Forums
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda :: Forums :: Almennt spjall :: Smáauglýsingar :: Bílar
Subaru Justy '92 til sölu << Previous thread | Next thread >>
Moderators: ADMIN, Sævar, olikol, gisli, EinarR, AA-Robot, joolli, edit
Author Post
Sævar
Sun Apr 04 2010, 02:44p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Er með til sölu gullfallegan Subaru Justy vagn, 92 árgerð og ekinn 172þ km.

Þessi bíll er jafn ryðlaus og 92 módel af ryðlausum bíl getur orðið, það er doppa á farþegahurðinni miðri, væntanlega eftir einhverja rispu eða álíka en tæplega klukkustundarverk að laga. Tektílborinn að neðan og þar sem tektíllinn er laus má sjá orginal málninguna undir bílnum.

Vélin sem var í bílnum var á síðasta snúning og því skipti ég um vélina og setti aðra betri í, dettur alltaf í gang, eyðir engu og engin aukahljóð.

Fjórhjóladrif, 3 nýjar öxulhosur, nýr spindill v/m að framan.

Nýlegur alternator, nýupptekinn startari og ný kol í skiptingunni(algengasta bilunin í ECVTinu)

Nýleg óslitin nagladekk, 13" stál, justy koppar.

Innrétting góð, áklæði á sætum í ágætu ásigkomulagi miðað við aldur og fyrri störf.

Númer liggja í geymslu en skoðun gildir til lok Maí 2010.


Engar sektir og engar byrðir.


Verð 150þ tek við tilboðum og skiptum á súkkum aðallega.










Fyrsta gangsetning eftir vélarskipti
http://www.youtube.com/watch?v=A1YyDuvtzbw


Bíll í toppstandi.

s: 8458799

[ Edited Sun Apr 04 2010, 02:49p.m. ]
Back to top
jeepson
Sun Apr 04 2010, 04:56p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Bíddu næu við. Á að fara að selja sparibaukinn?
Back to top
Sævar
Sun Apr 04 2010, 06:03p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Skipti á móti súkku, langar meira í aðra súkku en cash
Back to top
Brynjar
Sun Apr 04 2010, 07:33p.m.
Registered Member #26

Posts: 445
skal skipta við og og hvítu blæju.
Back to top
Sævar
Mon Apr 05 2010, 11:21a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Bíllinn er nýsmurður, það er ný olía og sía á vél, ný olía á skiptingunni, sérstök ECVT olía ætluð fyrir þessar skiptingar. Ný olía á afturdrifi(framdrif er tengt skiptingu)

Það fylgir bílnum smurbók en hún fylgir drifrásinni, smurbók fylgir ekki með vélinni en ástand hennar gefur til kynna að hún hafi verið þjónustuð með prýði.

Ég læt með bílnum allt sem á að fylgja, tjakkur, varadekk, felgulykill, ofl. Allt orginal Justy.

Í bílnum er orginal Justy útvarp ásamt klassískum tónum af kasettu sem ég fann úr gamla safninu hér heima. Mjög mikil nostalgía.

Ég læt með bílnum Eigendaferil, skoðunarferil, tjónaferil(sem er tómur) osfv. biðji kaupandi um það.

Bíllinn er ný ljósastilltur og hjólastilltur þannig hann slítur nýju dekkjunum ekki neitt(enda mjög léttur bíll) Stýrið þráðbeint og rásar ekki neitt. Dekk þokkalega ballanseruð, mætti þó fíngera en ekkert sem skiptir höfuð máli.

Nýlegir bremsudiskar og klossar að framan, tekið upp og liðkað fyrir skemmstu, nýlegt að aftan tekið og liðkað.

Púströr í toppstandi, nýlega viðgert og dugar eitthvað næstu árin. Fremsti hlutinn er eins og nýr.




Sjón er sögu ríkari, 8458799 bíllinn er í Hafnarfirði.
Back to top
Sævar
Mon Apr 05 2010, 11:21a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Þú segir það Brynjar, það má alveg skoða það, hvaða dekk fylgja honum og hvernig er ástandið á þeim. Hvaða hlutföll eru aftur í honum?
Back to top
Brynjar
Mon Apr 05 2010, 01:22p.m.
Registered Member #26

Posts: 445
5:125 hlutfall og á ekki hálfslitnum 33 tommu micro skornum og nelgdum dekkjum á ný sandplástnum, zinkuðum og spratuðum white spoke. ég held að það séu beygðir ventlar í henni en á eftir að athuga með það, hann er skoðaður 10.
Back to top
jeepson
Mon Apr 05 2010, 09:25p.m.
jeepson
Registered Member #88

Posts: 1739
Brynjar wrote ...

5:125 hlutfall og á ekki hálfslitnum 33 tommu micro skornum og nelgdum dekkjum á ný sandplástnum, zinkuðum og spratuðum white spoke. ég held að það séu beygðir ventlar í henni en á eftir að athuga með það, hann er skoðaður 10.


Vá hvað mig langar soddið í blæjubílinn hjá þér. Konan er sjúk í svona bíl með tusku topp
Back to top
Sævar
Mon Apr 05 2010, 09:27p.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
Það vantar allavega ekki áhugann á justy, síminn stoppar ekki og meilið er fullt, menn allstaðar af landinu, ætla að skoða 2 aðrar súkkur a morgun eða hinn en hef þessa líka í augnsýn, fór tímareimin?
Back to top
Brynjar
Tue Apr 06 2010, 01:03a.m.
Registered Member #26

Posts: 445
neibb tímareiminn er í lagi, ég setti nýja á þegar nýja vélinn fór í en ég er ekki búinn að taka heddið af búinn að vera buzy að strandsetja löngu vitöruna sem ég var að kaupa. en ég held að bíllinn sem ég fékk vélina úr hafi verið rifin útaf þessu en gaurinn sem seldi mér vélina sagði að hún hefði virkað fínt.
Back to top
Sævar
Tue Apr 06 2010, 11:22a.m.
Umsjónarmaður vefsíðunnar

Registered Member #2

Posts: 3405
ég ætla að skoða aðra súkku annars verð ég í bandi hljómar ágætlega
Back to top
 

Jump:     Back to top

Syndicate this thread: rss 0.92 Syndicate this thread: rss 2.0 Syndicate this thread: RDF
Powered by e107 Forum System
�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu. | Designed by Angelus Design