeyrsluna (80-110 km/klst) sem ég hef stundað undanfarið. Það gerðist bara í vikunni fyrir þorrablótsferð 4x4, en því var reddað með því að skella jimny kassanum aftur í og sjá hvernig hann myndi höndla 36" dekkin.
Hann höndlar þau bara ótrúlega vel, enda er ég með 4.30 í hásingunum, en hann er talsvert þyngri í innanbæjarakstrinum. Ég hef ákveðið að fara ekki aftur í Rocklobster millikassann vegna þess hve veikbyggður hann er.
Skellti mér í ferðina á 36 tommunni og varð ekkert nema sáttur með kaggann, flaug upp allar brekkur á gamla mátann ( 1. gír í botni) og ég er ekki frá því að bíllinn eyði minna með þessum kassa í heldur en RL.
Kalli sem á vínrauðu súkkuna á 36" splæsti í þennan grand korter fyrir ferð, alveg magnaður bíll og ekki skemmir það fyrir hvað það er mjúkt að stija í honum! Er ansi hræddur um að ég hafi sett stefnuna á XL 7 eftir að hafa prufað Grandinn!
bara i lagi, mer finnst goð hugmynd ad henda toy hasingum undir xl7 sérstaklega ef hún er med storu velinni, vid erum farnir ad sja marga ahugasama um ad breyta sukkum vel og mikið olikt þvi sem aður var þegar allar sukkur voru hámark á 33" mer finnst þessi þroun agæt og gaman að sja þessa fjol og nýbreytni
Já svarta súkkan hans Kalla er á toyotu hásingum. 5.71 hlutföll, loftlæstur framan og aftan, og 2.5 v6 sjálfskiptur. Gormar úr Land rover discovery að framan og loftpúðar að aftan.
Já það stendur til að hnoða v6 í kaggann, bara koma þessu dóti austur og rífa í páskafríinu