Online

Welcome

Chatbox

Poll

Saga Súkkujeppans - Gísli Sverrisson (þýðing)
1982: SJ-línan, Suzuki Samurai, Sierra, Jimny 1982 Suzuki SJ30
Suzuki SJ410
Eftir að hafa eytt rúmum áratug í að sanna hæfni sína í hönnun fjórhjóladrifsbíla um heim allan, kynnti Suzuki spánýjan jeppa, SJ410 (tölustafirnir tákna fjórhjóladrif og 1.0l vélarstærð), árið 1982. Þessi jeppi gekkst einnig við nafninu SJ30, Sierra, Jimny, undir öðru framleiðandanafni Maruti Gypsy á Indlandi og loks Holden Drover í Ástralíu. Stærri og nútímalegri en LJ línan, útvíkkaði SJ30 kosti LJ bílsins og tókst á við marga galla hans. 970cc 4ra strokka vélin var stærri útgáfa af aflvirki LJ80 bílsins og skilaði 45 hestöflum og mun meira togi. Hún hjálpaði til við að koma þeim 136kg sem bíllinn hafi umfram fyrirrennara sinn úr sporunum, allt upp í 109km/klst. Suzuki SJ410 pickup
Það sem skilur SJ410 frá hinum margrómaða Samurai er auðvitað smærri vél, þrengri sporvídd, 12% lægri gírun í millikassa, 10% lægri mismunadrifshlutföll, 4ra gíra gírkassi, skálabremsur að framan og aftan án booster-hjálpar, stöðuhemill í skálabremsu aftan á millikassanum, önnur sæti og mælaborð og engin jafnvægisstöng. Langur verktakabíll
Í Bretlandi var í gildi "heiðursmannasamkomulag" sem takmarkaði markaðshlutdeild Japanskra bíla við 11% og þar af aðeins lítið brot handa Suzuki sem kom seint inn á breskan markað. Vinsældir SJ línunnar urðu til þess að Suzuki kannaði möguleikana á því að framleiða bílinn utan Japan vegna þessara innflutningshafta. Spánska fyrirtækið Land Rover Santana SA hafði áhuga á að auka framleiðslu sína samhliða Land Rover bílnum og því varð úr að Suzuki keypti 20% (sem seinna var aukið í 32%) hlutabréfa í Santana. Þetta varð til þess að bíllinn taldist 60% evrópskur sem þar með undanskildi framleiðsluna frá innflutningshöftum í Bretlandi. Panoramic þak (háþekja)
Árið 1983 fannst Suzuki vera orðinn til markaður fyrir lengri útgáfu SJ410 og 413. Með því að teygja hjólhafið um 34cm og heildarlengdina um 58cm, varð langa SJ súkkan að veruleika. Fáanlegan sem 4 eða 6 sæta blæjubíl, með háþekju plasttoppi, í þremur mismunandi útfærslum sem pallbíl og mjög sjaldgæfan 4ra dyra bíl, átti Suzuki nú góðan valkost fyrir þá sem kusu að eignast lítinn jeppa/trukk. Eins vinsæll og hann hefur verið er SJ bíllinn enn í framleiðslu í dag þó hann hafi gengið í gegnum ýmsar endurbætur. SJ LWB með plasttoppi
Fyrsta mikilvæga breytingin varð árið 1984. Með nýjum valmöguleika, 1324cc 64 hestafla álmótor, lá leiðin uppávið fyrir SJ línuna. Nýji SJ413 bíllinn var búinn diskabremsum með soghjálp (bremsu booster) að framan, skálabremsum að aftan, nýju mælaborði og sætum, ásamt nýju plastgrilli með þversum mynstruðum rimlum í stað langsum loftraufana í stálgrillinu gamla. Athugasemd: Bremsurnar voru ekki með soghjálp í SJ410 bílnum fyrr en 1986 og gamla grillið fylgdi SJ410 bílnum jafnlengi. SJ Crew Cab
Þegar hér var komið sögu urðu vinsældir Súkkunnar, vegna verðmiða hans, getu og áreiðanleika, til þess að hann var boðinn til kaups í grófgerðustu löndum heims. Suzuki brást við vinsældunum með því að koma á legg verksmiðjum á Spáni og Indlandi, til viðbótar við risastóra verksmiðju í Hamamatsu í Japan. SJ, langur 4ra dyra. Hefur þessari mynd verið breytt eða var bíllinn í raun fáanlegur svona?
Fram að þessu hafði Suzuki aldrei undir eigin nafni selt neina fjórhjóladrifsbíla í Bandaríkjunum, en um það bil 3000 SJ410 komust þangað eftir ýmsum leiðum. Með árangur SJ bílsins í fleiri en 100 löndum í huga, sá Suzuki að hér væri risastór markaður, tilbúinn fyrir jeppa eins og Súkkuna. Suzuki notaði SJ413 bílinn sem grunninn að því sem þeir nefndu Samurai og gerðu nokkrar mikilvægar breytingar á því sem fyrir var. Því miður fyrir Kanann var bíllinn aðeins boðinn í styttri útgáfunni, bæði með þaki og sem blæjubíll. Samurai Pickup
Strax árið 1985 varð 1986 árgerð Samurai fáanlegur í Bandaríkjunum og varð umsvifalaust vinsæll. Með grunnverðið $6200 og fullbúna útgáfu fyrir $7500, gátu margir einfaldlega ekki staðist freistinguna. Byrjað var á að flytja inn 1200 bíla á mánuði en fljótlega urðu þeir 8000 og þegar ár var liðið höfðu Suzuki mokað 47.000 Súkkum inn í Bandaríkin. Samurai varð ekki einungis mest seldi blæjubíllinn í Bandaríkjunum þetta árið, heldur sló hann einnig fyrst árs sölumet allra japanskra bílaframleiðanda. Langur 4ra sæta
Með árangur VW Bjöllunnar í huga, héldu Suzuki í þá stefnu að endurskoða ávallt - en ekki umbylta - bílnum og þannig viðhalda stíl hans og einfaldleika. Í árgerð 1988.5 urðu fyrstu merkjanlegu breytingarnar á Samurai súkkunni. Með það að markmiði að auka akstursþægindin fékk bíllinn mýkri fjaðrir og dempara, ásamt stærri jafnvægisstöng að framan. 86-88 Suzuki Samurai
Fimmti gírinn var lækkaður til að bæta hraðbrautarakstur og nýr álvatnskassi, endurhannað ventlalok og stærri flangsar á millikassann voru notaðir. Mælaborðið var algjörlega endurhannað, hringlaga lofttúður urðu kassalaga, útvarpið fékk sína rauf í fyrsta sinn, 3ja arma stýri leysti af hólmi 4ra arma útgáfuna, þægilegri sæti og gúmmí gírhnúður, nýjar gataðar felgur og örlítið breytt grill voru sjáanlegu nýjungarnar.

Page 1 
Page 2 
Page 3 
Page 4 

Nýtt á spjallinu

�essi s��a er keyr� � E107 vefumsj�narkerfinu.